Réttur


Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 2

Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 2
hleruðu um kommúnista og aðra róttæka menn. En þegar uppvíst varð að einn borgaraflokkur Bandaríkjanna tók að hlera hjá öðrum, þá varð úr því þjóðarhneyksli. Það hrelldi ekki samvizku blekktrar Bandaríkjaþjóðar, er uppvíst varð að fjórir forsetar, hver á fætur öðrum, höfðu logið að henni um orsök Vietnam-stríðsins. En forsetastóll Nixons riðaði, er hana tók að gruna að hann hefði vitað um hleranir Republikanaflokksins hjá Demokrataflokkn- um. — En hvað það má vera óþægilegt fyrir Bandaríkjastjórn að geta ekki hótað að varpa sprengjum að sannsöglum bandarískum blöðum og tor- tryggnum Bandaríkjamönnum, — beitt Vietnam-aðferðum heima fyrir! Hitt er rétt að muna að fjarri fer því að rétt sé að skella allri skuldinni af hneykslunum á Nixon einan. Hann er í þessu aðeins táknið fyrir siðspillingu þess ,,gangster“-ríkis, sem Bandaríki Lincolns eru orðin að fyrir yfirdrottn- un auðvalds og afturhalds í því landi, sem eitt sinn var „frelsisins fimbul- storð". Það er rotið þjóðfélag, sem hér á í hlut, maðksmogið af mammons- dýrkuninni, sem álítur allt leyfilegt fyrir auð og völd, ef það bara heppnast. Lýðræðisöfl Bandaríkjanna heyja nú baráttu gegn þessu spillingarvaldi og geta þá hagnýtt sér samkeppni stóru borgaraflokkanna. — Það er Pentagon, CIA og forsetavaldið, sem standa nú afhjúpuð fyrir lygi, morð og svik frammi fyrir heiminum. Og það er þetta samtvinnaða morðvald Bandaríkjanna, sem vissir menn og þlöð og heilir flokkar á íslandi hafa falið ,,vernd“ Islands og flækt land vort og þjóð í þetta þokkalega samfélag slíkra kumpána. Og nú fer þessi Bandaríkastjórn þrátt að semja við Island. Hún mun treysta á að eiga hér hundflöt Morgunblöð og þæga Natoþjóna, til að berjast fyrir málstað hennar og láta ekkert Vietnam og Watergate á sig fá. — En hún á máske eftir að sjá að þegar hvert Suður-Ameríku-ríkið af öðru hristir af sér fjötra bandarísks auðvalds, þá muni íslendingar, minnugir sex alda nýlendu- kúgunar, eigi verða eftirbátar annarra í að losa sig úr læðingi amerísks her- valds. ★ o * ,,Réttur“ ræðir að þessu sinni herstöðvamálið, dollarakreppuna og fleiri þætti heimsvaldastefnunnar. Ennfremur ýmislegt fróðlegt viðvíkjandi marx- ismanum. ,,Rétti“ er mikil þörf á aukinni útbreiðslu. Vaxandi áhugi á marxismanum og nauðsyn þess að aðlaga hann að íslenzkum staðháttum og þróunarstigi gerir ,,Rétt“ að tímariti, sem allir áhugamenn um marxisma og alþýðubaráttu þurfa að lesa og eiga. Hann er sósíalistískri verklýðshreyfingu Islands ómissandi vopnabúr. Aflið honum áskrifenda. Innheimt verður nú á ný með póstkröfum utan Reykjavíkur. Munið að ,,Rétt- ur" á það undir skilvísi áskrifenda sinna að geta komið út og farið batnandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.