Réttur


Réttur - 01.04.1973, Qupperneq 57

Réttur - 01.04.1973, Qupperneq 57
sem byggði á gulli og sem stuðzt hafði verið við um langan aldur brást. Viðskipti milli þjóða dróg- ust mjög saman, enda tók hvert ríkið af öðru upp verndarstefnu, sem kom fram í auknum tollmúrum og ailskonar hömlum. Þáttaskilin í sögu hagkerfisins komu einkum fram í því, að opinber stjórnvöld fóru að hafa bein afskipti af þýðingarmiklum greinum I efnahagslifi þjóðanna. Þannig reyndi F. D. Roosevelt, forseti Bandarikj- anna á kreppuárunum, að hafa áhrif á þróun efna- hagsmálanna með New-Deal stefnu sinni. En hinar innri mótsetningar hagkerfisins höfðu komið skýr- ast í Ijós I Bandaríkjunum. Um svipað leyti kom enski hagfræðingurinn, J. M. Keynes, fram með kenningar sínar sem urðu hin fræðilega undirstaða að afskiptum opinberra stjórnvalda af þróun efnahagsmálanna. Á uppgangstímum ætti hið opinbera að hafa sem minnst afskipti af efnahagsmálum, en þegar syrti i álinn, kreppa fyrirsjáanleg eða á næsta leiti þá ættu opinber stjórnvöld að grípa í taumana og örva atvinnu- og efnahagslifið. Roosevelt tókst með ýmsum ráðstöfunum sínum að draga úr mestu hörmungum kreppunnar, en hann gerði engar tilraunir til að breyta sjálfu hag- kerfinu. Hinar innri mótsetningar voru þvi áfram fyrir hendi, þótt þær hafi ekki komið fram á svo ofsa- fenginn hátt sem í kreppunni miklu haustið 1929. Opinber stjórnvöld í kapítalistiskum ríkjum hafa séð sér hag I að grípa til margvíslegra ráðstafana til að koma í veg fyrir að sagan frá 1929 endurtæki sig. Á árum heimsstyrjaldarinnar síðari voru tug- miljónir manna kallaðar til herþjónustu og fram- leiðslugetu þjóðanna var beint að rekstri styrjaldar- innar. Þvi hurfu um skeið ýmsar innri mótsetn- ingar hagkerfisins, s.s. atvinnuleysi og offram- leiðsla. Þegar hildarleiknum lauk var aðstaða hinna ýmsu styrjaldarþjóða með mjög ólíkum hætti. Bretland og rikin á meginlandi Evrópu og i Austur-Asiu höfðu um árabil verið vigvellir. Fram- leiðslugeta þessara rikja var því mjög skert, auk þess sem mikil ringulreið var í gjaldeyrismálum þeirra. Hins vegar hafði framleiðslugeta Bandaríkjanna farið stórlega vaxandi á styrjaldarárunum, efna- hagsstaða þeirra var mjög sterk. Á ráðstefnunni í Bretton Woods urðu allmikil átök um hvernig framtiðarskipan gjaldeyrismála heimsins skyldi verða, aðallega milli brezku full- trúanna, en oddamaður þeirra var J. M. Keynes, og þeirra bandarísku undir forystu H. D. White. Það varð að samkomulagi á ráðstefnunni að stofna skyldi Alþjóðabanka og Alþjóðagjaldeyris- sjóð. Alþjóðabankinn átti að stuðla að lánveitingum til uppbyggingar í ýmsum heimshlutum, en hlutverk sjóðsins átti að vera að koma á festu í gjaldeyr- ismálum þjóðanna, þannig að milliríkjaviðskipti gætu komizt i eðlilegt horf. Frumskilyrði slíkra millirikjaviðskipta var að nokkurnveginn fast hlutfall yrði á milli hinna ýmsu gjaldmiðla. Að viðskiptavinir í hinum ýmsu löndum hefðu vitneskju um raunverulegt verðmæti þeirra vara, sem þeir voru að kaupa eða selja. Aðalvandinn í Bretton Woods í sambandi við hið nýja gjaldeyriskerfi var að finna grundvöllinn til viðmiðunar. Áður fyrr var sem kunnugt er miðað við gull, en komið hafði i Ijós að gullmyntfóturinn dugði skammt og frá honum hafði verið horfið i kreppunni miklu. 121
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.