Fréttablaðið - 28.03.2009, Page 36

Fréttablaðið - 28.03.2009, Page 36
36 28. mars 2009 LAUGARDAGUR V ið höfum bundið enda á spillta og ömurlega tilvist Hanns-Mart- ins Schleyers, eftir 43 daga.“ Þannig hófst ti lkynning sem barst franska blaðinu Libér- ation 19. október 1977. Tilkynn- ingin kom fáum á óvart, líflíkur Schleyers voru ekki miklar eftir að hryðjuverkamenn Rauðu herdeild- anna rændu honum rúmum mánuði fyrr. Hann var líka fráleitt fyrsta fórnarlamb samtakanna, 20 manns höfðu verið drepnir frá árinu 1971 og fimm lögreglumenn höfðu látið lífið í átökum. Rauðu herdeildirnar, Rote Arme Fraktion, voru gjarnan kenndar við tvo mest áberandi leiðtoga þeirra; Andreas Baader og Ulriku Mein- hof. Sú síðarnefnda gekk þó síðar til liðs við hópinn og þótti mörgum, þar með talið Gudrun Ensslin, unn- ustu Baaders, sem hennar hlutur væri gerður helst til mikill. En Ulrika Meinhof var vel þekkt and- lit, vinstrisinnaður pistlahöfundur sem gaf borgaralegt líf sitt upp á bátinn, þar með talið tvö ung börn, til að gerast borgarskæruliði. Andreas Baader var eirðar- laus unglingur og komst snemma í kast við lögin. Hann hætti í skóla á menntaskólaaldri og lifði lífi smá- krimmans. Hann smitaðist af hinu róttæka andrúmslofti sem ein- kenndi seinni hluta sjöunda áratug- arins og dróst að vinstrisinnuðum stúdentafélögum. Hugmyndafræð- in var honum að skapi, en það var ekki síst spennan og æsingurinn sem heilluðu. Í byrjun júní 1967 kom shahinn af Íran í opinbera heimsókn til Berlín- ar. Hann beitti þegna sína miskunn- arlaust ofbeldi og stúdentahreyf- ingin þýska mótmælti komu hans. 2. júní voru mikil mótmæli og vest- ur-þýska lögreglan brást við af mik- illi hörku. Hún skaut á mótmælend- ur og Benno Ohnesorg, 27 ára nemi og nýbakaður faðir, var drepinn. Með því öðlaðist stúdentahreyfing- in sinn píslarvott og fylgi við hug- myndir hennar jókst mjög. Píslarvottur Morðið á Ohnesorg var fyrir mörg- um staðfesting á þeirri staðreynd að grunnt væri á leifum fasismans eftir fall þriðja ríkisins. Róttækl ing- ar töldu að stjórnvöld hefðu í raun lítið breyst frá tímum Hitlers; þau fælu fasismann á bak við grímu lýð- ræðis og borgararéttinda. Um leið og þeim væri ögrað, líkt og með mótmælum, sýndu þau sitt rétta andlit eins og lík Ohnesorg væri glöggt dæmi um. Sú skoðun fékk byr undir báða vængi þegar borg- arstjórnin í Vestur-Berlín bannaði öll mótmæli í kjölfar morðsins. Stúdentum, einkanlega vinstri- sinnuðum, þykir fátt skemmtilegra en að tala. Baader og Ensslin fengu hins vegar leiða á öllum hugmynda- fræðilegum deilum. Þeim fannst einboðið að grípa yrði til beinna aðgerða til að ríkisvaldið sýndi sitt rétta andlit á ný. Sæi þýska þjóðin þá ásjónu myndi hún losa sig við fasistastjórnina. Skötuhjúin létu hendur standa fram úr ermum og 2. apríl 1968 kveiktu þau, í félagi við Horst Söhn- lein og Thorwald Proll, í verslunar- miðstöð í Frankfurt am Main. Eng- inn slasaðist en gríðarlegt eignatjón varð. Lögreglan handtók fjórmenn- ingana og þau voru dæmd í þriggja ára fangelsi hvert. Farið í felur Ulrika Meier hafði getið sér góðs orðs sem pistlahöfundur. Hún gagn- rýndi samfélagið á beittan hátt og varð æ sannfærðari um að mikilla breytinga væri þörf. Henni fannst hún ekki áorka nægu með skrifum sínum. Árið 1969 skildi hún við eig- inmann sinn og flutti til Berlínar. Í júní var fjórmenningunum sleppt til reynslu, en dómstóll krafðist þess í nóvember að þau yrðu sett inn aftur. Þau voru hins vegar flúin til Ítalíu. Í febrúar 1970 laumuðust Baader og Ensslin