Réttur


Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 62

Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 62
Þess var getið i upphafi að nú velta því margir fyrir sér hvort gjaldeyriskreppurnar undanfarin ár væru stundarfyrirbrigði eða undanfari mikillar al- mennrar kreppu hins kapítalistiska hagkerfis. Skoðanir manna eru mjög skiptar, sem eðlilegt er. En öllum kemur saman um að þessar gjaldeyris- kreppur séu ákaflega alvarlegt fyrirbrigði, sem beint eða óbeint snertir eða kemur til með að snerta efnahagslífið í öllum ríkjum heims. Prófessor Richard N. Gardner ræðir þessi mál I grein I The Banker I september s.l., en prófessor þessi var á sínum tima I nefnd, sem Nixon forseti Bandaríkjanna skipaði og sem fjallaði um millirikja- viðskipti, en þar á undan hafði hann verið aðstoð- arráðherra í stjórnartið Kennedys forseta. Nú er Gardner prófessor við háskólann í Columbia. Af þessari upptalningu má sjá að hann er öllum hnút- um kunnugur. I grein þessari segir prófessor Gardner, að end- urskoðun á hinu alþjóðlega peninga- og viðskipta- kerfi sé nú orðið það verkefnið, sem mest sé að- kallandi i hinum vestræna heimi. Þá telur hann að fáist ekki lausn, sem viðunandi væri fyrir alla aðila, fyrir árslok 1974, séu líkur á sífellt alvarlegri gjaldeyriskreppum og sundrungu iðnaðarvelda I andstæðar viðskiptablokkir. Slíkt ástand myndi torvelda framfarir á efna- hags- og félagslegu sviði, það myndi eitra stjórn- málalegt samband milli ríkjanna. Afleiðingin af öllu þessu gæti orðið almenn kreppa svipuð eða jafnvel meiri en sú, sem skall á haustið 1929. I grein sinni leggur prófessor Gardner fram til- lögur sínar til lausnar á þeim mikla vanda, sem steðjar að. Hann leggur til að á næstu fimm árum verði dollarinn látinn hætta að gegna því hlutverki, sem honum var ætlað með samkomulaginu í Bretton Woods, — að Bandaríkin greiði skuldir sínar hjá erlendum seðlabönkum og stjórnvöldum á fimmtíu árum og þá á óbeinan hátt fyrir milligöngu Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. að Evrópa, Bandaríkin og Japan geri með sér samkomulag um að fella niður tolla og aðrar hömlur á viðskiptum sín í milli.. Prófessor Gardner telur að ekki sé seinna vænna að taka lokaákvörðun um framtíð gjaldeyrismála heimsins. Hann endar grein sina með orðunum: The time has come to choose — nú er tími til kominn að velja. Undirritaður telur Ijóst vera, að gjaldeyriskrepp- urnar séu ekki stundarfyrirbrigði. Hann telur að þær eigi sér dýpri rætur en svo, að hægt sé að kippa málum I liðinn með því að lækka gengi ýmissra gjaldmiðla og hækka gengi annarra, með samningum um eitt eða annað. Bandaríkin hafa um nokkurra áratuga skeið verið ríkjandi afl I heiminum, á sviði efnahagsmála, stjórnmála og sem hernaðarveldi. Hlnsvegar eru nú bæði Efnahagsbandalagið og Japan orðin stórveldi á sviði efnahags- og við- skiptamála. Enginn þessara aðila vill láta sinn hlut. Allir vilja skara eld að sinni köku, komast yfir sem mestan hluta af heimsmarkaðnum. Vestur-Evrópa og Japan vilja ekki til lengdar hlíta yfirráðum dollarans. Þau vilja ekki hafa áfram þá skipan mála, að þau þurfi að standa undir dollara á nú gildandi gengi og þar með auka verð- bólguna heima fyrir. Þetta hafa þau og mörg önnur ríki sýnt I verki með því að slíta gjaldmiðla sína úr tengslum við dollarann. Með öðrum orðum: Greinarhöfundur telur að gjaldeyriskreppurnar séu merki þess að hinar innri mótsetningar kapítalistíska hagkerfisins séu að koma skýrar i Ijós en áður. Að vísu í annarri mynd, en jafnframt með meiri skerpu. Mótsetningarnar koma fram bæði í innanlands- málum hinna kapítalistisku ríkja og þó fyrst og fremst i utanríkismálum þeirra. Verðbólgan knýr á efnahagsaðgerðir, sem hljóta að leiða af sér samdrátt í framleiðslu og atvinnu hvers ríkis fyrir sig og í milli þeirra er hatröm samkeppni um heimsmarkaðinn. I þeirri keppni er ekki og verður ekki hlífzt við að beita öllum til- tækum ráðum jafnt á hinu pólitíska sviði sem hinu efnahagslega. Því má ætla, að framundan sé alvarleg kreppa — og virðist sýnilegt að þar verður um að ræða almenna kreppu hins kapitalistiska hagkerfis. 126
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.