Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2009, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 28.03.2009, Qupperneq 24
24 28. mars 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Heimurinn stendur frammi fyrir djúpstæðum efnahags- erfiðleikum sem margir máls- metandi menn telja alvarlegri en kreppuna miklu á millistríðs ár- unum. Fyrir 2008 töldu sérfræð- ingar engar líkur á að kreppa á borð við kreppuna miklu gæti endurtekið sig, þökk sé hinu sterka og samþætta alþjóðlega hagkerfi, sem byggt var upp eftir seinni heimsstyrjöld. Yfirvofandi fundur 20 stærstu iðnríkja heims hefur því skap- að gríðarlegar væntingar um að alþjóðahyggjan muni enn á ný vinna bug á urmul efnahags- legra vandamála. Því miður eru væntingarnar svo miklar að það eitt og sér er nær örugg ávísun á vonbrigði. Fundarstaðurinn er óheppi- legur í sögulegu ljósi; hann skírskotar til árangurslausrar tilraunar til að koma skikki á alþjóðahagkerfið í kreppunni miklu þegar Alþjóðlega efna- hagsráðstefnan var haldin í Jarðfræðisafninu í London árið 1933, þar sem fundargesti frá 66 ríkjum um allan heim dreif að. Fundargestirnir í ár líta ef til vill ekki við á Jarðfræðisafninu, en engu að síður þurfa þeir að kljást við anda liðinna funda því þeir geta dregið mikilvægan lærdóm af fundinum sem brást árið 1933. Dæmt til að mistakast Fyrst skal nefna að rétt eins og með G-20 fundinn í ár, voru flestir búnir að afskrifa ráð- stefnuna 1933 fyrirfram. Vinnu- brögð undirbúningsnefndannna voru líka til þess fallnar að lama sjálfan allsherjarfundinn. Sér- fræðingar í gjaldmiðilsmálum töldu til dæmis brýnt að komast að samkomulagi um stöðugleika á því sviði en til þess þyrfti að komast að samkomulagi um nið- urfellingu á verslunarhöft – inn- flutningstollana og kvótana sem komið hafði verið á í kreppunni. Um leið hittust sérfræðingar á sviði verslunar og lögðu fram spegilmynd af sömu rökum. Þeir voru sammála um að verndar- stefna væri til vansa en meðan ekki væri meiri stöðugleiki í peningamálum væri hún nauð- synleg. Það eina sem hefði mögulega getað bjargað fundinum var ef eitt stórveldanna hefði verið reiðubúið til að höggva á hnút- inn og fórna vissum þjóðar- hagsmunum til að losa málin úr þeirri sjálfheldu sem þau voru komin í. Líkurnar á svo sköru- legu frumkvæði eru ekki meiri í ár en þær voru þá. Önnur lexía sem læra má af ráðstefnunni í London 1933 er að þegar erfiðleikar steðja að eru stjórnvöld treg til að færa fórnir sem fela í sér búhnykk til skamms tíma. Jafnvel þótt það leiddi til aukins stöðugleika til framtíðar þóttu hinar beinu og umsvifalausu pólitísku afleið- ingar of óþægilegar. Stjórnvöld voru berskjölduð og óörugg í miðri heimskreppunni og máttu ekki við því að glata stuðningi almennings. Leitað að blóraböggli Í þriðja lagi má nefna að um leið og ljóst er að fundurinn mun ekki skila árangri hefst leitin að blóraböggli. Ráðstefnan 1933 minnti á dæmigerða leynilög- reglusögu þar sem allir liggja undir grun. Bretar og Frakkar höfðu snúið baki við alþjóða- hyggju og tileinkað sér stefnu sem hyglaði heimsveldum þeirra handan hafsins. Forseti Þýska- lands var nýbúinn að skipa hina róttæku og herskáu ríkisstjórn Adolfs Hitlers. Alfred Hugen- berg, sem fór fyrir þýsku sendi- nefndinni, var ekki nasisti en vildi engu að síður sýna fram á að hann væri einarðari þjóðern- issinni en Hitler sjálfur. Ríkis- stjórn Japans var nýbúin að senda herlið inn í Mansjúríu. Af öllum stórveldunum í Lond- on virtust Bandaríkin sann- gjörnust og langopnust fyrir alþjóðahyggjunni. Þar var nýkominn til valda forseti með mikla persónutöfra, þekktur Englandsvinur og heimsborg- aralegur í hugsun. Franklin Roosvelt hafði þegar látið til sín taka í baráttunni gegn kreppunni og var að reyna að endurskipuleggja bankakerfið í Bandaríkjunum upp á nýtt. Roosevelt vissi ekki hvaða stefnu hann