Réttur


Réttur - 01.04.1985, Side 48

Réttur - 01.04.1985, Side 48
Á árunum 1966 til 1968 voru yfir 8 þús- und manns myrtir á þennan hátt af dauða- sveitum Arana. Þegar óeirðir brutust út í sambandi við forsetakosningarnar árið 1970 lýsti Arana yfir hernaðarástandi í hálft ár og á þeim tíma voru 2 þúsund manns myrtir til viðbótar. Næstu þrjú árin — fram til ársins 1973 — er áætlað að fjöldi myrtra og horfinna í Guatemala sé um 15 þúsund. Með ötulli aðstoð við Arana varð Guatemala að nokkurs konar tilrauna- svæði fyrir bandaríska hernaðarsérfræð- inga og CIA hvað varðar baráttu gegn skæruliðahreyfingum og óánægju og kurr alþýðu. Á þessum árum þjálfuðu Bandaríkin 30 þúsund manns í sérsveitir lögreglu og hers í Guatemala og útveguðu eða létu af hendi rakna háþróuð hergögn. Þegar Arana voru afhentar nokkrar þyrlur af nýjustu gerð árið 1967 lýsti sendiherra Bandaríkjanna í Guatemala, John Gordon Mein, hagsmunum Banda- ríkjanna á eftirfarandi hátt: „Það er ekki heyglum hent að komast yfir svona þyrlur þessa dagana þar sem þeim er beitt til varnar frelsinu annars staðar í heiminum. En frelsið verður að verja hvar sem því er ógnað, og frelsinu er einmitt ógnað nú í Guatemala“. Það er ekki erfitt að ráða í hvað Mein á við með: „...annars staðar í heiminum“. Þegar þetta átti sér stað voru 500 þúsund Bandaríkjamenn í Víetnam sem héldu þar uppi látlausum árásum á þjóðina, m.a. úr þyrlum. Einræðisstjórn Arana var líka reiðu- búin að afsala sér auðæfum landsins í hendur bandarískra fyrirtækja. Á 7. ára- tugnum voru mörg bandarísk bananafyr- irtæki sameinuð, m.a. United Fruits, sem tók upp nafnið United Brands, og Del | Monte, og náðu þau þannig í sameiningu I tangarhaldi á heimsmarkaðnum. í Guatemala höfðu þau áfram eignar- hald á — oft með aðstoð innlendra hand- benda — meiri hluta besta ræktarlands- ins. Þau héldu áfram sömu hagstæðu samningunum við stjórnvöld hvað varðar réttindi til að ráðskast með plantekrurnar án afskipta verkalýðsfélaga eða annarra samtaka landbúnaðarverkamanna. 112

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.