Réttur


Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 80

Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 80
Verkalýðurinn hefur aðeins það, sem hann hefur tekið frá auðvaldinu. (J. E. Thorold Rogers var einn af helztu hagfræðingum Breta á 19. öld, þingmaður og prófessor í Oxford 1862 til dauðadags 1890. Hann var frjálslyndur að skoðun. Eitt höfuðrit hans „Six Centuries of Work and Wages" („Vinna og verkalaun á sex öldum") fjallar mjög um samanburð á kjörum verkamanna á öldunum 1200 til 1800. Ritið kom út 1883. Fara hér á eftir nokkrar niðurstöður, „neist- ar" úr ritum hans); „Verðhækkun matvæla og ann- arra lífsnauðsynja frá 1260 til 1760 er nokkurnveginn tólfföld. Verka- manninum á tímum Henry III. (1216—72) var betur borgað en á fyrstu ríkisstjórnarárum Georgs III. (1760—1820). „Fimmtánda öldin og fyrsti fjórðungur sextándu aldarinnar var gullöld enska verkamannsins, ef við berum saman það kaup, sem hann þá fékk, og verð lifsnauð- synja. Aldrei voru launin hlutfalls- lega eins há og lífsnauðsynjarnar eins ódýrar."------------- „Við höfum enga ástæðu til að ætla að laun þessara verkamanna hafi þessvegna verið há, að at- vinna þeirra hafi verið stopul. Á 15. öld greiddu menn sama kaup, hvort sem verkamaðurinn réði sig til eins dags eða til ársins. Og vinnutíminn var heldur ekki langur. Vinnudagurinn var auðsjáanlega átta klukkustundir." „Byggingaverkamaðurinn, sem heimtar í dag 8 tíma vinnu, er að- eins að reyna að ná því aftur, sem fyrirrennari hans hafði náð fyrir fjórum eða fimm öldum." OFBELDISHÓTANIR BRETA OG LANDRÁÐA- SAMNINGURINN 1961. „Það er margtekið fram af ís- lenzkum ráðherrum að samning- arnir voru gerðir til þess að koma í veg fyrir vopnaða íhlutun, eins og gerðist hér á árunum 1958 og 1961 og lauk ekki fyrr en með samningunum." Gylfi Þ. Gíslason í þingræðu, skv. Morgunbl. 18. apríl 1973. Úrslitakostir Home's: „Ég flyt þessa tillögu (sem síð- ar varð að „samningi" — Réttur) í þeirri einlægu von, að hún muni gera okkur kleift að ná samkomu- lagi í deilu, sem gæti haft háska- legar afleiðingar („dangerous consequences") fyrir okkur alla, ef hún héldi áfram. Ég vonast mjög til þess að ríkisstjórn yðar geti fallizt á tillöguna." Sir Alec Douglas Home, utanríkisráðherra Breta í bréfi til Guðm. I. Guðmundssonar utanríkisráðherra Islands 21. des. 1960. Enn hert á: „Starfsfélagar mínir og ég hóf- um alvarlegar áhyggjur af líklegum afleiðingum þess, að lausn náist ekki í mjög náinni framtíð. Ég er vics um, að ef við getum ekki sagt sjávarútvegi okkar, innan hálfsmánaðar, að sjá megi fram á sanngjarnt samkomulag, muni viðsjárvert og hættulegt ástand skapast (,,a critical and dangerous sítuatíon will arise"). Sami utanríkisráðherra Breta til Guðm. I. 27. jan. 1961. (Leturbr. vor). Aðalatriðið fyrir Breta var að tryggja einhliða málskotsrétt sinn til Haag-dómstólsins. Svo gersam- lega gafst viðreisnarstjórnin upp fyrir úrslitakostunum að hún sam- þykkti eigi aðeins þá kröfu Breta heldur og að samningurinn væri óuppsegjanlegur (sjá tilvitnun í ræðu Bjarna Ben. i Rétti 1972, bls. 54—55) og Morgunblaðið kvað samninginn tryggja islandi, „mik- inn sigur og niikla framtiðarmögu- leika" (Mgbl. 10. marz 1961). Ógæfa viðreisnarflokkanna var að þeim var ekki nóg að gefast upp fyrir hótunum andstæðinganna og ganga að nauðungarsamningi þeirra, úrslitakostunum, heldur reyna þeir — af hollustu við Nato — að fegra uppgjöfina og land- ráðasamninginn með þvi að kalla hann stórsigur og gera kröfur andstæðingsins — málskotið til Haag — að hugsjónalegum grund- velli sinum. Svo djúpt getur holl- ustan við Nato beygt menn. 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.