Réttur


Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 52

Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 52
IRLAND OG ÞJÓÐFRELSIS- BARÁTTA ÍRA I tímaritinu The African Communist 1. h. 1973 er athyglisverð grein eftir Alan Doyle og heitir Ireland: Case-history of Colonialism. Greinin er ekki löng og áttahundruð ára baráttusaga Ira fyrir frelsi og sjálfstæði að sjálfsögðu ekki rakin ítar- lega, en samt rekur hann þá sögu i stórum dráttum og í Ijósi marxiskrar söguskoðunar og sýnir fram á, hvernig Irland hefur verið tilraunareitur brezkrar nýlendustefnu og yfirdottnunar, hversu írska þjóðin hefur risið upp aftur og aftur kynslóð eftir kynslóð af fádæma krafti og viljaþreki, þrátt fyrir ósigra og kúgun. I daglegum fréttum um átökin á Norðurírlandi vill oft gleymast sú mikla harmsaga sem að baki ligg- ur um nýlendukúgun Breta og ofbeldi gagnvart ná- grannaþjóð um aldaraðir. Hér verður því reynt að stikla á nokkrum atriðum úr téðri grein. Það má segja að saga þessi hefjist með innrás Hinriks II. Englakonungs á Irlandi fyrir nær réttum 800 árum (1171—72). Mesta athygli vekur þraut- seigja og varnarbarátta írsku þjóðarinnar frá upp- hafi fyrir sjálfstæði, þjóðlegri erfð og lífsvenjum, trú og tungu; og á hinn bóginn hin mikla villi- mennska og kynþáttahatur Englendinga, nánast án hliðstæðu nema i nýlendum þeirra utan Evrópu þar sem þeir ofsóttu og undirokuðu og jafnvel á stundum reyndu að útrýma ibúunum. Eitt helzta markmið Breta i fyrstu hernaðarinn- rásunum var að knýja Ira til að taka upp léns- skipulag í stað ættasamfélaganna sem þar var ráðandi þjóðfélagsháttur. Með því að knýja þessa breytingu fram með þrýstingi og vopnavaldi utan- frá, í stað efnahagslegra aðgerða innlendra afla, leiddi það af sér hatrama og réttláta andspyrnu irsku þjóðarinnar allrar, eins og James Connolly, ágætur írskur marxisti, benti á. Enda þótt innrásin nyti stuðnings kaþólsku kirkjunnar og irskrar prestastéttar mætti hún harðvitugri andspyrnu fóiksins í landinu, og hafi irskur kirkjuaðall staðið i þeirri trú að hún auðveldaði framgang lénsskipu- lagsins, þá hefur hann orðið fyrir vonbrigðum. Það tók fimm aldir að brjóta niður að fullu og öllu gamla írska þjóðveldiskerfið. (Sbr.A History of the Irish Working Class eftir P. Beresford Ellis. Victor Gollancz, London 1972). Einhver óhugnanlegustu fjöldamorð i þessari löngu og blóðugu sögu áttu sér stað 1649—53. Þá stóð Oliver Cromwell, leiðtogi borgaralegrar lýð- ræðisbyltingar á Englandi, fyrir innrás á Irland Talið er að þá hafi íbúatala Irlands verið um ein og hálf miljón og meir en helmingur ibúanna var myrtur eða dó úr hungri og plágum. Auk þess voru hundruð þúsunda seldir mansali til Vestur- indía og annarra nýlendna Breta. Minningin um 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.