Morgunblaðið - 22.01.2006, Side 25
ráðsins er mér það auðvitað
ánægjuefni.
Það má nefna sem dæmi að
ógreiddar innistæður íslenskra fyr-
irtækja vegna sölu á sjávarafurð-
um voru gerðar upp að fullu áður
en Sovétríkin hrundu og því náði
ekkert annað OECD-ríki. Til dæm-
is voru stórfelldar skuldir, sem
Finnar náðu ekki að innheimta.“
Misreiknuðu sig í Smugudeilu
Ólafur sagði að náðst hefði gott
samband við stjórnvöld í Moskvu á
þessum tíma.
„Þegar Smugudeilan kom upp
undir lok starfstíma míns í Moskvu
voru samskipti okkar við þann ráð-
herra, sem fór með sjávarútvegs-
mál, einkar góð. Ég áleit því væn-
legt og lagði til að málið yrði rætt
jöfnum höndum við norsk og rúss-
nesk stjórnvöld. Hins vegar var
tekin sú ákvörðun hér heima að
fyrst væri rétt, eins og það var
orðað, „að leysa málið við Norð-
menn og láta þá svo hjálpa okkur
við að leysa það gagnvart Rúss-
um“. Allir þekkja söguna. Norð-
menn urðu okkur ennþá þyngri í
skauti en Rússar. Og ég hef vissu
fyrir því að norski sendiherrann í
Moskvu vann að því ötullega að fá
Rússa upp á móti okkur. Það kem-
ur fyrir að við sendiherrarnir er-
lendis kysum að betur væri hlustað
á ráðleggingar okkar, en sem bet-
ur fer eru ekki mörg dæmi af
þessu tagi.“
Valdseigla kínverska
kommúnistaflokksins
Sovétríkin hrundu, en kommún-
istaflokkurinn hefur haldið velli í
Kína.
„Í sjálfu sér átti sama þróunin
sér stað í Sovétríkjunum og Kína,“
sagði Ólafur. „Frá kommúnisma
yfir í markaðshagkerfi. Það er
enginn vafi á því að Kínverjar litu
mjög til þróunarinnar í Rússlandi
sem víti til að varast. Þeir höfðu í
rauninni mikið gagn af því að geta
haft slíkt fordæmi. Gorbatsjov vildi
’En ég mætti yfirleitt – yfirleitt – fullkom-inni háttvísi á þessum fundum. Ég myndi
ekki segja að soðið hefði upp úr, en ég minn-
ist hryssingslegrar framkomu í tvígang.‘
hagsáætlunin var 55 milljónir
danskra króna [rúmlega 550 millj-
ónir íslenskra króna]. Fjögur
Norðurlandanna greiddu 24%, en
Íslendingar 4%. Okkar eigin fjár-
veiting var 57 milljónir íslenskra
króna. Þar af eru þessi fjögur pró-
sent rúmlega 20 milljónir íslenskra
króna, en hitt kostnaður við ýmsan
undirbúning og sérstaklega við
einkar velheppnaða menningar-
kynningu á Íslandsdegi sýningar-
innar 15. júlí síðastliðinn þar sem
3000 manna áhorfendasvæði var
nánast fullskipað. Það er sérstök
ánægja að segja frá því að það
tókst að halda útgjöldum innan við
þessar fjárveitingar bæði hvað
snertir norræna þáttinn og þann
íslenska. Það þykir töluvert afrek
og er of fátítt.
Þema sýningarinnar í þetta
skipti var „Viska náttúrunnar“. Af
Norðurlandanna hálfu var meðal
annars kynnt vistvæn orka: jarð-
hiti, vindorka og vatnsorka. Líka
var lögð áhersla á hönnun og mik-
ilvægi hafsins. Þykir hafa komið í
ljós að það sem þarna var sýnt hafi
náð vel til sýningargesta, vakið að-
dáun þeirra og áhuga margra á að
heimsækja löndin. Hörð sam-
keppni var um að halda næstu sýn-
ingar.
Sameiginlegur skáli í Sjanghæ?
Það verður minni heimssýning í
Saragossa 2008, en næsta stórsýn-
ing verður í Sjanghæ 2010. Enginn
vafi leikur á því að okkur yrði hag-
ur af því ef norrænt samstarf héld-
ist í einhverju formi. Framundan
er að taka afstöðu til þess. Það má
ganga út frá að Norðurlöndin flest
telji sig þurfa að leggja meiri
áherslu en þurfti núna á það sem
þau hafa sérstaklega fram að færa,
til dæmis er Kína langstærsti
markaðurinn fyrir farsíma Nokia
og Ericsson og líka framleiðslu-
land. Það var því rætt um eitthvað
sem bæri keim af samstarfinu um
sendiráðin í Berlín þannig að nor-
rænn skáli yrði ef til vill að hluta
til sameiginlegur, en löndin hefðu
síðan eins og botnlanga út af fyrir
sig, misstóra, þar sem þau réðu
sjálf hvað sýnt væri.“
Stormasamur tími í Moskvu
Ólafur hefur komið víða við í
störfum sínum fyrir utanríkisráðu-
neytið. Hann var sendiherra í
Moskvu frá 1990 til 1994 þegar
Sovétríkin leystust upp og fylgdist
því með í návígi þegar heimsmynd-
in breyttist. Síðar varð hann sendi-
herra í Peking og hefur fylgst með
því hvernig kínverski risinn hefur
rumskað eftir langan svefn.
