Réttur


Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 15

Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 15
er þjóðsagnapersóna eins og hún Grýla okk- ar hin, sem reið fyrir ofan garð og hafði á sér hala fimmtán. Og skiljanlega er vanda- verk að festa hendur á þjóðsagnapersónum. Sé aðferðum þjóðháttafræðinnar beitt til að grafast fyrir um uppruna og hlutverk svona fyrirbæris, þá verður í fyrsta lagi greinilegt, að Rússagrýlan hefur verið notuð sem einskonar barnafæla líkt og nafna hennar til þess að við værum þæg og góð börn, þæg og góð við yfir- völd okkar. I öðru lagi sjáum við hana aldrei sjálf, en við heyrum mikið látið af fyrirgangi hennar í fjarlægum löndum, rétt eins og sú gamla íslenzka sást helzt í öðrum byggðar- lögum. Nú er munurinn hinsvegar sá, að við vit- um ekki til þess með vissu, að okkar Grýla hafi nokkru sinni sézt eða verið til í alvöru. A hinn bóginn vitum við, að Rússar hafa látið illum látum á vissum takmörkuðum bletti jarðarinnar, nefnilega hér í A.-Evrópu. En hversvegna hafa þeir haldið sig á þessu tiltölulega litla svæði, ef þeir eru svona út- þenslusamir, en ekki ólmazt inn í þau mörgu hernaðarlega veiku lönd, sem liggja um- hverfis hin víðlendu Sovétríki og hafa þó ekki verið í neinu hernaðarbandalagi við Bandaríkin? Sem dæmi skulu nefnd Ind- land, Afganistan, Irak, Júgóslavía og Aust- urríki. Og hversvegna réðst Rauði herinn ekki inn í Vestur-Evrópu á árunum 1945— 1949, meðan ekkert NATO var til og hann „réð yfir 4 milj. manna gráum fyrir járn- um", en Vesturveldin höfðu fækkað her- mönnum sínum í 800 þúsund? svo vitnað sé í nýútkominn bækling Sjálfstæðisflokksins um öryggismál Islands. (Bls. 4). Astæðan er ofureinföld. Það hefur alltaf verið lygi, að árás frá Sovétríkjunum væri yfirvofandi. I lok stríðsins, einkum á ráð- stefnunni í Jalta í febrúar 1945, komu stór- veldin sér saman um skiptingu Evrópu í áhrifasvæði. Aðrir heimshlutar voru að mestu látnir eiga sig, eins og verið höfðu fyrir stríð, mas. fengu Frakkar aftur Indókína, sem þeir voru búnir að missa úr höndum sér til íbú- anna sjálfra, og þar er að leita rótanna að flestum hörmungum Víetnáma síðustu ára- tugi. Sovétríkin fengu semsé úthlutað ákveðið áhrifasvæði, pg út fyrir þau mörk hafa þau aldrei hreyft sig. Td. lét Stalín það óátalið, að vinstri öflin í Grikklandi væru brotin á bak aftur með erlendum herstyrk skömmu eftir stríðið — áður en nokkurt NATO var til. Þetta var ekki að ástæðulausu. I fyrsta lagi höfðu Sovétríkin og hafa átt meira en nóg með sig og sitt svæði. Sagt hef- ur verið, að hernaðarlegur vanmáttur Sov- étríkjanna hafi verið bezt varðveitta hernað- arleyndarmál eftirstríðsáranna. Það er ósköp auðvelt að sjá þetta í hendi sér núna. Þeir misstu um 20 milljónir manna í styrjöldinni, flest karlmenn á aldrinum milli tvítugs og fimmtugs. Landbúnaður og iðnaður voru að verulegu leyti starfræktir af konum, börnum og gamalmennum fyrstu árin eftir stríðslok. Þegar við bætist, hvílíkur grúi fullhraustra manna starfaði við skriffinnsku og persónu- njósnir leynilögreglunnar, þá er auðsætt, að þetta sundurflakandi ríki var ekki til stórræð- anna. En það kom sér vel fyrir stjórnina í Kreml að geta dulið veikleika sinn að nokkru, svo að síður yrði á þá ráðizt. I öðru lagi, og þetta er aðalatriði, þá var þarna um að ræða samninga milli stórvelda. Og ráðamenn í Kreml hafa aldrei viljað ganga á gerða samninga við Bandaríkin né önnur stórveldi, þótt þeir hiki ekki við að rjúfa gerðir við smáríki á eigin áhrifasvæði eins og Tékkóslóvakíu. Þannig stóðu þeir við allar skuldbindingar gagnvart Þýzkalandi nazismans, enda mun Adolf Hitler hafa ver- 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.