Réttur


Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 31

Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 31
Andreas Papandreou Valdaránið Grikklandi [Andreas Papandreou var ráðherra í þeirri stjórn Grikklands, sem herforingj- arnir steyptu með samsæri 1967. Hann er nú leiðtogi grískrar frelsishreyfingar (PAK), en vinnur sem prófessor í hag- fræði við York-háskólann í Toronto. Hann flutti fyrirlestur um yfirtöku Bandaríkj- anna við Stanford háskólann í febrúar 1972 og birtist hér útdráttur eða endur- sögn byggð á því erindi, mjög mikið stytt. Erindið birtist í ameríska tímaritinu ,,Monthly Review".] Hið kalda stríð, afskipd Bandaríkjanna af öðrum ríkjum hvar sem er í heiminum, byrja í Grikklandi 1947 og síðan í Tyrklandi. Truman-stjórnin hóf íhlutunina í Grikk- landi, þegar Bretland bað hana um að taka við af sér sem verndarríki Grikklands. Þessi íhlutun Bandaríkjanna var gagnbylt- ingarsinnuð í eðli sínu. Hver urðu örlög Grikklands í kalda stríð- inu? Vinstri öfl Grikklands töpuðu í borg- arastyrjöldinni. Gríska ríkisstjórnin vann sig- ur með mikilli amerískri aðstoð 1949. Full- trúar Bandaríkjanna voru: Van Fleet hers- höfðingi, sem fékk æfingu sína í Grikklandi áður en hann fór til Kóreu, og Paul Porter hagfræðingur. Þessir tveir menn stjórnuðu Grikklandi. Bandaríkjamenn gagnsýrðu gríska ríkið á- hrifavaldi sínu. Gríski herinn varð í raun og veru hluti af ameríska hernum. Pentagon (bandaríska hermálaráðuneytið) hafði eftirlit með öllu sem gerðist. Tæki þess voru hern- aðarsendinefndin og „herráð" konungs. Þá var gríska „upplýsinga"-kerfið skipu- lagt af CIA (bandaríska njósnakerfið). Þegar ég varð ráðherra, var ég svo óheppinn að „upplýsinga"-þjónustan heyrði undir mig. Ég man að ég bað hershöfðingjann, sem við höfðum sett yfir þessa stofnun að láta stöðva hlustanir á símum okkar. Eg hélt að það væri þó að minnsta kosti hægt. Nokkru síðar kom hann og sagði mér að það væri ekki hægt og skýrði fyrir mér að því gríska CIA — eins og það var kallað í Grikklanaí — væri bæði stjórnað og borgað — ekki eftir fjárlögum Grikklands, heldur beint af ame- ríska CIA. I lok sjötta áratugsins var gríska ríkið ekkert nema amerískt fylgiríki. Grikkland var orðið gott til fjárfestingar. Og fjárfest- ingin kom þar sem Tom Pappas var, en 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.