átti að marka á ráð- stefnunni og ráðgjafar hans voru ekki á einu máli. Að lokum þraut hann þolinmæðina og hann tilkynnti að Bandaríkin ætluðu sér ekki að grípa til ráð- stafana til að koma stöðugleika á dollarann í bili. Þessi skilaboð, sem flutt voru 3. júlí 1933, voru kölluð „bomban“. Roosevelt tal- aði um þörfina á að endurreisa „efnahagslega innviði heill- ar þjóðar“ og fordæmdi „gaml- ar trúarkreddur svokallaðra alþjóðlegra bankamanna“. Allir þóttust felmtri slegnir yfir því að alþjóðahyggjan hefði lotið í lægra haldi á fundinum. En um leið var þeim létt yfir að hafa fundið einhvern til að skella skuldinni á. Tækifærið fari ekki til spillis Árið 2009 stöndum við and- spænis áþekkum kringumstæð- um. Ágreiningurinn hefur verið markaður skýrt fyrirfram. Bandaríkin vilja að heimsbyggð- in ráðist í þjóðhagfræðileg- ar björgunaraðgerðir og telja að flókin endurskipulagning á umsjón og eftirliti fjármálakerf- isins geti beðið betri tíma. Mörg Evrópulönd hafa ekki efni á að ráðast í björgunaraðgerðir og vilja einbeita sér að því að end- ursemja alþjóðlegar reglur um fjármálastarfsemi. Afsakanirnar liggja þegar fyrir. Það er ólíklegt að eftir fundinn verði ráðist í samræmd- ar björgunaraðgerðir á heims- vísu eða lögð fram nákvæm drög að skotheldu reglugerðar- kerfi fyrir alþjóðlega fjármála- starfsemi. Meðan á fundi stend- ur munu fundargestir bíða þess að einn leiðtoganna (kannski Angelu Merkel?) þrjóti þolin- mæðina og bendi á þá augljósu staðreynd að þetta sé tíma sóun. Í kjölfarið fordæmi allir við- komandi stjórnmálamann fyrir hreinskilnina og saka hann um að bregða fæti fyrir alþjóða- hyggjuna. Á fjórða áratugnum voru það hinar einráðu og herskáu ríkis- stjórnir Þýskalands og Japans sem uppskáru mest af mis- heppnuðu ráðstefnunni í London. Ef ekki tekst betur til í ár verð- ur það líklega vatn á myllu and- stæðinga stjórnvalda stærstu ríkjanna á Vesturlöndum og notað sem röksemd fyrir nýrri tegund af ríkiskapítalisma. Höfundur er prófessor í sagn- fræði og alþjóðamálum við Skóla Woodrow Wilson hjá Prince- ton-háskóla í Bandaríkjunum. ©Project Syndicate. Millifyrir- sagnir eru blaðsins. Andi liðinna funda HAROLD JAMES Í DAG | Iðnríkjafundurinn Önnur lexía sem læra má af ráðstefnunni í London 1933 er að þegar erfiðleikar steðja að eru stjórnveld treg til að færa fórnir sem fela í sér búhnykk til skamms tíma. Auglýsingasími – Mest lesið Minna á sig Afnám verðtryggingar er allt í einu orðið eitt af stóru málunum í pólit- íkinni og jafnvel Bjarni Benediktsson farinn að ræða slíka aðgerð. Af því tilefni rifjar Frjálslyndi flokkurinn nú upp að afnám verðtryggingar var eitt af stefnumálum hans í kosningabar- áttunni 2007. „Verður þú gjaldþrota?“ spurðu Frjálslyndir í blaðaauglýsingu þá. „Mikil verðbólga og verðtrygging lána rústar fjárhag skuldugra fjöl- skyldna, einkum ungs fólks. Þannig getur lífið orðið óbærilegt. Afnám verðtryggingar lána er nauðsynleg fyrir heimilin í landinu“, sögðu þeir og bíða nú eftir að Bjarni taki upp stefnu þeirra um afnám kvótakerf- isins. Uggur Það skýrist í dag og á morgun hverjir veljast til forystustarfa í Samfylk- ingunni og Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingarfólk kýs sér varaformann í dag og sjálfstæðismenn kjósa sér formann á morgun. Kjörnefndafólki eru sendar óskir um farsæl störf en víst er að sumir eru á nálum vegna mistakanna hróplegu sem urðu á flokksþingi framsóknarmanna í janúar. Þá var Höskuldur Þór Þór- hallsson lýstur formaður fyrir mistök. Ónýt hugsjónabarátta „Sjálfstæðisflokkurinn hefur látið undan síga á nær öllum hugmynda- fræðilegum vígstöðvum sínum á síðustu árum. Að minnsta kosti ef hann telur sig hægriflokk með frjálslynd borgaraleg viðhorf.