Réttur


Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 63

Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 63
ERLEND VÍÐSJÁ mmmmm ÓSIGUR BANDARIKJANNA í júgóslavneska tímaritinu „Review of International Affairs” dregur Roy Bennett saman afleiðingarnar af stríði Bandaríkjanna í Vietnam og ósigri þeirra á eftirfarandi hátt: 1. Stríðið sannaði hver takmörk eru sett jafnvel þeirri þjóð, sem hingað til hefur verið álitin sterkasta efnahags- og hernaðarvald heims. 2. Stríðið eyddi goðsögninni um ósigran- leik, sem „stóriðju- og hernaðarsamsteypan'' hafði skapað, — og afhjúpaði svo barnalega vitlausa framkomu að fáir hefðu trúað því að til væri slíkt. 3. Stríðið sannaði að venjulegur her gat ekki ráðið við sjálfboðalið fólksins í órétt- látu stríði. — Herforingjar hyggja síðan helzt á málaliðaher. 4. Osigurinn knýr Bandaríkin og banda- menn þeirra til þess að draga í efa gildi skilgreiningar þeirra á ástandinu eftir stríð og þeirra hugmynda, er kalda stríðið byggð- ist á. 5. Inn á við töpuðu „haukarnir" hvað áhrif á utanríkismálastefnu snerti. Ihlutun — jafnvel í nafni andkommúnismans — missti fótfestu. 6. Stríðið gerði meirihluta ungu kynslóð- arinnar róttækan, þegar hún var rétt að byrja að efast um vissa hefðbundna þætti þjóð- félagskerfisins. 7. Stríðið hafði svipuð áhrif og spánska borgarastyrjöldin 1936—1938, — það klauí frjálslynda hópinn, þannig að meirihluti hans varð mjög andvígur kalda stríðinu, — það ýtti frjálslyndri millistétt og menntafólki miklu lengra til vinstri. 8. Sérhver meiriháttar bandamaður Banda- ríkjanna glataði að miklu leyti og til fram- búðar — trausti sínu á dómgreind og hæfi- leika þeirra manna, er ákveða stjórnarstefnu Bandaríkjanna. 9. Með því að gífurlegum hernaðar- og efnahagsmætti U.S.A. var einbeitt á tak- markað svæði, tókst Sovétríkjunum að koma aftur á jafnvægi í kjarnorkuvopnum, en þar höfðu Bandaríkin algerlega haft yfirhöndina til byrjunar 7. áratugsins. 10. Með því að eyðileggja trúna á ósigr- anleik Bandaríkjanna, afhjúpaði stríðið Akkilesarhæl þess stórveldis, sem sýndist vera sterkasta valdið. Stríðið gerði frekar að sýna smáþjóðunum veikleika hinna voldugu en hvetja til „margra fleiri Vietnam-stríða.' 11. En fyrst og fremst hefur stríðið sannað að árásaríhlutun stórveldis er svo dýr að ófært má heita og óþolandi fyrir allar aðrar þjóðir heims frá pólitísku, þjóðfélagslegu og sið- ferðilegu sjónarmiði, — og úr þessum heimi geta Bandaríkin ekki skotið sér. Vietnám var vatnaskil fyrir Bandaríkin í utanríkispólitík. Vietnam hafði úrslitaáhrif um mótun heimsins á síðara skeiðinu eftir kalda stríðið. Hvað Bandaríkin snertir, hef- ur Vietnam leyst úr læðingi gerbreytingaröfl, sem framtíðin mun skilgreina. 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.