Réttur


Réttur - 01.04.1973, Page 63

Réttur - 01.04.1973, Page 63
ERLEND VÍÐSJÁ mmmmm ÓSIGUR BANDARIKJANNA í júgóslavneska tímaritinu „Review of International Affairs” dregur Roy Bennett saman afleiðingarnar af stríði Bandaríkjanna í Vietnam og ósigri þeirra á eftirfarandi hátt: 1. Stríðið sannaði hver takmörk eru sett jafnvel þeirri þjóð, sem hingað til hefur verið álitin sterkasta efnahags- og hernaðarvald heims. 2. Stríðið eyddi goðsögninni um ósigran- leik, sem „stóriðju- og hernaðarsamsteypan'' hafði skapað, — og afhjúpaði svo barnalega vitlausa framkomu að fáir hefðu trúað því að til væri slíkt. 3. Stríðið sannaði að venjulegur her gat ekki ráðið við sjálfboðalið fólksins í órétt- látu stríði. — Herforingjar hyggja síðan helzt á málaliðaher. 4. Osigurinn knýr Bandaríkin og banda- menn þeirra til þess að draga í efa gildi skilgreiningar þeirra á ástandinu eftir stríð og þeirra hugmynda, er kalda stríðið byggð- ist á. 5. Inn á við töpuðu „haukarnir" hvað áhrif á utanríkismálastefnu snerti. Ihlutun — jafnvel í nafni andkommúnismans — missti fótfestu. 6. Stríðið gerði meirihluta ungu kynslóð- arinnar róttækan, þegar hún var rétt að byrja að efast um vissa hefðbundna þætti þjóð- félagskerfisins. 7. Stríðið hafði svipuð áhrif og spánska borgarastyrjöldin 1936—1938, — það klauí frjálslynda hópinn, þannig að meirihluti hans varð mjög andvígur kalda stríðinu, — það ýtti frjálslyndri millistétt og menntafólki miklu lengra til vinstri. 8. Sérhver meiriháttar bandamaður Banda- ríkjanna glataði að miklu leyti og til fram- búðar — trausti sínu á dómgreind og hæfi- leika þeirra manna, er ákveða stjórnarstefnu Bandaríkjanna. 9. Með því að gífurlegum hernaðar- og efnahagsmætti U.S.A. var einbeitt á tak- markað svæði, tókst Sovétríkjunum að koma aftur á jafnvægi í kjarnorkuvopnum, en þar höfðu Bandaríkin algerlega haft yfirhöndina til byrjunar 7. áratugsins. 10. Með því að eyðileggja trúna á ósigr- anleik Bandaríkjanna, afhjúpaði stríðið Akkilesarhæl þess stórveldis, sem sýndist vera sterkasta valdið. Stríðið gerði frekar að sýna smáþjóðunum veikleika hinna voldugu en hvetja til „margra fleiri Vietnam-stríða.' 11. En fyrst og fremst hefur stríðið sannað að árásaríhlutun stórveldis er svo dýr að ófært má heita og óþolandi fyrir allar aðrar þjóðir heims frá pólitísku, þjóðfélagslegu og sið- ferðilegu sjónarmiði, — og úr þessum heimi geta Bandaríkin ekki skotið sér. Vietnám var vatnaskil fyrir Bandaríkin í utanríkispólitík. Vietnam hafði úrslitaáhrif um mótun heimsins á síðara skeiðinu eftir kalda stríðið. Hvað Bandaríkin snertir, hef- ur Vietnam leyst úr læðingi gerbreytingaröfl, sem framtíðin mun skilgreina. 127

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.