Morgunblaðið - 22.01.2006, Síða 11
að með tímanum fari greiðslurnar
að einhverju leyti til bænda sem
gerðu ekki annað en að halda jörð-
inni í rækt og stunduðu vinnu ann-
ars staðar. Tilgangur greiðslnanna
er þar með miklu frekar orðinn að
halda jörðum í byggð en að lækka
vöruverð.
Í umræðu síðustu vikna um mat-
arverð á Íslandi hefur stundum ver-
ið nefnt að við eigum að breyta
styrkjakerfinu og taka upp grænar
greiðslur. Þessi málflutningur
byggist að einhverju leyti á mis-
skilningi því að grænar greiðslur
mega ekki og geta ekki haft áhrif á
verðið. Það má jafnvel halda því
fram að grænar greiðslur séu falln-
ar til að hækka matarverð vegna
þess að greiðslurnar eiga í ein-
hverjum mæli eftir að flæða frá
bændum sem framleiða mjólk til
bænda sem eru að gera eitthvað allt
annað.
Þeir bændur sem Morgunblaðið
ræddi við sögðust spyrja sig hvort
almenningur í landinu yrði þegar
fram í sækti tilbúinn til að styðja
styrkjakerfi þar sem hluti styrkj-
anna færi til bænda sem framleiddu
ekki neitt og gerðu ekkert annað en
að sitja jarðirnar. Þessir bændur
benda jafnframt á að upphaflegur
tilgangur beingreiðslnanna hafi
verið að stuðla að lægra matar-
verði. Óhjákvæmilegt sé að hluti
grænu greiðslnanna fari til annarra
hluta en að hafa áhrif á verð bú-
varanna, enda sé það beinlínis til-
gangur þeirra að trufla ekki verðið.
Einn viðmælandi blaðsins sagðist
vera sannfærður um að ef búið yrði
til styrkjakerfi þar sem kúabændur
gætu fengið áfram styrki þó að þeir
hættu mjólkurframleiðslu myndu
margir nýta sér það. Kúabúskapur
væri bindandi og erfið atvinnugrein
og menn hlytu að spyrja sig hvers
vegna þeir ættu að standa í þessu
erfiði ef þeir gætu fengið styrki fyr-
ir að gera ekki annað en að halda
jörðinni í rækt.
Hér má skjóta því að, að innan
ESB er löng hefð fyrir styrkjum
sem ekki tengjast framleiðslu
(grænum greiðslum). Hér á landi
hefur hins vegar verið lítið um slík-
ar greiðslur í gegnum tíðina. Styrk-
irnir hafa að langstærstum hluta
verið framleiðslutengdir.
Sumir forystumenn bænda sem
Morgunblaðið ræddi við segjast
gera sér grein fyrir ókostum
grænna greiðslna, en segja jafn-
framt að á vettvangi WTO sé verið
að leggja þessar leikreglur og að ís-
lenskur landbúnaður verði að spila
eftir þeim.
20% færð frá beingreiðslum
Niðurstaða samninga ríkis og
bænda varð sú að upphæð bein-
greiðslna verður óbreytt fyrsta ár-
ið, en síðan lækka þær um 1% á ári
út samningstímann, en hann er sjö
ár. Á árinu 2006 verða teknar upp
svokallaðar gripagreiðslur og 2007
verður tekinn upp „óframleiðslu-
tengdur stuðningur“ en enn hefur
ekki verið ákveðið hvernig hann
verður útfærður, en í samningnum
segir að hann fari „m.a. til eflingar
jarðræktar“. Samningurinn gerir
ráð fyrir að í lok samningstímans
fari 20% af stuðningi ríkisins í svo-
kallaðar grænar greiðslur, þ.e. til
kynbóta og þróunar, í gripa-
greiðslur og í óframleiðslutengdan
stuðning sem eftir er að skilgreina.
