Réttur


Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 58

Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 58
J. M. Keynes lagði til að sköpuð yrði sérstök verðeining, ,,bancor“, og gildi hinna ýmsu gjald- miðla miðuð við þessa einingu í tiltölulega föst- um hlutföllum. Þessi tillaga náði ekki fram að ganga. Hins vegar var ákveðið, að undirstaða hins nýja gjaldeyrisgerfis skyldi vera dollarinn og sterlings- pundið. Það kom I Ijós, að sterlingspundið gat ekki gegnt hlutverki sínu nema að mjög takmörkuðu leyti. Fjár- hagur Breta var mjög erfiður í lok styrjaldarinnar og þeim tókst ekki að bæta hann og að því kom að gengi pundsins var fellt 1967. Hinsvegar var dollarinn ígildi gulls þegar ráð- stefnan var haldin. Hann var aftur tengdur gullinu þannig, að hver únsa af skíru gulli var talin jafn- gilda 35 dollurum. Opinberir aðilar, ríkisstjórnir og seðlabankar, gátu þannig skipt dollurum í gull eða gulli í dollara I þessum hlutföllum. Gjaldmiðlar annarra ríkja voru svo festir (með möguleikum á mjög litlu fráviki) I ákveðnu hlutfalli við dollarann, m.ö.o. á óbeinan hátt við gullið. I stað gullmyntfótarins kom því s.k. gullpari-kerfi. Á þessum tíma voru gullbirgðir i eigu opinberra aðila I heiminum taldar vera að verðmæti sem næst 36 miljörðum dollara. Þar af munu um tveir þriðju hlutar, eða 24,6 miljarðar dollara, hafa verið I eigu bandaríska seðlabankans. Þessi gulleign bankans var gjaldeyrisvarasjóður hans. Gjaldeyrisvarasjóðir annarra ríkja voru þar á móti að mestu leyti I dollurum og gulli. Dollarinn var þannig allt i senn: Viðmiðun annarra gjaldmiðla, aðalstofninn i gjaldeyrisvarasjóðum fjölmargra ríkja og höfuð- gjaldmiðill í millríkjaviðskiptum. I raun og veru var gullparikerfið því þannig, að í stað gullmyntfótarins var tekinn dollarafótur. Þessi ákvörðun var af pólitískum toga og hún varð mjög örlagarik. Dollarinn hlaut sérréttindi meðal gjaldmiðla heimsins og þessi sérréttindi fluttust samkvæmt eðli málsins yfir á það ríki, sem stjórnaði útgáfu dollaranna, sem sé yfir á Bandaríkin. Þau gerðust í raun og veru miðbanki heimsins. Þessu fylgdi mikil ábyrgð. Vegna sérhagsmuna sinna brugðust Bandaríkin algjörlega þessari skyldu. Þau létu sér i léttu rúmi liggja hina miklu ábyrgð, sem á þeim hvíldi, og fóru sínu fram. Hinn alþjóðlegi dollari átti að vera skiptanlegur á móti gulli á fastákveðnu verði. M.ö.o. dollarinn kom í staðinn fyrir gull. Af þessu leiddi að Bandaríkin þurftu að eiga nægilegar gullbirgðir til að ábyrgjast hið fast- ákveðna gengi. Allt fré 1950 var þessi forsenda ekki fyrir hendi. Gullbirgðir þeirra minnkuðu með hverju ári og að því kom að lokum — í ágúst 1971 — að horfið var algjörlega frá innlausnarskyldunni. Þar með var burðarás gjaldeyriskerfisins brostinn. • Strax á fyrsta áratugnum eftir styrjöldina tókst iðnaðarríkjunum í heiminum að byggja upp fram- leiðslugetu sína og framleiðni, sér i lagi Vestur- Þýzkaland og Japan. Bilið á milli framleiðslugetu Bandarikjanna ann- arsvegar og annarra iðnaðarrikja hinsvegar minnk- aði stórum. Á árunum 1960 til 1971 jókst framleiðsla sjö helztu iðnaðarveldanna sem hér segir: Japan um 322% Sovétríkin — 166% Frakkland — 110% Italía — 98% Vestur-Þýzkaland — 90% Bandarikin ■ — 74% Bretland — 40% (Úr skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum). Á árinu 1950 nam framleiðsla Bandarikjanna á stáli 47% af heimsframleiðslunni, en 1971 var hlutur þeirra kominn niður i 19%. Á fyrrnefndu ári framleiddu Bandarikin 97 milj. tonn, næst í röðinni voru Sovétrikin með 30 milj. tonna framleiðslu. Á síðarnefnda árinu framleiddu Bandaríkin 122 miljón tonn, Sovétríkin 132 milj. tonn og Japan 98 milj. tonn. (Tölur teknar úr skýrslu The American Iron and Steel Institute). Þjóðarframleiðsla Bandaríkjanna var 1950 503 miljarðar dollara, en á árinu 1971 nam hún 1.050 miljörðum dollara, hafði aukizt um 109%. Framleiðsla allra annarra þjóða 1950 var að verðmæti 876 miljarðar dollara, en 1971 var hún 122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.