aftur til Berlínar og fengu þá inni hjá Meier. Baader var handtekinn skömmu síðar. Ulrika Meier samþykkti að taka þátt í áætlun um að frelsa hann. Hún þóttist vera að taka viðtal við hann og hann var færður í húsnæði þar sem öryggisgæsla var minni. Þangað komu fjórir vopnaðir vit- orðsmenn og einn vörður varð fyrir skoti. Baader stökk út um glugga og Ulrika Meier fylgdi honum og stökk um leið úr samfélaginu og í felur sem eftirlýstur glæpamaður. Bankarán og morð Á næstu árum fjölgaði í hópnum og fjöldi hreyfinga spratt upp til hlið- ar og utan við Rauðu herdeildirn- ar. Af þeim var Hreyfingin 2. nóv- ember virkust, en hún kenndi sig við dánardægur Benny Ohnesorg. Félagar frömdu fjölda glæpa, rændu banka, sprengdu sprengjur og í átökunum lét fjöldi fólks lífið. Hluti hópsins fór í þjálfunarbúð- ir hryðjuverka- manna í Jórdaníu og þjálfaðist þar í vopnameðferð og sprengjugerð. Þá lærðu þau að breyta útliti sínu, lifa lífinu í felum og falsa skilríki. Morð, sprengingar, flugrán og mannrán einkenndu starfsemi samtakanna. Þegar yfir lauk lágu 32 fórnarlömb Rauðu herdeildanna og tengdra samtaka í valnum, fimm særðust alvarlega og tveimur var rænt en skilað ómeiddum. Hóparnir gátu af sér nýja hópa. Í hvert sinn sem leiðtogar voru fang- elsaðir beið ungt, reitt og örvænt- ingarfullt fólk eftir að fylla skarð þeirra. Síðasta hryðjuverk tengt samtökunum varð þegar nýtt kvennafangelsi í Wieterstadt var sprengt upp árið 1993. Síðan hefur hópurinn ekki framið hryðjuverk. Hinn meinti fasismi Lögregluyfirvöld í Vestur-Þýska- landi tóku hryðjuverkasamtökin engum vettlingatökum. Landið skiptist upp í fjölda sambands- landa og innan hvers og eins var sérlöggæsla. Þrátt fyrir tregðu til samvinnu og tilhneigingar til að vernda eigin svæði var komið á fót sameiginlegri hryðjuverka- lögreglu. Í raun tókst hryðjuverkafólkinu ætlunarverk sitt; að afhjúpa vald- beitingu ríkisins. Settir voru upp vegartálmar og handahófskennd- ar leitir fóru fram víða um landið. Gríðarlega vel vopnum búin lög- regla var á vappi í helstu borgum og brynvarðir bílar, sem líktust helst skriðdrekum, urðu algeng sjón. Vald ríkisins – fasisminn eins og vinstrimenn nefndu það – var því öllum ljós. Gallinn var bara sá að í ljós kom að hinn venjulegi borg- ari mat eigið öryggi framar lífi án valdboða. Vísitölufjölskyld- an vildi frekar bíða í biðröðum á hraðbrautunum, sýna vopn- aðri lögreglu skilríki sín og vera meinaður aðgangur að vissum hverfum ef það þýddi að spreng- ingar, skotbardagar og íkveikjur heyrðu sögunni til. Samúð með málstaðnum Engu síður var viss samúð með málstað Rauðu herdeildanna og skyldra samtaka. Ekki má gleyma þeim tíðaranda sem samtökin spruttu upp úr. Byltingarandinn sveif yfir vötnum og allt sem áður var álitið greypt í stein var nú véfengt. Ný samfélagsgerð var boðorð dagsins. Og þó að menn fordæmdu ofbeldið og morðin þá var mikill fjöldi sem hafði skilning á því sem bjó þeim að baki. Í júl í 1971 gerði þýska fyr- irtækið Allensbach, sem sérhæfði sig í skoðanakönnunum, ekki ósvipað Gallup, skoðanakönnun. Í henni kom fram að um 20 pró- sent fólks undir þrítugu höfðu ákveðna samúð með málstað hryðjuverkamannanna. Að sönnu var könnunin gerð áður en blóðug- asta skeið samtakanna rann upp, en hlutfallið er engu síður ótrú- lega hátt. Þegar líkin hrönnuð- ust upp fjaraði hins vegar undan samúðinni. Ungt fólk víða um heim sá bar- áttu borgarskæruliðanna hins vegar sem framhald af eigin bar- áttu. Að sönnu ekki endilega rök- rétt framhald, en margir af yngri kynslóðinni