Réttur


Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 55

Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 55
kvæmdastjóri þessarar samfylkingar er Betty Sinclair, ritari verkamannaráðsins í Belfast og framámaður i Kommúnistaflokki Irlands. CRA samtökin krefjast almennra leynilegra kosn- inga og afnáms á skilyrði um eign til kosningarétt- ar, sem hingað til hefur tryggt unionistum stjórn- artaumana, jafnan rétt til atvinnu, húsnæðis o. s. frv., afnám undantekningarlaganna (Special Power Act), ,,B Special" lögreglu og annarra kúgunar- tækja. Undirtektir undir þessar kröfur voru langt um- fram það sem forgöngumenn CRA höfðu gert sér vonir um. Kúgaðir kaþólíkar voru reiðubúnir til átaka, breyttu byggðasvæðum og bæjarhverfum í ,,eyjar" og varnarvirki, neituðu að greiða leigu- afgjöld og vexti og fylktu liði til fjöldagöngu á götum úti. Fólkið vopnaðist til andstöðu gegn kúg- un og ofbeldi unionista og hægrisinnaðra ofbeldis- manna, svo sem William Craig og lan Paisley. Báðir armar IRA hófu aðgerðir. Koma fjölmenns brezks herliðs varð til þess að skerpa andstæðurnar og fjölga hermdarverkum, svo sem við mátti búast. Nýlenduþjóðir Breta í Afríku þekkja af raun alltof vel komu slíkra herja sem að nafninu til eru sendir til að ,,koma á röð og reglu", en auka aðeins andstæðurnar, leiða af sér blóðböð, ólgu og óeirðir. Brezkur her hóf skot- hríð á göngu andunionista í Derry 30. janúar 1972 og margir óvopnaðir létu lífið — einn átak- anlegasti en ekki eini atþurðurinn. Sprengingar, götubardagar og ofbeldi hefur verið daglegt brauð fólksins i Belfast og viðar á Norðurírlandi síðan brezkar hersveitir komu þangað. Stormont þingið hefur verið leyst upp og Bretar hafa komið á „beinum yfirráðum" með William Whitelew sem stjórnanda til að fást við ástandið. En blóðugt ofbeldi heldur áfram og andspyrnan hættir ekki meðan demokratar eru fangelsaðir og ógnarstjórn Breta er í fullum gangi. öfgasinnaðir hægrimenn vopnast opinskátt og hóta stjórnarbylt- ingu í anda lan Smith. Alda gremju og fordæm- ingar fer vaxandi sunnan landamæranna. Irland er á hraðri leið til borgarastyrjaldar. Kommúnistafl. Irlands (sem er eini stjórnmála- flokkurinn bæði sunnan og norban landamæranna), Irski lýðveldisherinn (IRA) og önnur demókratisk samtök krefjast þess að hætt verði fangelsunum og aðgerðum brezka hersins; að minnihlutanum á Norðurírlandi verði tryggt jafnrétti; einingar irsku verkalýðshreyfingarinnar. Án efa mundi þetta duga langleiðina til að draga úr núverandi kreppuástandi, en það er augljóst að enga langframa lausn er að finna innan þess ramma sem þvingað var upp á þjóðina fyrir fimmtíu árum. Það getur ekki orðið varanlegur friður og framfarir í litlu landi sem hlutað hefur verið í tvennt og annar parturinn hersetinn og stjórnað af erlendu ríkisvaldi. Eins og stendur er ekki raunhæft að tala um að sameina þessi sex greifadæmi Irska lýðveldinu undir núverandi stjórn þess. Ekkert er fjarlægara vilja lýðveldisstjórnarinnar undir forustu Jack Lynch og Finn Fail flokksins en árekstrar við Brezka konungsrikið, þeir liggja flatir fyrir brezku íhalds- stjórninni. I kjölfar handtöku lýðveldisleiðtogans Sean Mac- Steofain kom ómannúðleg og ólýðræðisleg löggjöf sem einn leiðtogi andstöðunnar lýsti ágætlega með þeim orðum, að hún væri af þeirri gerð sem aðeins hefði mátt vænta i Suður-Afriku. (Áður hafði hann skýrt frá því, hvernig hann og flokkur hans hafði lúffað og snúið við blaðinu til fylgis við tillöguna!) Það er því ekki hægt að leita til núverandi leið- toga á Dail (þinginu) í Dublin um stuðning við baráttuandann frá 1916. Þeir vilja allt til vinna að tryggja yfirráð auðvaldsins og velja þann kost að gleyma og grafa þá minningu. En framfarasinnuð og þjóðleg öfl um allt Irland skynja æ þetur að viðfangsefnið er samírskt og hugsjón Connollys verður að bera það uppi. I hetjulegri baráttu langhrjáðrar þjóðar eiga Irar að leita samúðar og stuðnings allra andheimsvalda- sinnaðra afla um allar jarðir, og þeir eru vissuliega stuðningsins verðir. Heimildir: Réttur 1967. Grein um Connolly á bls 197—98 og talin upp rit hans. Marx Engels: Ireland and the Lrish Question. Lawrence and Wishard. 1971. 518. bls. Desmond Greaves: The life and time of James Connolly. Lawrence and Wishard 1972 (222 síður). Beresford Ellis: A history of the Irish Working Class. V. Gollencz. 1972. 352 síður. I. A. Jackson: Ireland her own. Lawrence and Wishard. 1971. 513. siður. (Saga írsku frelsisbar- áttunnar frá upphafi). 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.