Réttur


Réttur - 01.04.1973, Síða 74

Réttur - 01.04.1973, Síða 74
23 þýzkir og 6 brezkir veiðiþjófar inn á frið- aða svæðið á Selvogsbanka, en þetta svæði er lokað Islendingum sem öðrum veiðimönnum. A sama tíma og þetta gerist eiga að hefjast í Reykjavík viðræður við Vestur-Þjóðverja um landhelgismálið. Islenzka viðræðunefndin neitar að setjast að viðræðum nema Þjóðverj- arnir hypji sig út. Þeir láta sér segjast og Bretarnir snauta á eftir. Jakob Jakobsson fiskifræðingur bendir á í opnu bréfi til ritstjóra „Ægis" að samkvæmt skýrslu Norður-Atlanzhafsfiskveiðinefndar- innar sé þorskstofninn við Island ekki aðeins fullnýttur heldur beinlínis ofveiddur. Það kemur í ljós í þessum mánuði að þúsundir lítra af olíu hafa runnið í jörð nið- ur frá herstöðinni í Keflavík og mengað vatnsból Suðurnesjamanna. 11. apríl: Samþykkt sem lög frá alþingi frumvarp um jafnlaunaráð. Svava Jakobs- dóttir flutti frumvarp þetta í upphafi en það gerir ráð fyrir að jafnlaunaráð fjalli um launamismun og að óheimilt sé atvinnurek- anda að mismuna starfsfólki eftir kynferði. Lögin um jafnlaunaráð eru merkur áfangi í jafnréttismálum. 12. apríl: 18 íslenzkir skipstjórar senda frá sér harðorð mótmæli vegna yfirgangs Breta í landhelginni. 13. apríl: Fyrsti íslenzki togarinn selur afla sinn í Belgíu. Lúðvík Jósepsson segir að Islendingar geti vel verið án þess að landa í Vestur-Þýzkalandi þar sem Belgir taka okk- ar fiski vel. Þennan dag tekur Adda Bára Sigfúsdóttir fyrstu skóflustunguna fyrir hæli handa drykkjusjúkum á Vífilsstöðum. Um páskana kemur til grófustu ofbeldis- verka veiðiþjófanna í íslenzkri landhelgi til þessa. Þeir reyna að keyra niður næstminnsta varðskipið, Árvakur, og reyna að rífa veiðar- færin frá íslenzku togurunum! Islenzku varð- skipin klippa á togvíra nokkurra brezkra tog- ara. 27. apríl: Stjórn Seðlabankans og ríkis- stjórnin taka ákvörðun um að hækka gengi íslenzku krónunnar um 6%. Gengi krónunn- ar hefur ekki áður verið hækkað nema einu sinni. Jafnframt ákveður bankastjórn Seðla- bankans að hækka vexti um 2—396. Ríkis- stjórnin gefur síðar (30. apríl) út bráða- birgðalög sem gera ráð fyrir 2% allsherjar- verðlækkun. Þessar aðgerðir vekja ánægju manna um allt land. Þær eru enda fyrsta þýðingarmikla skrefið til þess að draga úr verðbólguþróun í landinu. 1. MAÍ 1. maí 1973 fylkti reykvísk alþýða liði undir aðalkjörorðinu „Maðurinn í öndvegi". Samstaða varð um hátíðahöldin að þessu sinni innan fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík. „Rauð verklýðseining" efndi og til kröfugöngu og útifundar í Reykjavík þennan dag með allmikilli þátttöku. Á Akureyri var efnt til kröfugöngu 1. maí í ár — og hefur slíkt ekki gerzt í átta ár. Ávarp fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík var róttækt og eindregið og birtir Réttur ávarpið hér á eftir í heild sinni: „Reykvísk alþýða fylkir liði í dag, 1. maí í fimmtugásta sinn. I hálfa öld hefur verkalýður höfuðborgarinnar safnazt saman undir rauðum fánum, borið fram kröfur hins vinnandi manns um félagslegt réttlæti, for- dæmt kúgun og misrétti í heiminum, en hvatt til sköpunar þjóðfélags, þar sem jöfnuður, manngildi og frelsi skipi öndvegi. 1. maí hefur verið virkur baráttudagur. Á þessum alþjóðlega baráttudegi verkalýðsins 138

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.