Réttur


Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 49

Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 49
I formála að útgáfu Kommúnistaávarpsins á rússnesku 1882, segja þeir Marx og Engels: „Vér skulu snúa oss að Rússlandi. Á dögum byltinganna 1848 og 1849 litu ekki aðeins ein- valdskonungar Evrópu, heldur einnig burgeisar Evrópu vonaraugum til rússneskrar ihlutunar, þar sem hún ein gat bjargað þeim úr þeim háska, sem þeim var búinn af öreigalýðnum, sem var að verða sér afls sins vis. Þeir kjöru Rússakeisara höfuðleiðtoga afturhaldsins. I dag situr hann i Gatsjina, fangi byltingarinnar, og Rússland er i fylkingarbrjósti hinnar byltingarsinnuðu hreyfingar Evrópu." Eftir að Marx dó fylgdist Engels af miklum á- huga og undraverðri skarpskygni með þróun marx- istisku hreyfingarinnar í Rússlandi og hafði ekki hvað sizt ágæt sambönd við Plechanov og Veru Sassulitsch. Engels skrifar míkla grein í „Neue Zeit" (Nýi Tíminn), málgagn þýzka sósíalistaflokksins, i maí 1890, um „Utanríkispólitík rússneska keisaradæm- ins." Hún byrjaði með þessum orðum: „Við, verka- mannaflokkur Vestur-Evrópu, höfum af tveim á- stæðum áhuga á sigri rússneska byltingarflokks- ins." (Hann rekur siðan að með því félli höfuðvígi afturhaldsins i Evrópu og afskipti af byltingarhreyf- ingum yrðu útilokuð). Engels reynist furðu sann- spár. Hann segir seint í grein þessari: „Þann dag sem þetta höfuðvígi lendir i hendur byltingarinnar, missa afturhaldsstjórnir Evrópu síð- asta neista sjálfstrausts og öryggis. Þær verða þá bara að treysta á sjálfar sig og munu brátt sjá muninn. Þær ættu það jafnvel til að láta heri sina ráðast inn i Rússland, til þess að koma keisara- stjórninni aftur á — hvílík kaldhæðni veraldar- sögunnar." Og Engels heldur áfram: „Vegna þessara atriða hefur Vestur-Evrópa yfir- leitt og verkamannaflokkur Vestur-Evrópu sérstak- lega áhuga á, mjög mikinn áhuga á sigri rússneska byitingarflokksins og falli keisaraveldisins. Evrópa rennur með vaxandi hraða niður hjarn i gapandi gjá heimsstyrjaldar, ægilegri og viðtækari en áður hefur þekkzt. Aðeins eitt getur stöðvað þessa óheillaþróun: gerbreyting stjórnkerfisins i Rússlandi. Að sú breyting hlýtur að koma innan nokkurra ára, á þvi er enginn efi. Bara að hún komi nógu snemma áður en það, sem annars er óhjákvæmilegt, gerist." Og þetta er ritað í febrúar 1890, 15 árum fyrir byltinguna 1905, 24 árum fyrir upphaf heimsstríðs- ins fyrra. Engels kemur oft inn á hættuna á heimsstyrjöld og afleiðingum hennar. I greininni „Sósialisminn í Þýzkalandi", ritaðri í október 1891, segir hann eftir að hafa rætt um hag og áhuga sósíalista á því að friður haldist: „Komi samt til styrjaldar, þá er aðeins eitt víst: Þetta strið, þar sem fimmtán til tuttugu milj- ónii vopnaðra manna drepa hvorir aðra og leggja Evrópu i auðn sem aldrei fyrr, — af sliku striði hlýzt annaðhvort sigur sósíalismans eða þá hið gamla skipulag kollsteypist svo i rúst að gamla auðvaldsskipulagið ætti sér ekki viðreisnar von, gæti að vísu skotið þjóðfélagsbyltingunni á frest i tíu til fimmtán ár, en hún myndi þá sigra því fyrr og gerr." Ekki minnka möguleikar byltingarinnar í Rúss- landi, að áliti Engels, er Nikulás annar tekur við af Alexander þriðja. I bréfi til Láru Lafargue, dótt- ur Marx, 12. nóv. 1894, segir hann: „Keisarinn er dauður, lifi keisarinn, — og vissu- lega: veslings betlarinn þarfnast allrar þeirrar uppörvunar, sem franska burgeisastéttin og blöð hennar geta veitt honum með fagnaðarlátum sin- um. Hann er hálfgerður fáviti, andlega og likam- lega vesæll, og þar af leiðir að hann verður leik- soppur í höndum manna, sem innbyrðis kljást um auð og völd með hverskyns vélabrögðum og veikja þannig stjórn hans, — og þessa er þörf til þess að eyðileggja að fullu einveldið rússneska." Og í bréfi til Plechanovs, foringja rússnesku sósíalístana, 8. febrúar 1895 segir Engels eftir að hafa rætt um pólitík Nikulásar Rússakeisara og að hann vonist til þess að sleppa samkvæmt því fornkveðna: Syndaflóðið á eftir okkur: „En það er með syndaflóðið eins og með djöf- ulinn i Faust: Menn djöflinum vara sig aldrei á, og ekki þótt hann sé rétt að ná þeim.* * I ,,Faust" segir Mefistofeles (djöfullinn) þetta við Faust og er hér notuð þýðing Ingvars Jóhannes- sonar. Á þýzku er þetta: Den Teufel spúrt das Völkchen nie, und wenn er sie beim Kragen hatte. 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.