Morgunblaðið - 22.01.2006, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.01.2006, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 29 FISKELDISSTÖÐ TIL SÖLU! Miklilax að Hrauni I í Fljótum Fiskeldisstöðin Miklilax er staðsett á jörðinni Hraun I, Fljótahreppi, skammt frá Siglufirði. Húsakostur: Vandað sláturhús úr límtré, 485,3 m2 stálklætt. Rafstöðvarhús 153,7 m2 (steypt). Djúpdæluhús 38,8 m2 (steypt ) og skúrar. Fiskeldisker: Steyptur botn og hliðar úr glerjungshúðuðu stáli: 8 stk. Ø 23,9 m og 3 stk. Ø 12,9 m. Véla- og tækjabúnaður: Rafstöð Cummins 820 hp, keyrð 900 klst., Rafall Leroy-Somer 516 kw, 4 stk. Framo djúpdælur, 4-5 stk. loftdælur, krapavél Type B105 o.m.fl. Lausamunir: Talsvert magn af plaströrum Ø600 mm og 170 mm og ýmsu öðru efni og búnaði. Upplýsingar verða gefnar í síma 444 8706 og einnig má senda fyrirspurnir á faxnúmerið 444 8709 og á netfangið henry@kbbanki.is. Óskað er eftir tilboðum í alla stöðina eða hluta þ.e. byggingar, vélar eða lausamuni Senda skal inn formleg tilboð ásamt greiðsluskilmálum. Tilboðsfrestur er til 10. febrúar 2006. Tilboð sendist til KB banka, Sóltúni 26, 105 R. c/o Henrý Þór. Kaupþing banki hf. áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. X RÝMINGARSALA Gegnheilar flísar frá kr. 1.090.- m Smellt plastparket frá kr. 790.- m Verðdæmi: 2 2 Skútuvogi 6 Sími 568 6755 www.alfaborg.is  25% afsláttur af Nordsjö málningu Flísaafgangar frá kr. 600 m2 Þúsundir fermetra af flísum á lækkuðu verði Það er svo margt semmennirnir vita ekki, tildæmis hver skapaðistjörnurnar og setti þærþarna og af hverju,“ segir vinur minn ákafur. Ég er í þungum þönkum um fátækt í heiminum, frið- arhorfur og ástandið í Súdan, og finn ekkert gáfulegra til að segja en: „Ha?“ „Já, af hverju eru stjörnurnar þarna? Sjáðu þær!“ segir hann og bendir heillaður upp í himininn. Hann er frá Suður-Súdan og heitir Michael. Við sitjum á plaststólum úti í náttmyrkrinu. Himinhvolfið er eins og þykkt teppi sem er þakið fallegu, silfruðu glimmeri. Í raf- magnsleysi úti á landi í Suður-Súd- an sé ég margfalt fleiri stjörnur en ég á að venjast. Þær sjást ekki svona vel í ljósamergðinni í Reykja- vík. Michael bendir upp í himininn og segir hugsi: „Ef Guð skapaði stjörn- urnar og heiminn – hver skapaði þá Guð? Og ef Guð er ekki til og heim- urinn er samsettur úr efni og engu öðru, hvernig varð þá veröldin til? Ég meina, segja ekki vísindamenn- irnir að ekkert geti orðið til af engu? En hvernig byrjaði þá eitthvað í fyrstu?“ spyr Michael, ranghvolfir í sér augunum og fer að hlæja. Þegar tónlist táknar frelsi Seinna sama kvöld berst ómur af trumbuslætti utan úr náttmyrkrinu. Á kvöldin heyrist iðulega í einhverj- um syngja og spila á trommur. Stundum berst tónlist frá mörgum stöðum í einu. „Veistu, þetta er nýtt,“ hvíslar strákur á mínum aldri að mér, þar sem við sitjum við lítinn varðeld. „Í stríðinu var ekki sungið svona og spilað. Þetta er nýtt. Núna erum við nefnilega frjáls. Við erum kannski fátæk en við erum frjáls,“ segir hann. „Þegar ég heyri tónlist- ina þá veit ég að ég er frjáls. Þetta er svona frelsistónlist!“ Ég kinka kolli. Fyrir utan kofann þar sem ég gisti er skotbyrgi en í dag vappa geitur þar í kring. Það er tímanna tákn. Rétt hjá skotbyrginu er vatnsdæla þar sem fólk af svæð- inu nær í vatn. Konur og börn bera stóra brúsa á höfðinu og veifa út- lendingnum feimin. Skordýr og híenur Nóttin á dvalarstað mínum hefur sín eigin hljóð. Ég skríð upp í rúm undir trumbuslætti og söng. Stund- um tekst mér að heyra tónlistina þagna, stundum hefur hún hins veg- ar fleytt mér inn í draumaheiminn. Þegar tónlistin hættir taka hljóðin í skordýrunum við. Þau eru hávær. Híenurnar sem byrja að væla þar á eftir eru þó enn háværari. Eða eru þær að góla, jafnvel hlæja? Ég bylti mér undir moskítónetinu í rúminu. Það birtir af degi og fuglarnir byrja að syngja. Að lokum heyri ég mannamál við vatnsdæluna. Þá er kominn dagur. Morgunblaðið/Sigríður Víðis Konur og barn ræða lífið og tilveruna fyrir utan heimili sitt í Rumbek í Suður-Súdan. „Ef Guð skapaði stjörnurnar og heiminn — hver skapaði þá Guð?“ spurði félagi minn mig um kvöldið. Við sátum undir stjörnubjörtum himni. Stjörnur, Guð og skotbyrgi sigridurv@mbl.is Svipmynd frá Súdan Sigríður Víðis Jónsdóttir Fréttasíminn 904 1100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.