deildu skoðunum hópsins á nauðsyn á gjörbreyttu samfélagi. Eftir dauða helstu forsprakkanna í fangelsi flykkt- ist ungt fólk út á götur Vestur- Þýskalands, fullvisst um að ríkið hefði tekið þá af lífi. Vildu afhjúpa andlit fasismans Þýska Óskarsverðlaunamyndin Baader-Meinhof Komplex verður frumsýnd hér á landi um næstu helgi. Hún segir sögu Rauðu herdeildanna, hóps borgarskæruliða sem spruttu upp úr róttækni sjöunda áratugarins. Þrátt fyrir blóðuga sögu og fjölda morða hlaut málstaður hryðjuverkamannanna töluverðan hljómgrunn. Kolbeinn Óttarsson Proppé rýnir í sögu samtakanna. Ulrika Meinhof fannst látin í klefa sínum á mæðradag 1976. Hún hafði hengt sig í reipi sem hún gerði úr handklæði sem hún reif í ræmur. Talið var að hún hafi farið að efast um tilganginn og eigin þátttöku og þeim aðferðum sem beitt var. Aðfaranótt 18. október 1977 varð síðar nefnd dauðanóttin. Um morguninn fundust lík Baader, með byssukúlu í hnakkanum, og Enssil, hangandi í snöru. Jan-Carl Raspe, fannst í sínum klefa við dauðans dyr af völdum skotsára og lést síðar. Irmgard Möller, sú eina sem lifði af, hafði stungið sig fjórum sinnum í bringuna með hníf, eða hvað? Tveimur dögum fyrir dauðanóttina höfðu palestínskir hryðjuverkamenn rænt flugvél Lufthansa og lent henni í Sómalíu og kröfðust frelsis félaga í Rauðu herdeildinni. Aðgerðin fór út um þúfur og yfirvöld staðhæfðu að fregnir af því hefðu borist föngunum og þeir hrint sjálfsmorðsáætluninni í framkvæmd. Sú skýring var hins vegar strax dregin í efa, ekki síst af þeim sem voru hliðhollir málstað róttækling- anna. Rannsóknir og krufningar gáfu þó ekki annað til kynna en að um sjálfsmorð hefði verið að ræða. Sagan um morð stjórnvalda hefur hins vegar aldrei horfið. „Menn töldu að það hefði verið gengið frá þeim. Í fjölmiðlum hafði því verið spáð að þau óttuðust að þau yrðu drepin. Menn höfðu persónulega samúð með þeim, frekar en að þeir hefðu samúð með aðferðum þeirra,“ segir Össur Skarphéðinsson, núverandi utan- ríkisráðherra. Össur sótti fund sem haldinn var í Árnagarði í kjölfar dauðanæturinnar. „Mér er tvennt minnisstætt; Birna Þórðardóttir hélt aðalræðu fundarins og svo það að það var troðfullt út úr dyrum. Þarna hafa verið nokkur hundruð manns og staðið var með veggjum og langt fram á gang.“ Hann segir hópinn hafa verið að berjast gegn kapítalismanum og sú barátta hafi hlotið mikinn hljómgrunn á meðal ungs fólks um allan heim, líka hér á landi. Menn hafi hins vegar fordæmt ofbeldið. „Íslenskir stúdentar beittu aldrei ofbeldi,“ segir Össur. BAADER OG ENSSLING Þau Gudrun Enssling og Andreas Baader kynntust undir lok sjöunda áratugarins. Þeim þótti lítið varið í endalaust tal um breytingar og byltingu og vildu aðgerðir. Baader var leiðtogi hópsins og Enssling stóð honum næst, þó hún hafi fallið í skuggann á Meinhof. Franski heimspekingurinn Jean-Paul Sartre heimsótti Baader í fangelsi og fannst ekki mikið til vitsmuna hans koma og kallaði hann fífl. MYRTUR Hanns-Martin Schleyer var formaður Samtaka atvinnulífsins í Vest- ur-Þýskalandi og Sambands þýskra iðn- rekanda. Hann var myrtur daginn eftir dauðanóttina eftir 43 daga í varðhaldi. Mótmæli eru að segja að mér hugnist ekki eitthvað. Andstaða er þegar ég tryggi að það sem mér hugnast ekki gerist ekki aftur. Ulrika Meinhof Dauðanóttin Áhrifa gætti víða RÁÐUNEYTI TEKIÐ Íslenskir stúdentar „hertóku“ menntamálaráðuneytið á áttunda áratugnum. Engu ofbeldi var beitt. Össur Skarphéðinsson situr fremstur í flokki.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.