Réttur


Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 37

Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 37
setja þar um lög. En auðvitað á að afnema svona ákvæði, en setja i staðinn það, sem æskilegast væri og eðlilegast frá íslenzku sjónarmiði. En það myndi að mínu áliti hljóða eitthvað á þessa leið: „island er ævarandi hlutlaust í ófriði og mun engan her hafa né veita erlendum rikjum herstöðv- ar né rétt til hersetu. Herskyldu má aldrei i lög leiða.“ Með slikri grein væri itrekuð hlutleysisyfirlýsing- in frá 1918. En með tilliti til kerfisbundns áróðurs og pólitískrar spillingar, sem síðan hefur haft áhrif á þjóðina, mun vart hugsanlegt að breyta þessari grein á næsta ári frekar en t.d. að orða hana svo: „island er friðlýst land. Herskyldu má aldrei lögleiða." Geta þá sumir skoðað „friðlýsingu" sem yfir- lýsingu um vilja til friðar, en aðrir litið róttækar á það og lagt I fögur orðin þá merkingu að frið viljum við hafa fyrir öllum ófriðarundirbúningi. Eftir skilningi I hernaði þýðir friðlýsing að borg verði ei varin og vopn þar eigi geymd. (Sbr. Paris og Róm í síðasta stríði). En alltaf ætti þó að verða fullt samkomulag um siðari setninguna i stjórnarskrá. ÍSLAND SAMEIGN ÍSLENDINGA Hundrað ára gömul stjórnarskrárákvæði, skrifuð fyrir skútuöld af embættismönnum niður við Eyr- arsund áður en vatnsafl varð nýtanlegt til orku- framleiðslu, áður en ofveiði og landeyðing urðu til sem yfirvofandi hættur og auðvitað löngu áður en hugtakið og fyrirbrigðið mengun varð til, taka eðlilega ekki tillit til neins af þessu, sem á einn eða annan hátt varða lif og velferð landsmanna I dag og á komandi tímum. Það væri eðlilegt að setja ákvæði, er að þessum málum lúta, t.d. í kaflann um mannréttindi (VII. kafla) máske grein eitthvað á þessa leið á eftir 67. greininni um friðhelgi eignarréttarins: ,/sland, náttúrugæði þess og auðllndir til lands og sjóvar, eru sameign Islendinga, núlifandi sem komandi kynslóða. Hver kynslóð skal kappkosta að varðveita og hagnýta i senn náttúrugæði lands og auðlindir þjóðar af viti og forsjá, svo verða megi til frambúðar undirstaða heilbrigðs lifs al- þjóðar, efnahagslegrar velferðar almennings og stjórnarfarslegs sjálfstæðis landsins.11 Þá er það og orðið svo brýnt að enga bið þolir að taka af öll tvímæli um eignarrétt þjóðarinnar á óbyggð landsins og öllum auðæfum i jörðu. Hin gamla tillaga okkar þar um á þingi er enn I góðu gildi og hljóðaði svo: „Dll núverandi óbyggð, — það er almenningar, afréttir, aðrar lendur og svæði, sem eigi hafa verið i byggð undanfarin 20 ár, — og öll hveraorka, vatnsorka og auðæfi í jörðu, sem þar eru, er ævinleg eign islenzku þjóðarinnar. Ákveða skal með lögum beitirétt, veiðirétt og annan hefðbundinn afnotarétt á þessum svæðum, svo og hvernig með eyðijarðir, sem þar eru skuli fara.“ Hér mætti gjarnan bæta við ákvæði um að tryggja með lögum aðgang almennings að því að njóta náttúru lands síns. Með slikri grein væri fyrir það girt að hægt væri að selja t.d. Gullfoss eða Þingvelli* og er það orðalag, sem hér er notað: „ævinleg eign" hið sama og er I lögum um þjóðareign Þingvalla. En þess mega menn minnast að fyrir 50 árum, um 1920, var svo komið að búið var að selja hluta- félögum, mestmegnis útlendinga, flestalla virkjan- lega fossa landsins nema Sogið — og munaði mjóu þótt svo giftusamlega tækist til á þingi 1923 að sú ,,eign" útlendra manna yrði þeim ónýt svo íslenzka rikið gat t.d. fyrir aldarfjórðungi siðan keypt Þjórsá fyrir 3 miljónir króna af norska hluta- félaginu „Titan", sem ,,átti" hana en fékk ei að nota hana. En með tilliti til þess með hvilikri áfergju erlendir euðmenn sækjast nú eftir fasteignum viða um heim og hvílikar tilhneigingar hafa verið til þess öðru hvoru að selja erlendum aðilum eignir I landi voru með allri þeirri hættu, er því fylgir, þá væri og rétt að setja I stjórnarskrá hömlur þar á. Hin gamla tillaga okkar á Alþingi var að breyta 68. greininni um ríkisborgararétt og annan rétt út- lendinga á þessa leið: * Dæmin eru tekin af alkunnum ástæðum, Gull- foss var eitt sinn búið að selja sem kunnugt er, — og I leikriti sínu „Syndir annara" lætur Einar Kvaran braskarcna hyggja á sölu Þingvalla. 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.