Réttur


Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 74

Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 74
23 þýzkir og 6 brezkir veiðiþjófar inn á frið- aða svæðið á Selvogsbanka, en þetta svæði er lokað íslendingum sem öðrum veiðimönnum. Á sama tíma og þetta gerist eiga að hefjast í Reykjavík viðræður við Vestur-Þjóðverja um landhelgismálið. íslenzka viðræðunefndin neitar að setjast að viðræðum nema Þjóðverj- arnir hypji sig út. Þeir láta sér segjast og Bretarnir snauta á eftir. Jakob Jakobsson fiskifræðingur bendir á í opnu bréfi til ritstjóra „Ægis" að samkvæmt skýrslu Norður-Atlanzhafsfiskveiðinefndar- innar sé þorskstofninn við Island ekki aðeins fullnýttur heldur beinlínis ofveiddur. Það kemur í Ijós í þessum mánuði að þúsundir lítra af olíu hafa runnið í jörð nið- ur frá herstöðinni í Keflavík og mengað vatnsból Suðurnesjamanna. 11. apríl: Samþykkt sem lög frá alþingi frumvarp um jafnlaunaráð. Svava Jakobs- dóttir flutti frumvarp þetta í upphafi en það gerir ráð fyrir að jafnlaunaráð fjalli um launamismun og að óheimilt sé atvinnurek- anda að mismuna starfsfólki eftir kynferði. Lögin um jafnlaunaráð eru merkur áfangi í jafnréttismálum. 12. apríl: 18 íslenzkir skipstjórar senda frá sér harðorð mótmæli vegna yfirgangs Breta í landhelginni. 13. apríl: Fyrsti íslenzki togarinn selur afla sinn í Belgíu. Lúðvík Jósepsson segir að Islendingar geti vel verið án þess að landa í Vestur-Þýzkalandi þar sem Belgir taka okk- ar fiski vel. Þennan dag tekur Adda Bára Sigfúsdóttir fyrstu skóflustunguna fyrir hæli handa drykkjusjúkum á Vífilsstöðum. Um páskana kemur til grófustu ofbeldis- verka veiðiþjófanna í íslenzkri landhelgi til þessa. Þeir reyna að keyra niður næstminnsta varðskipið, Arvakur, og reyna að rífa veiðar- færin frá íslenzku togurunum! íslenzku varð- skipin klippa á togvíra nokkurra brezkra tog- ara. 27. apríl: Stjórn Seðlabankans og ríkis- stjórnin taka ákvörðun um að hækka gengi íslenzku krónunnar um 6%. Gengi krónunn- ar hefur ekki áður verið hækkað nema einu sinni. Jafnframt ákveður bankastjórn Seðla- bankans að hækka vexti um 2—3%. Ríkis- stjórnin gefur síðar (30. apríl) út bráða- birgðalög sem gera ráð fyrir 2% allsherjar- verðlækkun. Þessar aðgerðir vekja ánægju manna um allt land. Þær eru enda fyrsta þýðingarmikla skrefið til þess að draga úr verðbólguþróun í landinu. 1. MAÍ 1. maí 1973 fylkti reykvísk alþýða liði undir aðalkjörorðinu „Maðurinn í öndvegi". Samstaða varð um hátíðahöldin að þessu sinni innan fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík. „Rauð verklýðseining" efndi og til kröfugöngu og útifundar í Reykjavík þennan dag með allmikilli þátttöku. Á Akureyri var efnt til kröfugöngu 1. maí í ár — og hefur slíkt ekki gerzt í átta ár. Avarp fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík var róttækt og eindregið og birtir Réttur ávarpið hér á eftir í heild sinni: „Reykvísk alþýða fylkir liði í dag, 1. maí í fimmtugasta sinn. I hálfa öld hefur verkalýður höfuðborgarinnar safnazt saman undir rauðum fánum, borið fram kröfur hins vinnandi manns um félagslegt réttlæti, for- dæmt kúgun og misrétti í heiminum, en hvatt til sköpunar þjóðfélags, þar sem jöfnuður, manngildi og frelsi skipi öndvegi. 1. maí hefur verið virkur baráttudagur. A þessum alþjóðlega baráttudegi verkalýðsins 138
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.