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra lagði áherslu á það í við-
ræðum ríkisins og bænda að sett
yrðu í samninginn ákvæði um há-
marksbústærð, þ.e. að ríkið dragi
úr stuðningi eða hætti stuðningi
þegar bú næðu vissri stærð. Guðni
rökstuddi afstöðu sína með því að
benda á að við ættum áfram að
byggja á fjölskyldubúum en ekki
verksmiðjubúum. Talsverð and-
staða var við slíkt ákvæði hjá sum-
um kúabændum sem lögðu áherslu
á að ekki mætti takmarka þá hag-
ræðingu sem hægt væri að ná fram
með stærri búum. Niðurstaðan
varð sú að sett var visst hámark á
gripagreiðslur. Þær byrja að skerð-
ast þegar fjöldi kúa er kominn upp
fyrir 40 og falla algerlega niður
þegar kýrnar eru orðnar fleiri en
100. Gripagreiðslurnar verða um
10% af stuðningi ríkisins þegar þær
koma til framkvæmda.
Kvótasamningar
upp á 4,5 milljarða
Guðni taldi einnig nauðsynlegt að
setja inn í samninginn ákvæði sem
væri fallið til að lækka verð á
greiðslumarki. Hann var ekki einn
um að hafa áhyggjur af þessu. Á
síðasta verðlagsári gerðu kúabænd-
ur samninga um kvótakaup fyrir 4,5
milljarða króna. Það má því
kannski segja að stór hluti af bein-
greiðslunum fari í reynd ekki til
bænda sem eru að framleiða mjólk
heldur til bænda sem eru hættir að
framleiða mjólk.
Þó að flestir séu sammála um að
kvótaverð sé óeðlilega hátt hafa
bændur jafnframt ekki áhuga á að
kvótaverð hrynji. Fyrir bændur er
kvóti þeirra mikilvægasta eign sem
tiltölulega auðvelt er að koma í
verð. Að nokkru leyti líta bændur á
hann sem lífeyrissjóð.
Það eru skiptar skoðanir um
hvort það geti borgað sig að kaupa
kvóta á 300–400 kr/l. Það liggur
a.m.k. fyrir að bændur eru að gera
fjárskuldbindingar með kvótakaup-
um sem ná til miklu lengri tíma en
þeirra sjö ára sem núverandi mjólk-
ursamningur gildir.
Sama má raunar segja um ýmsar
aðrar fjárfestingar kúabænda í
fjósum og mjaltaþjónum. „Stærstur
hluti þessara fjárfestinga byggist á
því að mjólkurverð til bænda verði
80–90 krónur á lítra næstu 10 árin,“
sagði einn viðmælandi blaðsins og
spurði hvort slík forsenda væri
raunhæf þegar bændur í nágranna-
löndum okkar fengju 40–50 kr/l.
Annar viðmælandi blaðsins sagði
að þótt það væri ánægjulegt að það
væri dugur í íslenskum kúabænd-
um þá væru sumar þessara fjárfest-
inga glórulausar. Það væri t.d. ekk-
ert vit að kaupa mjaltaþjón fyrir
14–15 milljónir á bú með aðeins 200
þúsund lítra framleiðslu. Bændum í
öðrum löndum dytti slíkt ekki í hug.
Fengu ekki tryggingu
fyrir óbreyttum tollum
Nefndin sem skilaði skýrslu um
mjólkurframleiðsluna í febrúar
2004 taldi brýnt að í nýjum mjólk-
ursamningi yrðu mótuð skýr skil-
yrði fyrir frjálsari verðlagningu
t.a.m. með hagræðingarkröfu á
vinnslustöðvar „og/eða í gegnum
lækkun innflutningstolla og aukn-
ingu tollkvóta“.
Í eldri mjólkursamningi var að
finna ákvæði þar sem ríkið hét því
að breyta ekki tollum á samnings-
tímanum. Ríkið vildi hins vegar
ekki að slíkt ákvæði væri sett í nýj-
an samning, ekki síst þar sem hugs-
anlegt væri að samkomulag næðist
á vettvangi WTO sem fæli í sér
skuldbindingu fyrir Ísland að
breyta tollum. Bændur hafa því
ekki lengur tryggingu fyrir því að
tollum verði ekki breytt, líkt og þeir
höfðu í gamla samningnum. Ekkert
hefur þó komið fram um að stjórn-
völd áformi að lækka tolla líkt og
nefndin lagði til, en sú tillaga var
sett í skýrsluna, ekki síst vegna
þrýstings frá fulltrúum launþega-
hreyfingarinnar í nefndinni.
