Réttur


Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 67

Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 67
Árið 1970 voru olíutekjur Persíu og sjö annarra olíuríkja (þ. á m. Irak, Kuweit, Libya og Saudiarabía) tæpir 6 miljarðar dollara. 1973 er þessi upphæð orðin 12 miljarðar og fram til 1980 munu þessi lönd fá um 250 miljarða dollara fyrir olíu sína. Eftirspurnin eftir olíu vex gífurlega. Banda- ríkin munu síðar á þessum áratug þurfa að flytja inn olíu fyrir 20 miljarða dollara á ári (1970 voru það „aðeins" 2 miljarðar). Arabaríki eyðimarkanna búa yfir 60% allra þeirra olíubirgða, sem nú er vitað um í heim- inum. Einvaldsfursti Saudi-Arabíu ræður yfir 30% allra birgðanna. Tekjur þessa aftur- haldsríkis af olíu, sem nú eru 3 miljarðar dollara, munu í lok áratugsins vera orðnar ferfaldar. Hubert Humphrey, fyrrv. varafor- seti Bandaríkjanna, sagði í viðvörunarskyni: „Furstarnir í Arabíu munu ráða dollarnum". Háttsettur embættismaður Alþjóðabankans segir: „Án samstarfs við Araba eru allar gjaldeyrisumbætur tóm vitleysa frá stjórn- málalegu og efnahagslegu sjónarmiði." Olíuþörf heimsins, utan sósíalistísku ríkj- anna, var 1950 10 miljónir föt (hvert fat 159 lítrar) á dag, 1970 39 miljónir og verð- ur 1980 líklega 67 miljónir á dag. Olíufram- leiðsla Bandaríkjanna er 15 miljónir fata á dag — og er nú sú mesta í heiminum. En olíulindir Bandaríkjanna verða að líkind- um tœmdar efíir 10 ár. En olíulindir í Norður-Afríku og Austurlöndum nær, þær sem nú eru þekktar, munu endast 60—70 ár. Um 1985 munu Bandaríkin líklega verða að fá % allrar olíuneyslu sinnar frá þessum Arabalöndum, nú aðeins 10%. Stjórnendum Arabaríkjanna er orðið þetta ljóst og beita aðstöðu sinni nú þegar. Þeir eru þegar farnir að fyrirskipa hvað olíuverð- ið skuli vera og hvern hluta þeir skuli fá. Og þeir, sem sjá lengra, beita harðvítugri ráðstöfunum: í febrúar 1971 þjóðnýtti ríkisstjórn Algier 51% af olíufyrirtækjum Frakka. Franska stjórnin varð að gefast upp í júní sama ár. I desember 1971 tók Libyustjórn allar eignir BP í Libyu eignarnámi. I júní 1972 tók Baathstjórnin í Irak eign- ir IPC (Iraq Petroleum Company) eignar- námi, en það risafyrirtæki áttu BP, Shell og franskir og bandarískir olíuhringar. 23. marz tók persneska olíufélagið við allri olíufrámleiðslu landsins. Sú þróun, sem er að gerast í olíuviðskipt- um heims, getur haft margskonar afleiðing- ar, sem ei verða raktar hér nú. En hitt er ljóst að ísland verður að kunna fótum sínum forráð um varðveizlu orkulinda þeirra, sem við eigum í fossum og jarðhita — og láta ekki útlendinga gleypa þær á nýlenduvísu eins og viðreisnarstjórnin var byrjuð á. KÝPUR AKEL — Framfaraflokkur alþýðu — er áhrifamesti stjórnmálaflokkur á Kýpur, en þar eiga sér stað mikil átök við fasista undir forustu Grivasar ofursta, svo sem fréttir herma. AKEL var stofnaður 14. apríl 1941 og tók við af Kommúnistaflokki Kýpur, er starfaði 1926 til 1941. Flokkurinn telur 12000 flokksmenn, 65% af þeim eru verkamenn, 17% bændur, 5% menntamenn. 30% með- limanna eru undir 30 ára aldri. Flokkurinn gefur út eitt dagblað og eitt tímarit. Á þingi sitja 9 fulltrúar AKEL, en við kosningarna'r 1970 fékk flokkurinn 40,7% atkvæða. Flokkur ríkisstjórnarinnar fékk 26% og Framfaraflokkurinn 24%, en flokkur sá, 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.