Réttur


Réttur - 01.04.1973, Qupperneq 46

Réttur - 01.04.1973, Qupperneq 46
GÓÐIR GESTIR Þeir, sem sáu „Umhverfis jörðina á áttatíu dögum" í uppfærslu Lilla teatern frá Finn- landi á síðastliðnu ári í Þjóðleikhúsinu, glöddust í hjarta sínu og fylltust eftirvænt- ingu, þegar það spurðist að þessi frægi hópur ætlaði að halda sýningu í Iðnó 2. apríl. En nú var hin frábæra list þeirra og hugmynda- auðgi ekki notuð til sviðsetningar á sígildum reyfara, heldur var tekizt á við þjóðfélags- legt vandamál — jafnrétti kynjanna í sýn- ingunni „Kyss sjálv". Engir fínir og dýrir búningar eða fjarlæg viðfangsefni, heldur nútíminn og vandamál hans. Fyrir sýninguna stóð Elina Salo, þessi fræga leikkona sem m.a. hefur leikið í mörg- um kvikmyndum, í dyrunum og afhenti leik- húsgestum dagskrá, brosandi og blátt áfram. Þegar sýningin átti að hefjast, prílaði hún upp á leiksviðið og sýningin gat hafizt. Birgitta Ulfsson, leikkona og meðstjórn- andi Lilla teatern, byrjaði að tala við áhorf- endur, koma á sambandi við fólkið í salnum, fá það til að skilja og vera með. Athugaði hvort við yfirleitt skildum sænskuna og próf- aði með einföldu samspili við Lasse Mártens- son og Elinu Salo, hvort hér væru ekki sömu fordómar, sama ranga uppeldið og sömu vandamál við að glíma og í Finnlandi. Slá- andi var dæmið um leikföngin, hún lét Lasse fá rauðan bolta og dúkku og Elina fékk blá- an bolta og bíl. Þau voru börnin sem áttu að fara út að leika. Þau komu bara að vörmu spori volandi. Enginn drengur leikur sér að dúkku og engin stúlka að bíl! Eftir glaðlegar undirtektir úr salnum, hóf- ust svo atriðin 22. Þaulhugsuð, skemmtileg og háðsk atriði eftir ýmsa höfunda. Sjálfsagt hafa þau komið við kaunin á ýmsum og vakið aðra til umhugsunar. Einna skarpastir fundust mér þættirnir eftir Wava Stúrmer, ritstjóra tímaritsins Horisont, hún skrifar m.a. smásögur, leikrit og bók- menntagagnrýni. Einkum er mér minnisstæður þáttur henn- ar: Miðaldra. Eiginkonan með fótinn í gipsi liggur í sófanum með dagblaðið. Bóndinn myndast við að laga kaffi, þó hann finni ekki nokkurn skapaðan hlut í eldhúsinu. Hún er að hugsa um fyrirsagnir í blaðinu. „Angela Davis er falleg og uppreisnargjörn',, „Iþrótta- konan, sem hefur útlitið með sér". Og hún sjálf fær þann dóm í umsögn um bílslysið, sem hún lenti í, að hún sé miðaldra. Hvers vegna alltaf þessar athugasemdir um útlit konunnar? Aldrei er þess krafizt, að forseti Finnlands sé fallegur maður. Eða hvað? — I dagskránni er þess auk þess getið að kona getur ekki orðið forseti Finnlands. — Yfir þessu atriði sem og öllum öðrum er sérstakur frjálslegur einfaldleiki. Aðra þætti hennar mætti nefna, svo sem „Mæðradaginn", sem er ekkert annað en gróðadagur nokkurra kaupsýslumanna og hræsnistal um ást og fórnfýsi konunnar. Þátt- inn um eiginmanninn fráskilda, sem gat ómögulega kyngt því að konan hans hefði tekið framhjá. Slíkt og þvílíkt var allsendis ófyrirgefanlegt. Hverju skipti það þó hann sjálfur skemmti sér hvenær og hvernig sem hann vildi. Það var nú eitthvað annað, það voru sérréttindi karlmannsins. Þó er það ef til vill túlkun Birgittu Ulfs- son á Onnu Dal, saumakonunni finnsku, sem 110
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.