Munur á tollheimildum og tollum
Það er vert að benda á að þó að
samkomulag náist hjá WTO um
verulega lækkun tolla þá hafa ís-
lensk stjórnvöld eftir sem áður tals-
vert svigrúm til að láta slíka lækk-
un koma til framkvæmda. Ástæðan
fyrir þessu er sú að það er talsvert
mikill munur á tollheimildum sem
Ísland hefur og þeim tollum sem
raunverulega eru lagðir á. Þetta er
reyndar nokkuð mismunandi milli
tollnúmera, en almennt má segja að
Ísland hafi mjög ríflegar heimildir
til að leggja á tolla. Þegar WTO
samþykkir að lækka þessar heim-
ildir, hvenær svo sem það verður,
er ekki sjálfgefið að tollarnir á Ís-
landi þurfi að lækka eins mikið. Þó
að um þetta sé ekki hægt að full-
yrða með afgerandi hætti, vegna
þess að niðurstaða WTO liggur ekki
fyrir, er ljóst að það verður áfram
pólitískt átakamál á Íslandi hversu
miklir tollar verða lagðir á innflutt-
ar landbúnaðarvörur.
Sama á við um beingreiðslurnar.
Við nýtum að vísu um 95% af þeim
heimildum sem við höfum til gulra
greiðslna. Heimildirnar nema í dag
um 12 milljörðum króna, en þar af
er opinber verðlagning á mjólkur-
vörum metin á rúmlega fjóra millj-
arða. Ef stjórnvöld ákveða að af-
nema opinbera verðlagningu
myndast svigrúm sem fer langt
með að duga til að halda bein-
greiðslum óbreyttum þó að sam-
komulag verði á vettvangi WTO um
að lækka gular greiðslur um 40–
50%.
ASÍ lagðist gegn því að
búvörunefnd yrði lögð niður
Í dag er heildsöluverð á um helm-
ingi mjólkurafurða ákveðið af bú-
vörunefnd, en í henni sitja fulltrúar
bænda, mjólkuriðnaðarins, ríkisins
og launþegahreyfingarinnar. Þetta
eru liðir eins og mjólk, smjör,
brauðostur og fleira. Verðlagning á
unnum mjólkurvörum er hins veg-
ar að mestu leyti frjáls.
Sá mjólkursamningur sem rann
úr gildi 1. september á síðasta ári
gerði ráð fyrir að allri opinberri
verðlagningu á mjólkurvörum yrði
hætt 30. júní 2001. Framkvæmd
þessa var hins vegar frestað til árs-
ins 2004. Samkeppnisstofnun
kvartaði yfir þessu í áliti sem hún
sendi frá sér. Stjórnvöld létu vinna
lögfræðiálit um málið þar sem kom-
ist er að þeirri niðurstöðu að rétt-
aróvissa sé í málinu vegna þess að
ákvæði búvörulaga og samkeppn-
islaga stangist á. Niðurstaðan varð
því sú að bíða með ákvörðun í mál-
inu þar til nýr mjólkursamningur
hefði verið gerður.
Í skýrslu nefndar um mjólkur-
framleiðsluna, sem skilaði áliti í
febrúar 2004, er ekki lagt til að
gerðar verði breytingar í þessu
máli. „Nefndin leggur þó áherslu á
að óskynsamlegt væri að afnema
opinbera verðlagningu við þau skil-
yrði sem nú ríkja, enda ljóst að það
starfsumhverfi sem samningsaðilar
gengu út frá að yrði raunin eftir af-
nám opinberrar verðlagningar
verður ekki tryggt nema með laga-
breytingu.“
Ástæðan fyrir því að nefndin
lagði ekki til breytingar á þessu,
þrátt fyrir að nefndin bendi á að
„opinberar verðákvarðanir séu al-
mennt á undanhaldi“, er sú að
fulltrúar launþegahreyfingarinnar
lögðust gegn því.
