Réttur


Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 64

Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 64
PANAMA Oryggisráðið hélt fimm daga fund í Panama og Bandaríkin fengu að kenna á því hve einangruð og hötuð þau eru orðin í Suður-Ameríku fyrir arðráns- og yfirgangs- stefnu sína. Raúl Rosa, fulltrúi Kúbu, dróg þau sundur í logandi háði. Bandaríkjafull- trúinn John Scali varð æfareiður, en for- setinn, Panamamaður, brosti og áheyrendur klöppuðu fyrir óförum Bandaríkjanna. Or- yggisráðið samþykkti ályktun sem kvað á um yfirráð Panama yfir Panamaskurðinum — og Bandaríkin beittu neitunarvaldi til að hindra löglega samþykkt. Það var 1903 að Bandaríkjastjórn skipu- lagði uppreisn í Panama, sem þá var hluti úr Kolumbíuríki, viðurkenndi leppstjórn, er sett var á laggirnar, og samdi síðan við hana „óuppsegjanlegan samning" (eins og við- reisnarstjórnin gerði við Breta 1961) um yfirráð Bandaríkjanna yfir landræmu beggja megin við Panamaskurðinn, sem franskt fyr- irtæki hafði byrjað á og gefizt upp við, en Bandaríkin fullgerðu (16 kílómetra á breidd, 80 km. á lengd). Áratugum saman var Panamastjórn þæg leppstjórn Bandaríkjanna og fylgdi þeim í einu og öllu í Sameinuðu þjóðunum, svipað og viðreisnarstjórnin á Islandi. Bandaríkin höfðu 13000 hermenn við skurðinn og alls voru þar 30000 Bandaríkjamenn, er lifðu þar sældarlífi handan voldugra girðinga, er að- skildu þá frá bláfátækum Panamabúum hinu megin girðinganna. En 1968 varð hér gerbreyting á. Þjóðern- issinnuð herforingjastjórn komst til valda undir forustu Omar Torrijos Herrera og rak leppstjórn hinna ríku kaupsýslumanna frá völdum. Bandaríkjastjórn tók að óttast um yfirráð sín. Og á fundi öryggisráðsins sýndi það sig að hún var komin í vonlausan minni- hluta og ekkert nema ofbeldið, — herinn í herstöð Panamaskurðarins, — tryggir vald hennar þar. Það ríki, er hún skóp sjálf sem leppríki sitt fyrir 70 árum, hefur nú risið upp og tekið sér sjálfstæði og heimtað aftur til sín þann hluta úr sínu landi, sem Banda- ríkjastjórn hafði sölsað undir sig á tímum niðurlægingarinnar. Þeim fjölgar í sífellu ríkjum Ameríku, er rísa upp gegn yfirdrottnun Bandaríkjanna: Kúba, Chile, Peru, Mexíco, Panama, Ecuador — svo nokkur séu nefnd. Marxistaflokkur Panama heitir „Alþýðu- flokkur" og var stofnaður 1930. Hann styður baráttu ríkisstjórnarinnar gegn yfirdrottnun Bandaríkjanna. Við kosningar 6. ágúst s.l. fengu frambjóðendur hans 70.000 atkvæði eða um 14% atkvæðanna. Hann beitir sér fyrir samstarfi verkamanna og bænda til lausnar á jx-im vandamálum fátæktar og kúgunar amerísks auðvalds, sem þjáir Panama. Sjálfstæðisbarátta þjóða rómönsku Ame- ríku á eftir að magnast og sýna Bandaríkja- valdinu í tvo heimana, — þótt Morgunblað Ihaldsins á Islandi lúti því og tigni í auð- mýkt. NIXON OG V-EVRÓPA Þegar vald Bandaríkjanna tók að bila og öllum heimi varð ljóst hver takmörk ofbeldi „stóriðju- og hernaðarklíkunnar'' soru sett, þótti Bandaríkjastjórn, sem áður var alræmd fyrir ofstæki, hentugt að gerast raunsæ. Hún reyndi að blekkja hrokafulla Bandaríkja- menn með því að hylja undanhald og upp- gjöf í Vietnam í rykskýi logandi sprengna. 128
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.