Réttur


Réttur - 01.04.1985, Side 18

Réttur - 01.04.1985, Side 18
Frá baráttufundi HÍK að Sögu. Lengst til hægri formaður félagsins, Kristján Thorlacius. Við hlið hans gestir frá norrænum kennarafélögum. öllum greiðfært um öngstræti og breið- götur mannlífsins. Pekkingin töldu menn einnig yrði sjálfkrafa frelsandi, þ.e. hún drægi úr stéttaskiptingu og jafnaði alla aðstöðu manna, Iíkt og Stephan G. virð- ist hafa hugsað sér í Kveldi: Jú, þannig að menningin út á við eykst, hver öld þó að beri hana skammt — hún dýpkar ei, hækkar ei, lengir þó leið sem langdegis sólskinið jafnt. En augnabliks vísirinn, ævin manns stutt, veit ekkert um muninn þann samt. Samkvæmt þessari hugmyndafræði var skilgreinanlegur sá þekkingarforði sem hver einstaklingur þyrfti á að halda. Að sjálfsögðu myndi alltaf eitthvað nýtt bæt- ast við, en ekki meira en svo að það kæm- ist fyrir í minninu. Þegar þessi heimsmynd og hugmynda- fræði hrundi við „þekkingarsprenginguna" fyrir einum til þrem áratugum (hrika- fengnar tæknibreytingar eins og kjarn- orkunýting og örtölvubylting eru skýrustu dæmin) varð hugsandi mönnum fljótt ljóst að skólakerfið yrði að taka gagnger- um breytingum. Að vísu voru þær hæg- fara eins og alltaf hlýtur að vera í lýðræðis- þjóðfélagi — og ekki víst að byltingar í skólastarfi séu nokkurntíma sérlega gagn- legar. En breytingarnar komu. Hér hófust þær með fjölgun framhaldsskóla fyrir svo sem tuttugu árum (Menntaskólinn við 82

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.