Réttur


Réttur - 01.04.1973, Side 62

Réttur - 01.04.1973, Side 62
Þess var getið i upphafi að nú velta því margir fyrir sér hvort gjaldeyriskreppurnar undanfarin ár væru stundarfyrirbrigði eða undanfari mikillar al- mennrar kreppu hins kapítalistiska hagkerfis. Skoðanir manna eru mjög skiptar, sem eðlilegt er. En öllum kemur saman um að þessar gjaldeyris- kreppur séu ákaflega alvarlegt fyrirbrigði, sem beint eða óbeint snertir eða kemur til með að snerta efnahagslífið í öllum ríkjum heims. Prófessor Richard N. Gardner ræðir þessi mál I grein I The Banker I september s.l., en prófessor þessi var á sínum tima I nefnd, sem Nixon forseti Bandaríkjanna skipaði og sem fjallaði um millirikja- viðskipti, en þar á undan hafði hann verið aðstoð- arráðherra í stjórnartið Kennedys forseta. Nú er Gardner prófessor við háskólann í Columbia. Af þessari upptalningu má sjá að hann er öllum hnút- um kunnugur. I grein þessari segir prófessor Gardner, að end- urskoðun á hinu alþjóðlega peninga- og viðskipta- kerfi sé nú orðið það verkefnið, sem mest sé að- kallandi i hinum vestræna heimi. Þá telur hann að fáist ekki lausn, sem viðunandi væri fyrir alla aðila, fyrir árslok 1974, séu líkur á sífellt alvarlegri gjaldeyriskreppum og sundrungu iðnaðarvelda I andstæðar viðskiptablokkir. Slíkt ástand myndi torvelda framfarir á efna- hags- og félagslegu sviði, það myndi eitra stjórn- málalegt samband milli ríkjanna. Afleiðingin af öllu þessu gæti orðið almenn kreppa svipuð eða jafnvel meiri en sú, sem skall á haustið 1929. I grein sinni leggur prófessor Gardner fram til- lögur sínar til lausnar á þeim mikla vanda, sem steðjar að. Hann leggur til að á næstu fimm árum verði dollarinn látinn hætta að gegna því hlutverki, sem honum var ætlað með samkomulaginu í Bretton Woods, — að Bandaríkin greiði skuldir sínar hjá erlendum seðlabönkum og stjórnvöldum á fimmtíu árum og þá á óbeinan hátt fyrir milligöngu Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. að Evrópa, Bandaríkin og Japan geri með sér samkomulag um að fella niður tolla og aðrar hömlur á viðskiptum sín í milli.. Prófessor Gardner telur að ekki sé seinna vænna að taka lokaákvörðun um framtíð gjaldeyrismála heimsins. Hann endar grein sina með orðunum: The time has come to choose — nú er tími til kominn að velja. Undirritaður telur Ijóst vera, að gjaldeyriskrepp- urnar séu ekki stundarfyrirbrigði. Hann telur að þær eigi sér dýpri rætur en svo, að hægt sé að kippa málum I liðinn með því að lækka gengi ýmissra gjaldmiðla og hækka gengi annarra, með samningum um eitt eða annað. Bandaríkin hafa um nokkurra áratuga skeið verið ríkjandi afl I heiminum, á sviði efnahagsmála, stjórnmála og sem hernaðarveldi. Hlnsvegar eru nú bæði Efnahagsbandalagið og Japan orðin stórveldi á sviði efnahags- og við- skiptamála. Enginn þessara aðila vill láta sinn hlut. Allir vilja skara eld að sinni köku, komast yfir sem mestan hluta af heimsmarkaðnum. Vestur-Evrópa og Japan vilja ekki til lengdar hlíta yfirráðum dollarans. Þau vilja ekki hafa áfram þá skipan mála, að þau þurfi að standa undir dollara á nú gildandi gengi og þar með auka verð- bólguna heima fyrir. Þetta hafa þau og mörg önnur ríki sýnt I verki með því að slíta gjaldmiðla sína úr tengslum við dollarann. Með öðrum orðum: Greinarhöfundur telur að gjaldeyriskreppurnar séu merki þess að hinar innri mótsetningar kapítalistíska hagkerfisins séu að koma skýrar i Ijós en áður. Að vísu í annarri mynd, en jafnframt með meiri skerpu. Mótsetningarnar koma fram bæði í innanlands- málum hinna kapítalistisku ríkja og þó fyrst og fremst i utanríkismálum þeirra. Verðbólgan knýr á efnahagsaðgerðir, sem hljóta að leiða af sér samdrátt í framleiðslu og atvinnu hvers ríkis fyrir sig og í milli þeirra er hatröm samkeppni um heimsmarkaðinn. I þeirri keppni er ekki og verður ekki hlífzt við að beita öllum til- tækum ráðum jafnt á hinu pólitíska sviði sem hinu efnahagslega. Því má ætla, að framundan sé alvarleg kreppa — og virðist sýnilegt að þar verður um að ræða almenna kreppu hins kapitalistiska hagkerfis. 126

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.