Fréttablaðið - 28.03.2009, Side 92

Fréttablaðið - 28.03.2009, Side 92
60 28. mars 2009 LAUGARDAGUR Veitt var úr sjóði Prologus á fimmtudag, sjóði sem Bjarni Ármannsson og Halla Sverris- dóttir stofnuðu til styrktar leikrit- un í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Umsóknir í sjóðinn voru óvenju margar, alls 53 frá 45 aðilum. Fjórir höfundar hlutu handrits- styrki og einn leikhópur hlýtur styrk vegna leiksmiðjuverkefnis. Úthlutað er úr Prologos þrisvar á ári, og að jafnaði eru veittir tveir handritsstyrkir í hvert sinn. Með hliðsjón af erfiðu efnahagsástandi var ákveðið að fjölga handrits- styrkjum í fjóra þetta sinnið. Konur voru fyrirferðarmiklar í úthlutun að þessu sinni: Auður Ava Ólafsdóttir er styrkt til að þróa hugmynd sem ber vinnuheit- ið Svartur hundur prestsins, Mar- grét Örnólfsdóttir kallar verkefni sitt Og hvernig líður þér?, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bach- mann hlaut styrk til að þróa leikhandritið Fyrir- gefningin. Úlfur Eldjárn hlaut styrk til að skrifa leikrit sem nefnist Söng- leikurinn um dauðann og Sviðslistahópurinn 16 elskendur hlaut styrk vegna leiksmiðjuverkefn- isins Nígeríusvindlið. Auður bíður þess nú hver framgangur hennar verður í kappi við aððra norræna höfunda en saga hennar Afleggjarar var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Áður hafði hún sent frá sér verkin Upphækkuð jörð (1998), Rigning í nóvember (2004), sem hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og var tilnefnd til menningarverðlauna DV 2005. Afleggjarar hlaut menn- ingarverðlaun DV í bókmenntum og bókmenntaverðlaun kvenna, Fjöruverðlaunin fyrir skömmu. Margrét Örnólfsdóttir hefur skrifað handrit að kvikmyndum og leiknu sjónvarpsefni, og samið tónlist fyrir kvikmyndir og fjölda leikhúsverka. Hún samdi handritið að Regínu ásamt Sjón, skrifaði þætti í Rétt og Svarta Engla og var með í samningu Stelpnanna. Þórdís Elva Þorvaldsdótt- ir Bachmann hefur skrifað nokkur leikrit fyrir svið: Áttu smit? (2004). Hung- ur (2006), Fýsn (2007), og Dansaðu við mig (2008). var sýnt í Iðnó. Hún samdi leikritið Dúkkulísu fyrir Þjóðleik, grasrótarverkefni Þjóðleikhússins og fleiri aðila, sem verður sýnt á Austur- landi í vetur. Úlfur Eldjárn hefur starfað sem tónlistarmaður frá unga aldri, lengst af sem meðlimur í Orgel- kvartettinum Apparat. Hann hefur samið tónlist við fjölda leik- verka, dansverka og stuttmynda. Úlfur hefur þýtt nokkur leikrit og komið að handritsskrifum fyrir sjónvarp. Sviðslistahópinn 16 elskendur sýndi sýninguna Íkea-ferðir haustið 2008 og vinnur nú að sýn- ingunni Orbis Terrae í samstarfi við Margréti Vilhjálmsdóttur fyrir Listahátíð í Reykjavík. Markmið Leikritunarsjóðsins Prologos er að hlúa að leikritun á Íslandi og efla höfundastarf við Þjóðleikhúsið. Sem fyrr segir er umsóknar- frestur vegna næstu úthlutun- ar úr Leikritunarsjóðnum Prolo- gos til 18. maí næstkomandi, en úthlutun fer fram í