„Það var náttúrulega einstakt að
vera í Moskvu á þessum tíma,“
sagði Ólafur. „Valdaránstilraunin í
ágúst 1991 og aftur umsátrið um
þinghúsið í október 1993 voru at-
burðir sem gerðust í minni tíð.
Sendiráðið var á næstu grösum við
vettvang þessara atburða. Morg-
uninn eftir að Gorbatsjov hafði
verið færður nauðugur suður í land
og fluttur í stofufangelsi komu boð
frá Jeltsín í sendiráðið. Hann ósk-
aði eftir að hitta nokkra sendi-
herra. Ég fór á þennan fund í
Hvíta húsinu þennan morgun, rétt
áður en hann steig upp á skrið-
drekann úti fyrir og ávarpaði fólk-
ið. Þarna útskýrði Jeltsín sína
stöðu og bað sendiherrana um að
koma henni til skila. Í lokin bað
hann sendiherrana að hraða sér til
sendiráða sinna því hann ætti von
á að gerð yrði tilraun til að taka
húsið nánast hvenær sem væri.
Þetta voru sögulegir tímar.
Ég hafði áður hitt Jeltsín, setið
hjá honum í þrjú kortér, aðallega
til að fá álit hans á stöðunni í
Eystrasaltsríkjunum. Þetta var
eftir að hann var orðinn forseti
Rússlands og var í áþekkri aðstöðu
og Eystrasaltsríkin. Hann var að
reyna að fá meira frjálsræði fyrir
Rússland undan Sovétstjórninni.
Þetta var líka nokkrum dögum áð-
ur en Jón Baldvin Hannibalsson,
þáverandi utanríkisráðherra, fór til
Eystrasaltsríkjanna. Það var gagn-
legt þá að heyra hvernig Jeltsín
mat stöðuna í Eystrasaltsríkjun-
um, en honum hafði verið ráðið frá
því að fara til Litháen vegna
ástandsins. Atbeini Íslands og
stuðningur við Eystrasaltsríkin og
endurheimt þeirra á sjálfstæði
varð til þess að ég þurfti að hafa
mun meiri samskipti við ráðamenn
en íslenskur sendiherra þarf alla-
jafna og þá í þeim tilgangi að
skýra stefnu okkar og vinna að því
að framganga okkar til stuðnings
Eystrasaltsríkjunum yrði ekki til
að skaða hagsmuni okkar gagnvart
Sovétríkjunum. Ég mætti yfirleitt
– yfirleitt – fullkominni háttvísi á
þessum fundum. Ég myndi ekki
segja að soðið hafi upp úr, en ég
minnist hryssingslegrar framkomu
í tvígang. Á tímabili var búist við
að Sovétstjórnin sliti stjórnmála-
sambandi og óskaði eftir því að ís-
lenski sendiherrann færi úr landi.
Ég man eftir blaðamanni, sem kom
til mín til viðtals, og fyrsta spurn-
ingin var hvort ég væri byrjaður
að pakka. Þessu var spáð af því að
það sem Ísland væri að gera kæmi
Sovétstjórninni illa, en sem betur
fer var ekki hægt að greina nein
merki þess að við værum látin
gjalda afstöðu okkar. Að því leyti,
sem það er árangur af starfi sendi-
reyna að breyta bæði hagkerfinu
og kommúnistaflokknum um leið
þannig að flokkurinn gæti haldið
áfram að vera forustuafl. Íhalds-
öflin í kommúnistaflokki Sovétríkj-
anna urðu honum hins vegar of-
viða. Honum tókst ekki að fara þá
leið, sem verið er að fara í Kína.
Það er mjög athyglisvert að sjá
hvernig Kínverjar hafa þróað mál-
in. Þeim hefur tekist að koma á
miklu virkari þátttöku alþjóðlegra
og vestrænna fyrirtækja í upp-
byggingunni. Ég er þeirrar skoð-
unar að ein ástæðan til þess að
svona ógæfulega fór í Sovétríkj-
unum og Rússlandi hafi verið að
vestrænar ríkisstjórnir og alþjóð-
leg fyrirtæki voru afskaplega sein
til samstarfs og héldu að sér hönd-
um. Sumar ráðleggingar alþjóð-
legra stofnana voru líka óraunsæj-
ar miðað við þær erfiðu aðstæður
sem almenningur bjó við.“
Ólafur sagði að í þessu ljósi væri
fróðlegt að íhuga þá stefnu sem
Jiang Zemin forseti, sá er kom í
heimsókn til Íslands, markaði um
þróun kommúnistaflokksins í Kína,
en til hans teljast um 66 milljónir
félagsmanna. „Jiang setti fram
þrjár áherslur fyrir starfi flokks-
ins: Að gæta hagsmuna meirihluta
þjóðarinnar, standa vörð um fram-
leiðsluöflin og menningarþróunina.
Um leið var flokkurinn opnaður
fyrir kaupsýslumönnum, var í raun
gerður nánast að flokki allra
stétta. Með öðrum orðum, bæði
varðandi stefnuna og svo þessa
opnun voru sköpuð skilyrði til að
hann gæti áfram verið forystu-
flokkur í algerlega breyttu þjóð-
félagi. Þetta er raunar ágætt dæmi
um þau hyggindi sem vart verður í
mörgum kínverskum stjórnarat-
höfnum og ráða miklu um vel-
gengni þeirra,“ sagði Ólafur að
lokum – og kemur í því sambandi
upp í hugann að milljónamæringar
á dollaravísu í Kína hafi fyrir ári
síðan verið orðnir 236 þúsund.
kbl@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 25