Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 69
til Grikklands til leynilegrar starfsemi, þrátt
fyrir alla áhættu. I október 1971 var hann
handtekinn og hefur nú verið dæmdur í
1214 árs fangelsi, 69 ára að aldri.
Stephan G. Stephansson orti, er Eugene
Debs, leiðtogi sósíalista í Bandaríkjunum, var
dæmdur í 10 ára fangelsi 63 ára að aldri
vegna baráttu sinnar gegn stríðinu. (Nánar
í Rétti 1955, bls. 62—67):
„Loks gat meinráð megnað því:
Lengur, en væri lífs að vona
leifum fjörs á aldri svona:
Dýflissu þær dæmdust í."
Þau tíðkast enn hin breiðu spjótin.
o
Drakopulos, félagi Partsalidis, starfaði
hinsvegar ætíð í Grikklandi, ýmist opinber-
lega eða á laun, en var fangelsaður og dæmd-
ur með honum svo sem fyrr var frá sagt.
JIRI MULLER
Jiri Múller var vinsæll leiðtogi stúdent-
anna í Tékkóslóvakíu á árunum 1968 og
1969. Hann er nú 29 ára og hefur síðan
1964 verið virkur í stúdentahreyfingunni.
Um tíma var hann því rekinn úr háskólan-
um, Karlsháskólanum í Prag, á árinu 1967,
en varð 1968 aftur einn höfuðleiðtogi stúd-
enta. Eftir innrásina í ágúst 1968, vann hann
að því að koma á góðu samstarfi milli stúd-
entasamtaka og verklýðssamtaka, en þegar
harkan hófst á ný í aðgerðum gegn „vor-
boðunum" í Prag, var hann enn á ný rekinn
úr háskólanum. I nóvember 1971 var hann
handtekinn fyrir dreifingu flugblaða í kosn-
ingunum og 19- júlí 1972 dæmdur í 5V5
árs fangelsi. Hann varði sig fyrir réttinum
sem sósíalisti og ákærði lögregluna fyrir of-
beldi við yfirheyrslurnar.
Það virðist ganga hægt hjá handhöfum
valdsins í Tékkóslóvakíu að læra af fyrri
afglöpum og réttarmorðum. Réttarmorðin á
Slansky, Geminder, Frank og fleiri góðum
félögum og rangir dómar yfir Löbl og sjálf-
um Husak ættu þó ekki að líða mönnum úr
minni.
ANDSTÆÐUR
AUÐS OG EYMDAR
í júlí kom út handbók um vissan þátt
efnahagsmála hjá Sameinuðu þjóðunum:
þróunina hjá ríkum og fátækum þjóðum.
Kemur þar í ljós að frá 1960 til 1970 hafa
tekjur einstaklinga hækkað um 43% hjá
ríkum þjóðum, en aðeins um 27 % hjá þró-
unarlöndunum. Gjáin milli þeirra heldur
áfram að dýpka.
Bandaríkin nota sex sinnum meiri orku
en meðaltal orkunotkunar er á mann í heim-
inum. A hvern þegn þar eru að meðaltali
tvö herbergi. I Pakistan eru að meðaltali 9
manns í hverju herbergi.
En innan Bandaríkjanna eru mótsetningar
hvað auð og tekjur snertir ægilegar, ójöfn-
uðurinn gífurlegur. 1% fullorðinna — þeirra
allra auðugustu — ráða 25% allra eigna.
5% hinna ríkustu ráða 40% allrar einka-
eignar. Og hinn efnaðasti fimmtungur þjóð-
arinnar á þrefalt meiri eignir en hin 80%-in.
Hvað hlutafjáreign snertir eru eignahlut-
föllin þessi: 5% fullorðinna ræður 86%
alls hlutafjár og 20% — hinir ríkustu —
ráða 97% allra hlutabréfa. Djúpið milli auð-
ugra og fátækra vex einnig í Bandaríkjunum.
133