“ Svo segir Vefþjóðviljinn um Sjálfstæðis- flokkinn. Og: „Ónýt barátta flokksins fyrir hugsjónum sínum í ríkisstjórn á undanförnum árum mun gera honum mjög erfitt fyrir í stjórnarand- stöðu á næstu kjörtímabili … Hvernig á flokkurinn að vera trúverðugur í gagnrýni sinni á skatthækk- anir og eyðslugleði vinstri stjórnar þegar hann er sjálfur búinn að hækka skatta og útgjöld?“ spyr Vefþjóðviljinn en lætur ógert að svara. bjorn@frettabladid.is SÖRLASKJÓL 50 – Frábært sjávarútsýni Stórglæsileg nýuppgerð 100 fm. sér hæð ( efsta hæð ) Nýjar innréttingar, rafl agir og gólfefni. Húsið er nýviðgert að utan og málað, nýtt járn á þaki og nýjar þakrennur. Risloft er yfi r íbúðinni. Í kjallara er sameiginlegt þvotta- og þurrkherbergi. Á baklóð er sérgeymsla. Verð 36 milj. Sölumaður Sigurður sími 8983708 Eign á besta stað í Reykjavík. V ið lok þessarar helgar munu tveir stærstu stjórnmála- flokkar landsins hafa lokið landsfundi sínum. Í fyrstu munu fréttir væntanlega fjalla nokkuð um hverjir voru kjörnir til forystu innan flokkanna. Það eru stjórnmál eins og venjulega og munu ekki miklu breyta upp á framtíðina. Það sem máli skiptir eru þær stefnur og áherslur sem flokksmenn ná saman um. Hvernig flokkarnir sjá fyrir sér að takast á við þær breytingar sem fram undan eru. Frá því að íslenskt efnahagslíf hrundi í október hafa verið miklar sveiflur í fylgi stjórnmálaflokkanna. Eftir að ný ríkis- stjórn tók við hefur þó náðst þar nokkur stöðugleiki, með Sam- fylkingu, Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn með fylgi upp á 20 til 30 prósent. Þessi stöðugleiki í fylgi hefur náðst, þrátt fyrir að enginn þessara flokka hafi komið fram og lýst sinni framtíðarsýn í breyttum veruleika. Enginn þessara flokka hefur stigið fram og sagt þjóðinni hrein- skilnislega hvernig hann vilji hækka skatta og skera niður í ríkis- fjármálum. Verulegur niðurskurður ríkisfjármála er fyrirsjáanlegur. Talað er um að 150-200 milljarða halla á ríkisfjármálum þurfi að brúa við næstu fjárlagagerð. Hvernig þetta verður brúað verður ein mikilvægasta spurningin fyrir næstu kosningar. Stjórnmála- flokkar geta því ekki leyft sér að ætla að bjóða þjóðinni framboð sem hefur ekki skýra sýn á hvernig þetta verður gert. Fyrstu viðbrögð einhverra flokka verður að lofa dúsum til heimila og fyrirtækja sem þjást fyrir ástandið. Til að skila árangri þurfa þær að kosta mikið fé, sem verður þá að finna ann- ars staðar í ríkisreikningnum. Aukalegt fjármagn er núna ekki til staðar. Því miður er það svo að hjóli tímans verður ekki snúið til baka og lífskjör munu skerðast í kjölfar hruns bankanna og efnahagslífs landsins síðastliðinn október. Þá munu sumir stjórn- málamenn bregðast við með því að ýkja ástandið, því þeir telja það sér til pólitísks framdráttar. Á sama tíma munu aðrir reyna að draga úr því sem gerst hefur. Best færi á því að reyna bara að segja fólki satt. Þegar niðurskurðurinn verður jafn mikill og liggur fyrir er ekki verið að tala um flatan niðurskurð á öll ráðuneyti og á alla málaflokka. Þar þarf að ræða breiðu línurnar um hlutverk ríkis- ins og hvernig skuli stokka upp í kerfinu. Það þarf að ræða hrein- skilnislega um uppstokkun á landbúnaðarkerfinu, menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu og velferðarkerfinu og annars staðar þar sem hægt verður að skera niður. Skera þarf niður væntingar um að stofnað verði til nýrra fjárútláta ríkisins. Út úr þeirri umræðu þurfa að koma niðurstöður um hvað skuli verja og hvernig öðru verður sinnt. Eftir þá umræðu þarf að vera ljóst hver framtíðar- sýn stjórnmálaflokkanna er. Íslendingar eru að fara að kjósa eftir mánuð og sjaldan hefur verið mikilvægara en nú að taka upplýsta ákvörðun í kosningum um framtíðarsýn. Þá er ekki verið að tala um hvernig eigi að stoppa í göt. Nú ríður á að leyfa fólki að velja á milli uppskrifta að framtíð landsins. Stefnumótun fyrir komandi kosningarloforð: Stund sannleikans rennur upp SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.