Réttur


Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 11

Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 11
hersins eins og Björn Þorsteinsson lýsti hér áðan. Söguleg reynsla íslenzku þjóðarinnar af er- lendri áþján knýr hana sem vopnlausa þjóð til baráttu fyrir friðhelgun. Það er skylda okk- ar að hefja öfluga baráttu fyrir því, að Island verði á ný friðlýst land. I því sambandi er vert að kanna rækilega hugmynd eyþjóðanna við Indlandshaf, sem á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa flutt tillögu um friðlýsingu Indlandshafs. Krafa þeirra er að banna allt hernaðarbrölt og hersiglingar stórveldaflota á Indlandshafi og hrekja þannig fulltrúa er- lendrar ásælni út í yzta hafsauga. Þessi krafa er vissulega verðug til eftirbreytni fyrir þjóð- irnar við Norður-Atlantshaf. Þeir sem mest tala um stækkun stórveldaflotanna ættu því að geta tekið undir þessa kröfu: Að Island og hafið verði friðlýst og hrinda þannig af okkur erlendri ásælni. Stúdentar hafa valið fullveldisdaginn til að brýna þjóðina til baráttu fyrir algeru fullveldi — fyrir brottför hersins. Þeir vilja fullvissa þá valdhafa, sem lýst hafa yfir þeim vilja sínum að herinn fari af íslenzkri grund, að íslenzkir stúdentar styðja þá í því máli. Hin nýja sókn ' baráttunni fyrir brottför hersins, sem loforðin um brottför hans hafa kveikt, er jafnframt áminning til ríkisstjórnar Islands um að halda vöku sinni í þessu máli. Þessi nýja kynslóÖ, sem jyllt hefur Há- skólabíó á þessari baráttusamkomu og þaö námsfólk, sem víÖa út um land og íslenzkir námsmenn erlendis, sem efnt hefur til fundar- halda á fullveldisdaginn — viö erum aÖ hefja nýja sókn fyrir endurheimt landsréttinda, Viö vitum að nauÖsynlegt er aÖ fylkja liÖi til bar- áttu fyrir brottför hersins, Við viljum á fullveldisdegi þjóÖarinnar vekja hana til umhugsunar og skilnings á sjálfstœðismáli sínu, ViÖ vitum aö fólkið i landinu verður að sýna hug sinn í þessu máli og knýja á um brottför hersins. Við höfum í dag sýnt vilja okkar í verki. Við krefjumst þess að erlendur her hverfi af íslenzkri grund! Við eigum okkur draum um friölýst land! ViÖ vitum einnig aÖ viÖ berjumst til sigurs! Myndirnar á bls. 185 eru frá herstöðinni á Kefla- vikurflugvelli. 187

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.