Fréttablaðið - 28.03.2009, Síða 65
heimili&hönnun ●
L itríkar og leikandi kaffihettur úr handþæfðri og litaðri, íslenskri
ull halda svo sannarlega hita á
gómsætu kaffi. Hetturnar hannar og
útbýr Kitschfríður, öðru nafni Sigríður
Ásta Árnadóttir.
Verk Kitschfríðar eru til sölu í
Kirsuberjatrénu á Vesturgötu en auk
þess að útbúa skrautlegar kaffihettur
endurvinnur hún gamlar ullarflíkur
og umbreytir í frumlegar peysur,
vettlinga, heklaða hálskraga og fleira.
Kitschfríður þæfir, litar, heklar, klippir
og saumar út þannig að niðurstaðan
er ávallt skemmtileg. Í fatalínunni má
finna sitthvað bæði á börn og full-
orðna. Einnig eru til glasamottur í stíl
við kaffihetturnar.
Litríkur kaffisopi
Kaffihetturnar eru úr þæfðri og litaðri,
íslenskri ull og gætu jafnvel verið
skemmtilegt höfuðfat. MYND/KITSCHFRÍÐUR
HÖNNUNARFYRIRTÆKIÐ Borðið ásamt Leirverksmiðjunni Leir 7 kynna á hönnunardögum
leirpott sem er framleiddur úr íslenskum leir úr Fagradal. Eldun í leirpottum er ævaforn eldurnaraðferð.
Öndun á sér stað í gegnum leirinn en ekki uppgufun svo næringarefnin haldast betur í fæðunni. Þetta
er hæg en einföld matargerð. Leirpotturinn sameinar staðbundin sérkenni Dalanna, gamalgróið nota-
gildi og hugsjón um betri nýtingu auðlinda landsins. Potturinn er sýndur á Nýlistasafni Reykjavíkur á
HönnunarMars nú um helgina.
● TÁKN FRJÓSEMI Orðið
babushka þýðir amma á rúss-
nesku og er stundum notað yfir
gamlar konur. Babúskudúkkurn-
ar eru þannig úr garði gerðar að
þær staflast inn í hvor aðra eftir
stærð og hafa löngum verið
tengdar frjósemi og mæðrum.
Því eru dúkkurnar vinsælar gjaf-
ir í afmælum og brúðkaupum
en einnig sem innflutnings- og
mæðragjafir. Eru þær líka kall-
aðar matryoshka-dúkkur en
orðið matryoshka er dregið af
rússneska kvennafninu Matry-
ona sem er skylt latneska orðinu
mater sem þýðir móðir.
Á vefsíðunni bab-
ushka.dk má finna
ýmiss konar bab-
úskudúkkur en
auk þess fjölda
annarra vara
sem tengjast
babúskum
og Rússlandi.
Þar eru líka
japanskar
kokeshi-dúkkur
úr viði. - hs
hönnun
N Ý T T
2 0 % k y n n i n g a r a f s l á t t u r
Ármúla 10 | sími: 5689950 | www.duxiana.com
TILBOÐ 2 DUX 1001/Original 90x200cmXtandard yfirdýna 180x200cmAscot höfuðgafl og rykfaldur
Aðeins
kr. 420.000
3 litir: Beige, brúnt og svart
Takmarkað magn
LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 5