Réttur


Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 66

Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 66
hafa þá voðabók „Kommúnistaávarpið" í fórum sínum og sá embættismaður, sem rannsakaði mál hans, fyrirskipaði og hand- töku þeirra vondu manna Marx og Engels, er skrifað hefðu slíka bók! Tim Buck var ræðumaður með afbrigðum og gæddur fádæma minni, glaður og fullur af glensi og ætíð ánægjulegt að hitta hann. Ég held hann hafi þekkt flesta Islendingana, sem í flokknum eru, og sagði hann mér síð- ast, er við hittumst, mikið frá heimsókn sinni til Páls Bjarnasonar í Vancouver og frá so.a- um hans og dætrum, sem öll eru mjög virk í samtökum kommúnista vestur þar. Hann var mjög afkastámikill rithöfundur. 1952 reit hann bókina „Thirty years 1922—52” (Þrjátíu ár 1922—52, Saga kommúnista- hreyfingarinnar í Kanada) og mun á síðustu árum ævinnar hafa verið að skrifa sögu flokksins og endurminningar sínar. Af nýrri bókum hans má nefna „Canada and the Russian Revolution" (19-57) um áhrif rúss- nesku byltingarinnar á stjórnmál í Kanada, — og „Lenin and Canada" (1970) um áhrif Leníns og rita hans á þróun verklýðshreyf- ingárinnar í Kanada. E. O. FRAKKLAND Samfylking franskra kommúnista og sósí- aldemókrata vann góðan sigur í frönsku kosningunum, þótt hann sökum rangláts kjördæmaskipulags dygði ekki til að fá meiri- hluta. Gaullistar, sem áður höfðu hreinan meirihluta í þinginu, féllu úr 43,61% niður í 35% atkvæða. Kommúnistaflokkur Frakklands fékk 5.026.000 atkvæði eða 21.29%. (Vinningur frá kosningunum 1968, en ofurlítið minna en 1957). 1956 hafði flokkurinn næsmm 26% allra atkvæða. Sósíalistaflokkurinn fékk nú 19% at- kvæða, en hafði 1968 16,5% (1967: 18,9%). — Lítill vinstriflokkur PSU fékk nú 4,1% í París, en hafði 1968 7,5. „Yztu vinstri", þarmeð taldir trotskistar, fengu 3,34%. Gaullistar töpuðu um 100 þingsætum. Samfylking sósíalistisku flokkanna fékk um 11 miljónir atkvæða og tvöfaldaði þing- mannátölu sína. Nú sitja 73 kommúnistar í franska þinginu. ORKUÞÖRF OG OLÍUVERÐHÆKKUN Fyrir sex árum reyndi viðreisnarstjórnin að telja Islendingum trú um að við þyrftum að flýta okkur að selja erlendum auðfélög- um fossorku vora ódýrt, því atómorkan væri á næsta leiti hræódýr og yfirfljótandi. Því var alumínhringnum selt íslenzkt rafmagn undir framleiðsluverði til 45 ára. Islenzkir sósíalistar mótmæltu þsssu. I Rétti 1971 var sagt um þetta eftirfarandi í sambandi við kosningarnar: „Þess var jafn- vel ekki svifizt að reyna að telja þjóðinni trú um að ef hún fórnaði ekki fossum sínum tafarlaust erlendu gróðavaldi yrðu þeir verð- lausir og gagnslausir sakir ódýrrar atomorku á nœsta áratug, — sem allt er blekking tóm.” (bls. 130). Verðhækkun á orku kemur nú fyrst og fremst fram í gífurlegri verðhækkun á olíu og það breytir um leið vissum valdahlut- föllum í heiminum, einkum aðstöðu olíu- ríkra Arabalanda gagnvart Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. 130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.