Réttur


Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 75

Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 75
hefur hinn vinnandi fjöldi Reykjavíkur sýnt afl samtakanna. Sú kynslóð, er í dag gengur 1. maí-göngu, býr við gjörólík lífsskilyrði á við frumherjana fyrir 50 árum. Lífskjörin hafa gjörbreytzt, mannréttindi hafa verið aukin, menntunar- möguleikar margfaldaðir og húsakostitr tekið stakkaskiptum. Sterkasta aflið til þess að knýja fram þessi breyttu lífskör hefur verið barátta verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar. Einstaka sigra mætti nefna: • Afnám svívirðingar fátœkralaganna, • samningsbundin vinnuvika stytt um þriðj- ung, • orlofi komið á og er nú 4 vikur, • félagslegt öryggi sett með almannatrygg- ingum og lifeyrissjóðum. En það hafa ekki eingöngu verið sigrar, hörð varnarbarátta gegn atvinnuleysi og kjararýrnun hefur einnig verið háð. En þegar við nú fylkjum liði á þessum fimmtugasta reykvíska 1. maí kröfugöngudegi, gengur reykvísk verkalýðshreyfing fram, voldug og sterk, og minnug þess, að hún hefur verið dýrasta eign hvers alþýðuheimilis. En þótt við getum verið stolt yfir að hafa gjörbreytt kjörum og réttindum alþýðufólks, skulum við hafa í huga, að verkefnin bíða mörg og ströng, og hlutverk verkalýðshreyf- ingar hlýtur ávallt að vera barátta. I hálfa öld hefur íslenzkur verkalýður þann 1. maí fylkt liði með alþýðu um allan heim og lýst samhug sínum með stéttar- bræðrum í viðureign við peningavald og stór- veldis- og hernaðarstefnu. 1. maí í ár eru það ekki fáein hundruð liðs- manna, sem skipa sér undir baráttukröfur dagsins, heldur þúsundir vinnandi manna. Fyrir ári var I. maí helgaður baráttunni fyrir 50 mílna landhelgi. Enn heitir íslenzkur verkalýður á stéttarbræður sína um allan heim að styðja Islendinga í viðureigninni við brezkt og vestur-þýzkt útgerðarauðvald. Tilverurétt- ur íslenzku þjóðarinnar byggist á algerum yfirráðum yfir auðlindum hafsins — í barátt- unni fyrir 50 mílna landhelgi ætlum við að sigra. Við krefjumst þess, að landhelgin verði varin af einurð og festu. Reykvísk alþýða mun eigi líða það að hvikað verði frá mark- aðri stefnu, né að erlendur dómstóll dæmi um líf vort og frelsi. Brezku ofbeldi og árás- um verðum við að svara með öflugri þjóð- areiningu, og því meira sem ofbeldið er, þeim mun fastar skulum við standa á rétti okkar. í dag, 1. maí, ítrekar reykvískur verka- lýður, að hann líður ekki skerðingu á núgild- andi káupmætti launa. Hann krefst þess, að tekizt verði á við verðbólguvandann og að sjónarmið einkagróðans víki fyrir þjóðarhag, þannig að skipulag og hagsýni verði ríkjandi í atvinnurekstrinum. Hefjum sókn fyrir auknu öryggi og heilnæmi á vinnustöðum, og vinnum að því að gera 40 stunda vinnuviku að raunveruleika. Verkafólk krefst þess, að skattalögunum verði breytt og þau gerð rétt- látari. Að skattar á þurftarlaunum verði lækk- aðir, en skattaeftirlit hert. Verkalýðssamtökin krefjast þess, að komið verði á kauptryggingu láglaunafólks. Kauptrygging verkafólks í fiskiðnaði er brýnt dagskrármál. Þau taka undir þá kröfu, að þegar í stað verði afnumið aflóga meistarakerfi. Á alþjóðadegi verkalýðsins skipar reykvísk- ur verkalýður sér við hlið alþýðu þriðja heimsins og lýsir fullum smðningi við þjóð- frelsisbaráttu hennar gegn nýlendukúgun, arðráni og kynþáttamisrétti, um leið og hún hvetur íslenzku þjóðina til að vinna að friði í heiminum, upplausn hernaðarbandalaga og gegn herstöðvum stórvelda í öðrum löndum. 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.