júní. Upplýs- ingar um sjóðinn og umsóknar- ferli er að finna á heimasíðu Þjóð- leikhússins, leikhusid.is. pbb@frettabladid.is Veitt úr Prologus öðru sinni LEIKLIST Margrét Örnólfsdóttir, tónlistarmaður og rithöfundur. AUÐUR A. ÓLAFS- DÓTTIR rithöfund- ur og listfræðingur. LEIKLIST Þórdís Þorvaldsdóttir Bachman, leik- skáld og leikkona. Í tilefni Hönnunardaga opnar Hönn- unarsafnið í garðabæ allt upp á gátt um helgina. Nú gefst þér kostur á að kíkja í geymslur safnsins: í geymslum safna leynast fjársjóð- ir sem almenningur hefur sjaldn- ast aðgang að. Fjórar ferðir eru í boði um geymslur safnsins í tilefni HönnunarMars. Aðeins er hægt að fara um geymslurnar í fylgd starfs- fólks og verða ferðirnar kl. 14 og 16 í dag og sunnudag. Þar muntu sjá íslensk húsgögn og húsbúnað frá 20. öld og til dags- ins í dag. Þekkir þú Gullstólinn? Hver teiknaði Apollo-húsgögnin? Lamp- ar og skrifborð, hillur, kollar og skatthol mæta þér í geymslunum en þar leynast einnig íslensk svefn- herbergishúsgögn. Í húsakynnum safnsins gefst þér færi á að sjá ágætt yfirlit húsgagna teiknuðum af Sveini Kjarval. Í dag kl. E15 mun Arndís S. Árnadóttir listfræðingur flytja erindi og segja frá húsgögn- um Sveins Kjarvals (1919-1981) í safnhúsi Hönnunarsafsins. Sveinn hefði orðið níræður á þessu ári og er kærkomið að minn- ast við þau tímamót þessa afkasta- mikla húsgagnahönnuðar. Sveinn Kjarval teiknaði bæði innrétting- ar og stök húsgögn. Í erindinu verð- ur skoðað hvað húsgögn hans segja okkur um nútímalega húsgagna- gerð, tíðarandann og hvernig sam- starfi hönnuða við húsgagnafram- leiðendur var háttað á þessum tíma. Í mið- rými safnhúss- ins getur að líta nokkur húsgögn Sveins í eigu safnsins. - pbb Hönnunarsafn upp á gátt HÖNNUN Einn af mörgum gripum Sveins Kjarvals. Þjóðmenningarhúsið – The Culture House National Centre for Cultural Heritage Hverfi sgötu 15 · 101 Reykjavík Sími 545 1400 · www.thjodmenning.is Opið daglega kl. 11.00 – 17.00 AÐ SPYRJA NÁTTÚRUNA Saga Náttúrugripasafns Íslands ÍSLAND :: KVIKMYNDIR Berlín - Kaupmannahöfn - Reykjavík ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS 90 ár í Safnahúsi Sýningar - leiðsögn - veitingar - verslun Leiðsögn án endurgjalds í boði fyrir skólahópa. Leiðsögn á ensku um handritasýninguna kl. 15.30 á mánudögum og föstudögum. Veitingar á virkum dögum. Þjóðmenningarhúsið var tekið í notkun fyrir 100 árum. Af því tilefni hefjast þrjár nýjar sýningar á morgun: ÍSLAND :: KVIKMYNDIR, um 100 íslenskar kvikmyndir aðgengilegar í fullri lengd. Að spyrja Náttúruna – Saga Náttúru- gripasafns Íslands, ýmsir sjaldgæfi r og spennandi náttúrugripir auk muna og skjala úr sögu safnsins. Þjóðskjalasafn Íslands – 90 ár í Safnahúsi, teikningar úr sögu hússins og næsta nágrennis auk skjala allt frá dögum Jörundar hundadagakonungs. Komdu, sjáðu og gæddu þér á fróðleik. NÝJAR SÝNINGAR Aldarafmæli í Þjóðmenningarhúsinu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.