Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 71
Þegar ég var sjálf í sumar-búðum sem barn fannst mér stundum leiðinlegt hvað allir þurftu að gera
það sama. Þá hugsaði ég með mér
að þegar ég yrði stór myndi ég
stofna sumarbúðir þar sem börnin
gætu valið hvað þau gerðu á dag-
inn,“ segir Svanhildur sem stofn-
aði sumarbúðirnar Ævintýraland
ásamt bróður sínum árið 1998, en
hann rak búðirnar með henni tvö
fyrstu árin.
Svanhildur er beðin um að lýsa
dæmmigerðum degi í lífi barn-
anna í Ævintýralandi. „Dagur
barnanna hefst á því að umsjón-
armaður vekur hópinn sinn. Síðan
er morgunverðarhlaðborð og fram
að hádegismat er boðið upp á ýmsa
afþreyingu. Börnin geta valið um
að fara í sund, íþróttahúsið og
fleira,“ segir Svanhildur, en 70 til
90 börn geta verið í sumarbúðun-
um í hverri viku en þeim er síðan
skipt niður í hópa eftir aldri.
„Eftir hádegismat er hver hópur
með hádegisfund með sínum
umsjónarmanni í um klukkutíma.
Þar er valið umræðuefni og farið
í uppbyggjandi leiki. Þá er líka
gengið úr skugga um að öllum líði
vel og enginn sé útundan,“ útskýr-
ir Svanhildur og segir öll börnin
eignist góða vini.
Eftir fundinn fara börnin á þau
námskeið sem þau völdu sér í upp-
hafi vikunnar. „Námskeiðin eru
rauði þráðurinn í starfi búðanna
og geta börnin valið milli fjöl-
margra námskeiða. Meðal annars
kvikmyndagerð, myndlist, leiklist,
grímugerð, survivor-námskeið,
dans og tónlist,“ segir Svanhildur
og tekur fram að auk alls þessa sé
hægt að panta reiðnámskeið sam-
hliða sumarbúðunum.
Svanhildur heldur áfram að
útlista degi í búðunum. „Eftir kaffi
er frjáls tími en á kvöldin er föst
dagskrá með ýmsum uppákomum,
þar má nefna draugaatriði, diskó-
tek og karókí.“ Dagurinn endar svo
á kvöldkaffi og kvöldsögu áður en
farið er í háttinn.
Starfsmenn í sumarbúðunum,
sem rekinn er í grunnskólanum
að Kleppjárnsreykjum í Borgar-
firði, eru allt frá 15 til 20 en í það
minnsta einn starfsmaður er fyrir
hver fimm börn. Svanhildur segir
mikið sama starfsfólk vera í búð-
unum frá ári til árs. Þá fara allir
starfsmenn á námskeið í sumar-
byrjun þar sem kennd er meðal
annars skyndihjálp. Þá er einn-
ig haldið námskeið með sálfræð-
ingi.
„Við notum aðferðina 1,2,3
töfrar og krökkunum líkar hún
mjög vel, þá fá þau alltaf tæki-
færi til að stoppa sig sjálf og við
þurfum aldrei að skamma neinn,“
segir Svanhildur, sem segir allt of
algengt að börn fái of litla athygli
fyrir jákvæða og góða hegðun.
„Með því að veita þeirri hegðun
mikla athygli og minnast oft á það
flotta sem við sjáum hjá krökkun-
um, en hunsa og gera lítið úr nei-
kvæðri hegðun, erum við að byggja
upp sterka sjálfsmynd barnanna
og kenna þeim að sjá og meta
eigin styrkleika,“ segir Svanhild-
ur en fleiri upplýsingar má finna
á www.sumarbudir.is. - sg
Börn fá að velja
Sumarbúðirnar Ævintýraland voru nokkurs konar æsku-
draumur Svanhildar Sifjar Haraldsdóttur, stofnanda þeirra.
Gleði Sundlaugin er afar vinsæl meðal barnanna. MYND/ÚR EINKASAFNI
Sumarbúðastjóri Svanhildur Sif
Haraldsdóttir stofnaði sumarbúðirn-
ar Ævintýraland árið 1998 og leggur
áherslu á að börnin hafi úr nógu að
velja. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
Góðir vinir Krökkunum er skipt
niður í hópa eftir aldri.
FÖNDUR Á www.isholf.is/arndisk/fondur.htm er að finna margar
hugmyndir á borð við þessa hér. Sandmynd: Þú þarft pappír
(karton), lím, þurran fínan sand. Leyfið barninu að „teikna“ með
lími á blað, leyfið því þá að strá sandi yfir myndina svo það þeki
hana. Sturtið svo sandi af blaðinu og þá kemur sandmyndin í ljós.
Með leyfi AVALON PROMOTIONS & LIBERTY BELL
GRUMPY OLD WOMEN LIVE
Miðasala í síma 4 600 200 I www.leikfelag.is
ALLIR Í LEIKHÚS Á AKUREYRI!
Aukasýning vegna fjölda áskoranaföstudaginn langa 10. apríl.
Aukasýningar um páskana komnar í sölu
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Í TÍMA
Tenórinn
35 uppsel
dar sýning
ar.
Fúlar á
móti
eftir Guðmund Ólafsson
Örfáar sýningar.
Skoppa og Skrítla
í söng-leik