Réttur


Réttur - 01.04.1985, Síða 10

Réttur - 01.04.1985, Síða 10
PÁLL BERGÞÓRSSON: Kj arnorkuvetur Sólskin gæti orðið einn hundraðshluti af meðallagi eða minna og lofthiti gæti orðið 20-40 stigum lægri en í meðallagi, og þetta ástand gæti staöið svo vikum eða mánuðum skipti, ef kjarnorkustríð verður að veruleika. Vísindamenn um all- an heim eru nú orðnir nokkurn veginn sammála um þessa skoöun. Það var á ráðstefnu í Washington D.C. 31. október og 1. nóvember 1983, sem þessar niðurstöður voru fyrst gerðar heyrum kunnar almenningi. Þarna voru saman komnir meira en 500 vísindamenn frá Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Bretlandi, Kanada, Vestur-Þýskalandi og tylft annarra ríkja. Allar síðari rann- sóknir hafa staðfest, að þær niðurstöður séu í öllum meginatriðum sennilegar, þó að í fyrstu væri reynt að gera þær tortryggilegar af þeim, sem töldu, að með þessu væri að hagsmunum sínum vegið. Aðalástæðan: reykur og ryk í svonefndu 5000 megatonna stríði væri „aðeins" notaður þriðjungur af þeim kjarnorkusprengjum, sem nú eru til. En þetta stríð gæti þyrlað 1000 miljónum tonna af ryki upp í lægri og hærri loftlög, og 200-250 miljónum tonna af reyk, vegna brunninna skóga og borga. Af þessu yrði þykkur mökkur, sem hleypti ekki nema hundraðasta hluta af venju- legu sólskini til yfirborðs jarðar. Mökkur- inn mundi hins vegar ekki standa mikið í vegi hitageislunar frá jörðunni út í geim- inn. Afleiðingin yrði 20-40 stiga kæling á meginlöndum, þar á meðal í mestu korn- ræktarhéruðum heims. Til samanburðar má geta þess, að eins stigs hitalækkun mundi útrýma kornrækt í Kanada, eftir því sem þarlendir sérfræðingar telja. 74

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.