Réttur


Réttur - 01.04.1973, Side 35

Réttur - 01.04.1973, Side 35
stóra stjórnarskrárnefnd var skipuð á fyrstu dög- um lýðveldisins að nú skyldi mannréttindakaflinn alveg sérstaklega tekinn til endurskoðunar. Þannig var t.d. lýst yfir í stjórnarsáttmála fyrstu fikisstjórnar, er mynduð var eftir stofnun lýðveld- isins, nýsköpunarstjórnarinnar, eftirfarandi ákvörð- un: ..Loks hefur ríkisstjórnin ákveðið, að hafin verði Þegar i stað endurskoðun stjórnarskrárinnar með það fyrir augum, að sett verði ótvíræð ákvæði um réttindi allra þegna þjóðfélagsins til atvinnu eða þess framfæris, sem tryggingalöggjöfin ákveð- ur, félagslegs öryggis, almennrar menntunar og jafns kosningaréttar." Það tókst ekki að gera þessa hluti meðan ný- sköpunarstjórnin sat að völdum og síðan tók við hver afturhaldsstjórnin annarri verri. Stjórnarskrár- nefndin tórði og er frammí sótti má segja að gott hafi verið að ekkert varð úr starfi hennar. Allt strandaði þar á deilu um kosningarétt og kjör- dæmaskipan. Það sýndi sig sem sé fljótt er komið var fram á síðari helming aldarinnar að aðaláhugamál þeirra tveggja flokka, sem þá réðu mestu og mynduðu sína alræmdu „helmingaskipta- stjórn" á árunum 1950—56, Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokksins, var að breyta kjördæmaskipulag- inu þannig I afturhaldsátt að einvörðungu yrðu ein- menningskjördæmi í landinu. M.a. ræddu þeir flokkar lengi um hvort heldur skyldu vera 17 eða 21 einmenningskjördæmi í Reykjavík. Tilgangurinnn hjá þessum flokkahjúum var þá, að skipta lika þingsætum milli sín til helminga, en kveða niður áhrif verkalýðs og verklýðsflokka. Viðleitni okkar fulltrúa verkalýðsins í þeirri nefnd hlaut þvi fyrst og fremst að vera sú að hindra að verkalýðurinn yrði sviptur þeim dýrmætu mannréttindum jafns kosningaréttar og hlutfallskosninga, sem hann hafði knúið fram með aldarfjórðungs baráttu sinni og fleiri framsækinna afla. Og það tókst. — Og fyrst afturhaldinu ekki tókst að fremja gerræði þetta, þá hafði það engan áhuga á öðru. Það er því vissulega tími til kominn að endur- skoða ,,mannréttinda“-ákvæði hinnar konunglegu stjórnarskrár frá 1874 og láta eigi alla öldina frá því hún var „gefin" liða svo að lýðurinn sjálfur hafi ekki ákveðið að taka sér þann rétt, er hann á, og festa hann í raunverulegri mannréttindaskrá, sem hin nýja stjórnarskrá yrði, er alþýðan gæfi sjálfri sér i afmælisgjöf. Hvaða atriði eru það fyrst og fremst sem breyta ætti. Skal nú gerð i stuttu máli grein fyrir þeim og þess getið um leið að mjög er stuðzt við stjórnarskrárfrumvarp, er við Ragnar Arnalds flutt- um á Alþingi 1965 og 1966 og þeir Ragnar og Magnús Kjartansson 1967, svo og breytingartillögu er við Hannibal Valdimarsson fluttum fyr. RÉTTURINN TIL ATVINNU Skýlaus ákvæði um skyldu þjóðfélagsins til að tryggja hverjum vinnufærum manni atvinnu og þeim, sem fatlaðir eru, vinnu við þeirra hæfi, eru óhjá- kvæmileg í stjórnarskrá. Slíka kröfu verðjr að gera til hvers menningarþjóðfélags að það tryggi þannig undirstöðuna að velferð þegna sinna. Þessa skyldu verður að leggja á herðar rikisins. Er það siðan löggjafans að ákveða á hverjum tíma hvernig það rækir þá skyldu, með hvaða aðgerðum, laga- boðum og öðrum ráðstöfunum. Bæta mætti á- kvæði er að þessu lýtur aftan við núverandi 69. gr„ er fjallar um atvinnufrelsi og gæti t.d. hljóðað svo: „Hver maður á rétt á atvinnu. Það er skylda rík- isins að tryggja öllum fulla atvinnu. Með lögum skal skipa um öryggi manna við vinnu, hæfilegan vinnu- tíma og ráðstafanir gegn ofþjökun. Nú er atvinnuleysi cða verkamenn útilokaðir frá vinnu af atvinnurekendum og skulu menn þá eiga rétt til greiðslu úr atvinnuleysistryggingasjóði, sem er eign verklýðsfélaga, en greiðslur til hans skulu koma frá atvinnurekendum, sveitarfélögum og rikinu samkvæmt nánari fyrirmælum í lögum. Greiðslur til atvinnulausra mega aldrei vera undir % af daglaunum verkamanna." Það er nauðsynlegt að festa i stjórnarskrá eign- arrétt verklýðsfélaganna á atvinnuleysistrygginga- sjóði. Ella gæti afturhaldsstjórn stolið þeim sjóði, svo sem áður hafa af slikum stjórnum verið til- burðir til að stela heilum fyrirtækjum, svo sem áburðarverksmiðjunni úr eigu rikisins. Eins er rétt að verkamenn fái styrk úr atvinnuleysistrygginga- sjóði, ef atvinnurekendur setja verkbann á þá. Það verður að skoða slíkt verkbann sem hvert annað félagslegt böl, sem þjóðfélaginu ber skylda til að bæta, ef það viðheldur sliku einræði i atvinnu- lífi að einstakir svokallaðir eigendur fyrirtækja geti hindrað verkamenn í að vinna og svipt þjóð- félagið ávöxtum af vinnu þerra. Atvinnuleysistrygg- 99

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.