Björn Snæbjörnsson, sem sæti á
í búvörunefnd fyrir hönd ASÍ, segir
að ASÍ hafi lagt áherslu á að geta
áfram haft áhrif á verðlagningu
mjólkurafurða. Þetta fyrirkomulag
hafi gefist vel. Búvörunefnd hafi
ekki hækkað heildsöluverð í þrjú ár
sem þýði verulega kjarabót fyrir
neytendur. Nefndin hafi í lok síð-
asta árs samþykkt 2,5% hækkun og
það sé ótvírætt mikill árangur að
þetta skuli vera eina hækkunin á
mjólkurverði í fjögur ár. Hann seg-
ist ekki í vafa um að þróunin hefði
orðið önnur ef verðið hefði verið
frjálst.
Þó að afnám opinberrar verð-
lagningar hafi verið talsvert rætt í
viðræðum ríkisins og bænda um
nýjan mjólkursamning reyndi aldr-
ei alvarlega á það hvort samkomu-
lag næðist um að breyta þessu.
Ástæðan var sú að hvorugur aðili
vildi gera breytingar í þessa veru í
andstöðu við launþegahreyfinguna.
Nýr sauðfjársamningur
í undirbúningi
Núverandi samningur ríkisins
við sauðfjárbændur rennur út á
næsta ári og reiknað er með að
undirbúningur undir gerð nýs
samnings hefjist í vetur. Bændur
hafa þegar skipað fulltrúa í samn-
inganefnd, en beðið er eftir tilnefn-
ingum af hálfu ríkisins. Ekkert
liggur því fyrir um hvernig nýr
samningur kemur til með að líta út.
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra segist vilja setja þessa
vinnu á fullan skrið í vetur. Það
þurfi að fara yfir það hvernig útlitið
í þessum alþjóðasamningum sé.
„Ég er hins vegar alveg klár á því
að sauðfjársamningurinn hefur
skilað bændum miklu, bæði í því að
undirbúa sauðfjárbúskapinn undir
nýja tíma og að afkoma sauðfjár-
bænda er að batna. Ég held að
þetta hafi verið mjög góður samn-
ingur og að við eigum ekkert að
breyta honum meira en nauðsyn-
legt er.“
ur notað tímann?
Morgunblaðið/Golli
Geir H. Haarde, fyrrverandi fjár-
málaráðherra, og Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra fengu sér mjólk
að drekka eftir að hafa skrifað undir
nýjan samning við bændur um stuðn-
ing við mjólkurframleiðsluna. Samn-
ingurinn gildir til sjö ára eða fram yfir
næsta kjörtímabil.
egol@mbl.is
en búvöruverðið er engu að síður
viðkvæmasta málið.
Nefndinni er ekki einungis ætlað
að skila skýrslu um orsakir hás mat-
vælaverðs. Hún á að „gera tillögur
sem miða að því að færa matvæla-
verð nær því sem gengur og gerist í
helstu nágrannaríkjunum“, eins og
segir í fréttatilkynningu frá forsæt-
isráðuneytinu. Forsendur nefndar-
innar eru því alveg skýrar. Henni er
ætlað að gera tillögur um lækkun
matarverðs. Tillögurnar eiga að
liggja fyrir um mitt ár þannig að
hægt verði að leggja fram lagafrum-
varp næsta haust. Fróðlegt verður
að sjá hvort nefndinni tekst að upp-
fylla erindisbréfið án þess að leggja
til lækkun tolla og/eða lækkun á
vörugjöldum.
Í þessu samhengi benda viðmæl-
endur blaðsins á að Halldór Ás-
grímsson sé í framboði í Reykjavík
þar sem fylgi Framsóknarflokksins
er í sögulegu lágmarki ef marka má
skoðanakannanir. Með því að koma
til móts við þá sem gagnrýna hátt
matvælaverð á Íslandi, ekki síst
verð á búvörum, sé hann m.a. að
koma á móts við kjósendur sína í
borginni.
Þá má nefna að stjórnvöld hafa
sett af stað vinnu sem miðar að því
að breyta skipulagi stjórnarráðsins.
Í þeirri vinnu hlýtur sú hugmynd,
sem lengi hefur verið rædd, að
verða skoðuð, að sameina öll at-
vinnuvegaráðuneytin. Verði það
gert er hætt við að staða landbún-
aðarins innan stjórnkerfisins veik-
ist.
Davíðs
egol@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 11