Réttur


Réttur - 01.10.1971, Page 21

Réttur - 01.10.1971, Page 21
3. Joe Hill Hann hét réttu nafni Josepli Hillström og var sænskur, innflytjandi til Bandarikjanna 1902. Hann varð einhver vinsælasti söngvari verklýðshreyfing- arinnar, hann bjó til vísurnar og oft lögin líka, en stundum orti hann við alkunn lög, t.d. Hjálpræð- ishersins, svo sem hinn fræga söng ,,Dark haired preachers" með viðlaginu „You will eat by and by" („Hvcrja helgi um hádegisstund .."). Dark-haired preacbers come out every night try to tell you whafs wrong and what’s right, but if you ask about something to eat, they will answer with voices so sweet: Y011 will eat by and by, in the glorious land above the sky, work and pray, live on hay, you’ll get pie in the sky when you die. Gömul stæling: Hverja helgi um hádegisstund, herrans þjónar oss tóna guðs dóm, ef þú öreigi ferð á þann fund, fxrðu svarið með kimneskum róm: Bittu gras, blessuð stund bráðum nálgast, ó sæl er þín bið, þú fcerð föt, þá fcvrð kjöt, þegar upp Ijúkast himinsins hlið. Joe Hill gerðist félagi í hinum róttæku verklýðs- samtökum Industrial workers of the world (I.W.W.) og varð brátt hataður af afturhaldinu, enda virkur i skipulagningu verkfalla og annarrar baráttu. En fyrst og fremst fyltu þó Ijóð hans burgeisana of- stæki og hatri gegn honum. Kaupmaður var drepinn í Salt Lake City, mor- mónaborginni, i janúar 1914. Lögreglan greip tæki- færið til að reyna að brjóta I.W.W. á bak aftur með þvi að kenna Joe Hill morðið, sem hann var saklaus af. Var hann dæmdur til dauða. Róttækir sósialistar reyndu að bjarga lifi hans. Meðal þeirra mörgu, sem börðust vel fyrir honum var Elisabet Flynn (sjá um hana í Rétti 1964, bls. 209—212). Hún segir i æviminningum sinum frá fyrstu heim- sókn sinni til hans í fangelsið. „Hann var hár, grannur, mjög Ijóshærður með djúpblá augu. Hann var þrjátiu og eins árs. „Aldurinn, þegar Jesús var negldur á krossinn" sagði hann við mig.“ — Elisa- bet var 25 ára, er þau hittust. Joe Hill gaf henni viðurnefnið „The rebel girl' uppreisnarstúlkan. Um tíma voru félagarnir bjartsýnir um að unt yrði að bjarga lífi hans. En Joe Hill var það ekki. Hann sagði við Elisabet: „Ég óttast ekki dauðann, en ég vildi gjarnan vera dálitið lengur með í bar- attunni." Leið Elisabetar og fleiri lá alla leið tii Washing- ton, er þau voru að berjast fyrir lífi Joe Hill. Þau fengu áheyrn hjá Wilson Bandaríkjaforseta, sem reyndi að fá málið tekið upp á ný. En rikisstjóri Utah-fylkis vísaði öllum slíkum afskiptum frá. Þann 19. nóvember 1915 var Joe Hill tekinn af lifi, skotinn samkvæmt dómi. Síðustu orð hans voru: „Syrgið ekki, bindist samtökum." Joe Hill er ef til vill sá af píslarvottum ameriskr- ar verklýðshreyfingar, sem frægastur hefur orðið. Er það eigi aðeins vegna Ijóða hans og söngva, heldur hefur og líf hans allt orðið tilefni listaverka. Paul Robeson gerði nafn hans ódauðlegt með söng sinum „I dreamt, I saw Joe Hill tonight," sem birtist í þessu hefti í þýðingu Einars Braga. Og nú hefur Bo Widerberg, sænski rithöfundurinn og kvik- myndastjórinn, búið til kvikmynd um Joe Hill, sem tekið er að sýna á Norðurlöndum. Leikur Thommy Berggren Joe Hill. 4. Mooney og Billings Þann 22. júní 1916 sprakk sprengja i San Frans- isco i kröfugöngu hernaðarsinna. Niu manns létu lífið, en fjörutiu særðust. Flugumaður mun hafa kastað sprengjunni, en lögreglan handtók nokkra 197

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.