Réttur


Réttur - 01.10.1971, Qupperneq 14

Réttur - 01.10.1971, Qupperneq 14
gerzt gangverki auðvaldsþjóðfélagsins, eins og það gerist á landi okkar nú, og þeim leið- um og krákustigum, er arðránið fer eftir, sem og breyttu áhrifavaldi tiltekinna hópa innan borgarastéttarinnar og hlutverki ríkisvaldsins í þessu sambandi. Þessi lýsing er að sjálf- sögðu ekki tæmandi, en okkur hefur þótt sjálfsagt að reyna að gera þessum atriðum nokkur skil, með því að arðrán auðstéttar- innar er nú oft flóknara og óbeinna en áður, þótt ekki hafi það minnkað og stéttaskilin nokkuð breytt og oft ekki eins glögg eða augljós og fyrrum. Eins höfum við gert okkur far um að benda á vankanta og mótsagnir íslenzks auðvaldsþjóðfélags og flesta þá núningsfleti, þar sem hitnað getur í og kviknað af neisti, svo að upp úr logi í átök- um stéttanna. Loks höfum við reynt að fjalla meir um félagslega og menningarlega drætti í gerð þjóðfélagsins en almennt tíðkast í stefnu- skrám. Og koma þar m. a. til greina þjóð- legar erfðir og erlend áhrif og ýmis fylgi- fyrirbæri svokallaðs velferðar- og tækniþjóð- félags, hlutverk fjölmiðla o. s. frv. En þessi fyrirbæri segja nú mjög til sín og hafa orð- ið mörgum umhugsunarefni — og því brýnt að leitast við að skilgreina þau sem bezt og móta þar sósíalisk viðhorf. Að síðustu hefur okkur þótt nauðsyn að skoða þessa þætti alla frá sögulegu sjónar- miði, rekja nokkuð þróun þeirra og innri tengsl, þannig að samhengið í framvindunni yrði ljósara og sambandið við fortíðina, fyr- irrcnnara og eldri hreyfingar rofnaði síður í vitund þeirra, er hér eiga hlut að máli. Þar hefur það m. a. vakað fyrir okkur, að ný og ung kynslóð hlýmr nú að láta æ meir til sín taka í samtökum okkar. Hreyfing okk- ar eða fyrirrennari hennar átti tiltölulega hægri endurnýjun að fagna mestan hluta 6. og 7. áratugsins, og tók það bæði til forystu og almennra liðsmanna. En nú mun ný og ung kynslóð fylkja sér í samtök okkar — og láta að sér kveða og vísast sópast um fast. Þessi kynslóð hefur minna veður af liðnum tíma og gamalli reynslu. Hún er gagnrýnin um margt, vill ekki láta mata sig, heldur sannreyna sjálf og beita m. a. hópstarfi við athuganir ein- stakra viðfangsefna o. s. frv. Allt eru þetta góðir eiginleikar. En bezt mun svo fara samt, að hér verði engin tengslaslit, sambandið við forna erfð og baráttu rofni ekki og skilning- urinn á sögulegri samheldni varðveitist. Þess vegna m. a. höfum við lagt nokkuð upp úr að rekja sögulega þróun fyrirbæranna. Eg hef nú reynt að gera smávegis grein fyrir útlínunum í gerð þessarar stefnuskrár og hvað það var, sem þar helzt vakti fyrir okkur. Hitt er ykkar að dæma, hvort sú stefna sé rétt og eins að hve miklu leyti hafi þá tekizt að móta hana. Okkur er sjálf- um fullljóst, að þar er mörgu áfátt, misvægi milli kafla eða efnisþátta og ýmsu gerð mjög svo ófullnægjandi skil. Til dæmis var það ætlun okkar í upphafi, að jafnframt því, sem gerð væri grein fyrir lokamarkinu, þ. e. sósíal- isku skipulagi, yrði einnig vikið að hugsan- legum meiriháttar áföngum, millistigum eða stökkpöllum á Jxíirri leið. En sú áætlun hefur farið nokkuð úr skorðum, þótt raunar sé drepið þar á einstök atriði. Margt fleira mætti nefna í Jsessu sambandi, þótt ekki sé það gert hér, enda höfum við ekki litið á þetta stefnuskráruppkast sem endanlegt plagg, heldur miklu fremur sem umræðu- grundvöll, sem fjallað yrði um af sem flest- um flokksmönnum og tæki breytingum í Jíeim meðförum. Eitt er það enn, sem oft hefur flögrað að mér við yfirlestur J^essa plaggs, eitt sem mér finnst gerð ónóg skil, en Jiað eru áhrif auð- 190

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.