Réttur


Réttur - 01.10.1971, Qupperneq 15

Réttur - 01.10.1971, Qupperneq 15
valdsþjóðfélags okkar tíma á þær stéttir, það fólk, sem við teljum okkur málsvara fyrir og á okkur sjálfa, — smitun þess að því er varðar afstöðu og hugsunarhátt. Og þar sem að þessu er vikið í stefnuskránni, er það oft fremur í skýringar- og afsökunar- en gagn- rýni-skyni, mótstöðuaflið, andstöðuviljinn ekki brýndur nógsamlega. Þar mættum við hafa fastar í huga orð Marx í 3- thesu hans eða athugagrein um heimspeki Lúðvíks Feuerbachs þess efnis að menn eru ekki aðeins mótaðir af aðstæð- um og uppeldi, heldur og sjálfir mótendur þessara þátta. Þeir eru hvort tveggja í senn þolendur og gerendur, og ytri áorkan sníður jxárn ekki eingöngu stakk, heldur vekur þá líka til andófs til að sprengja hann af sér, sníða hann upp á nýtt með skapandi starfi. Og að lokum þetta. Skilrík og glögg stefnuskrá er að vísu góð og nauðsynleg, en fjarri því að vera einhlít. Og þótt okkur hefði tekizt, sem ekki er, að smíða þar góðan leið- arvísi, er þar með síður en svo allt fengið. Það er með stefnuskrá, eins og allar kenn- ingar, t.d. siðfræðina, að jafnvel þótt svo vel hafi tiltekizt, að þær hafi samsamazt vitund okkar, kemur lífið jafnan til manns í margbreytilegri myndum og við flóknari aðstæður en fræðin gera ráð fyrir. Það er við- fangsefni einstaklinga og samtaka að snúast við því, svo sem bezt má verða, daglegt viðfangsefni, sem miklu skiptir að vel sé rækt. Þetta er mannlegur vandi, — vandi þess að lifa, — vandi sem engin kenning eða stefnuskrá getur af okkur létt, en má hins vegar verða okkur þar til stuðnings, ef frum- kvæði og starfsvilji okkar sjálfra koma til. Og á því ríður samtökum okkar nú meir en nokkru sinni fyrr. 191

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.