Réttur


Réttur - 01.04.1973, Page 28

Réttur - 01.04.1973, Page 28
Fangelsun mótmælt. „Að vörmu spori má sjá, að yfir þvera bryggjuna, allframarlega, hefur myndazt fylking, og hefur hún fyrir sér strengdan kaðal. Er sýnt, að fyrir andstæðingunum vakir að hrekja lið verkfallsmanna upp af bryggjunni eða öllu heldur sópa bryggjuna. En ekki hef- ur fylking þessi þokazt langt í áttina, þegar hún er stöðvuð af liði verkfallsmanna, sem nú einbeitir sér á kaðalinn, gegn hinum. Og ekki líður á löngu, þar til þeir kaðalmenn byrja að hopa á hæl með spegilsléttan Poll- inn fyrir enda bryggjunnar að baki. Gerist þá hvortveggja, að hvítliðar fara að forða sér upp í skipin beggja vegna bryggjunnar, og hitt, að einhver úr liði verkfallsmanna, Adolf Kristjánsson skipstjóri er mér sagt, sker á kaðalinn, svo að þrýstingurinn á lið hinna minnkar heldur, enda er það ekki meiningin að sundleggja þá hvítu eða stofna lífi manna í hættu, heldur hitt að koma í veg fyrir kauplækkun. Nokkrir hrekjast þó í smábáta á undanhaldinu og flýja út á Poll- inn. — Áhlaupi verkfallsbrjóta og hvítliða hefur verið hrundið." Verkamannafélagsmenn hafa borið sigur úr býtum og bera það og gegn verkfalls- brjótum, þegar fleiri tilraunir eru gerðar til að brjóta verkfallið. Mikill verkfallsvörður er í Verklýðshúsinu dag og nótt næstu sól- arhinga. 17. marz. Nova fer frá Akureyri án af- greiðslu. — Bæjarfógetinn á Akureyri skipar allmarga aðstoðarlögreglumenn. 92

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.