Réttur


Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 61

Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 61
vegar og rikjandi ástands í efnahags- og stjórn- mélum þjóðanna hinsvegar. Að því kom að alveg eins og dollarinn varð of- metinn urðu ýmsir aðrir gjaldmiðlar vanmetnir, eink- um þó japanska yenið og vestur-þýzka markið. Hið skráða gengi þeirra var lægra en það í raun og veru var. Hin fastákveðnu hlutföll milli gjaldmiðla, sem ákveðin voru i Bretton Woods, röskuðust í reynd þó reynt væri lengi vel að viðhalda þeim. Sú einkennilega staða var sem sé komin upp að allir aðilar töldu sér hag í að viðhalda kerfinu um sinn þrátt fyrir ósamræmið milli þess og ríkj- andi ástands. Kom þar margt til. Bandaríkin sáu sér hag í því, að dollari þeirra var ofmetinn. Umsvif þeirra í öðr- um löndum urðu þeim ódýrari fyrir þragðið. Þau gátu komizt yfir eignir erlendis fyrir minni peninga en þær í raun og veru kostuðu. Þau gátu haldið áfram pólitískum og hernaðarlegum afskiptum og greitt með dollurum, sem voru í raun minna virði en skrásetning þeirra sagði til um. Þess vegna voru Bandaríkin andvíg því að lækka gengi dollarans. Vestur-Þýzkaland og Japan vildu þar á móti ekki hækka gengi sinna gjaldmiðla vegna þess að sam- keppnisaðstaða þeirra á heimsmarkaðnum myndi versna, útflutningsvörur þeirra yrðu dýrari. Af þessum ástæðum var margvislegum ráðum beitt til að halda við gjaldeyriskerfinu, styrkja doll- arann. M.a. mynduðu 8 iðnaðarríki árið 1961 sérstakan gullsjóð, „gullpúlliu". Gullinu úr þessari ,,púlliu" var varið til að innleysa dollara utan Bandaríkjanna. En allan timann hafði verið að ganga á gullbirgðir Bandaríkjanna sjálfra, þar sem eigendur dollara í öðrum löndum notfærðu sér innlausnarskylduna. Á árinu 1962 mynduðu 10 auðugustu iðnaðarriki heims með sér samfylkingu (Group of Ten) til stuðnings dollaranum. Þá var ákveðið að Aþjóðagjaldeyrissjóðurinn skyldi veita meðlima-ríkjum sérstök yfirdráttarrétt- indi, s.k. pappírsgull. Til margra annarra ráða var gripið með það fyrir augum að styrkja stöðu dollarans þannig að ekki þyrfti að umbreyta sjálfu gjaldeyriskerfinu. En allt kom fyrir ekki. Bandarikin héldu uppi upp- teknum hætti, gáfu út dollara og fluttu þá út. Minnir þetta einna helzt á þegar gefnir eru út inn- stæðulausir tékkar. Vestur-þýzka rikisstjórnin tók þá ákvörðun aÖ leysa gjaldmiðil sinn úr tengslum frá dollaranum, láta markið fljóta, eins og það er kallað, en það þýðir að verð marksins fer eftir framþoði og eftir- spurn. Þetta gerðist i ársbyrjun 1971. Nokkru síðar, I ágúst tilkynnti Nixon forseti að Bandarikin myndu endanlega hætta við að skipta dollurum I gull, gullbirgðir þeirra höfðu minnkað úr u.þ.b. 30 miljörðum í 10 miljarða dollara Jafnframt var tilkynnt, að sérstakur tollur yrði lagður á því sem næst allan innflutning. I desember komu fulltrúar frá Group of Ten saman til fundar I Washington. Þar var gert hið s.k. Smithsonian-samkomulag. Bandarikin féllust á að lækka gengi dollarans með því að hækka hið oplnbera gullverð úr 35 dollarar á únsu í 38 doll- ara. Jafnframt voru ýmsir aðrir gjaldmiðlar hækk- aðir í gengi, sérstaklega yenið og vestur-þýzka markið. Bandarikin féllu frá þeim innflutningstolli, sem þau höfðu sett á um sumarið, en aðalkeppinautar þeirra hétu að draga úr hömlum sem verið höfðu á innflutningi til þeirra. Þegar gengið hafði verið frá Smithsonian-sam- komulaginu sagði Nixon i ræðu á fundinum, að með þvi hefði gerzt einn merkasti atburðurinn í allri sögu peningamálanna. Það urðu ekki orð að sönnu. Áhrifin af geng- islækkun dollarans urðu litil sem engin. Dollara- innstreymið til hinna ýmsu landa hélt sleitulaust áfram, einkum til Vestur-Þýzkalands og Japan. Þannig urðu seðlabankar þesara rikja og nokkurra annarra að kaupa upp 9 miljarða dollara á skömm- um tíma. Enn varð uppi fótur og fit hjá þeim, sem réðu gjaldmiðilsmálum þjóðanna. Málalyktir urðu þær, að gengi dollarans var lækkað i febrúar s.l., hið opinbera gullverð var hækkað í 42 dollara á hverja únsu, en fjöldi þjóða tók þá ákvörðun að láta gengi sinna gjaldmiðla fljóta gagnvart dollarnum, ýmist sameiginlega (Vestur-Þýzkaland, Frakkland, Belgía, Holland, Luxemburg, Danmörk, Svíþjóð og Noregur) eða hvert fyrir sig (Bretland, Irland, Italia, Sviss og Japan). Af þessari þróun mála sést að þegar sagt var í upphafi, að kerfið frá Bretton Woods standi nú höllum fæti, þá er ekki tekið nógu djúpt í árinni. Hið rétta myndi heldur vera að seg;a, að gjaldeyr- iskerfið sé með öllu gengið sér til húðar. 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.