Réttur


Réttur - 01.10.1971, Síða 38

Réttur - 01.10.1971, Síða 38
í þjóðfélagi þar sem ríkið og almenning- ur leggur fram mest allt féð til fjárfestingar, hlýtur það einmitt að vera krafa almennings og hagsmunamál ríkisvaldsins að fjárfesting- unni sé hagað af viti og forsjá í almennings þágu. Gott áætlunarráð er einskonar hugmynda- smiðja, þar sem menn, sem annarsvegar þekkja ger þarfir og möguleika þjóðarinnar en hinsvegar fylgjast vel með mestu vísinda- og tækni-byltingu mannkynsins, sjá um að þjóð þeirra gefist öll þau tækifæri, sem hún getur hagnýtt, til að njóta ávaxta þeirrar byltingar og finna í hvert sinn það skipu- lag, er bezt henti til framkvæmda frá þjóð- hagslegu sjónarmiði. Framtíð íslenzks atvinnulífs getur nú að miklu leyti oltið á því að Framkvæmdastofn- un ríkisins verði sú stórhuga og víðsýna stofnun, sem markar af vísindalegri þekk- ingu og yfirsýn yfir þjóðarbúskapinn allaþró- unarbraut atvinnulífsins á næstu árum og helzt áratugum með hagsmuni þjóðarheildar- innar fyrir augum, — en sökkvi ekki niður á stig fyrirgreiðslna og einkapots, verði ekki vettvangur síngjarnrar sérhagsmunabaráttu einstaklinga, fyrirtækja, byggðarlaga og kjör- dæma, þar sem hver togar í sinn skækil án þess að hugsa um heildina. Draugur lágkúr- unnar, sem alltof oft hefur riðið húsum í slíkum stofnunum, má ekki ná að setja brennimark sitt á áætlunarráð alþýðustjórnar- innar. Þar eru vítin að varast sem t.d. Fjár- hagsráð íhalds og Framsóknar var, er sett var á stofn með fögrum yfirlýsingum, en starfaði með þeim hætti, sem báðir aðilar helmingaskiptanna nú skammast sín fyrir. Því er hollt, þá framtíð skal marka, að hafa reynslu fortíðar'mnar fyrir augum. Það þarf að tryggja hugsjón áætlunarhúskaþarins sigur í þeim átökum um framkvœmd hennar sem nú eru framundan. 214

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.