Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 33
Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur • Borgartún 3 • 105 Reykjavík • Sími 411 3000
Reitirnir sem um ræðir eru Lögreglustöðvarreitur, Skúlagarður,
Hampiðjureitur, KB bankareitur, Tryggingastofnunarreitur og reitur sem
afmarkast af Einholti og Þverholti, en síðast taldi reiturinn hefur þegar verið
auglýstur með athugasemdafresti til 1. mars.
Auk formanns skipulagsráðs, Dags B. Eggertssonar, og embættismanna
munu skipulagsráðgjafar mæta á fundinn og kynna nýjar tillögur að
deiliskipulagi svæðisins.
Einnig mun verða stutt umfjöllun um skipulag Miklatúns.
Íbúar á svæðinu og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta og
kynna sér og ræða hinar nýju tillögur.
Fundurinn verður haldinn að Kjarvalsstöðum
á Miklatúni þriðjudaginn 24. janúar n.k.
og hefst kl. 17:00.
Hlemmur plús
kynningarfundur
Skipulagsráð og Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur boða til
almenns fundar þar sem kynntar verða tillögur að nýju deiliskipulagi á
6 reitum umhverfis Hlemm. Í tillögunum er m.a. gert ráð fyrir talsverðri
endurnýjun og uppbyggingu nýrra bygginga.
Um daginn færði bisk-up Íslands, einn afæðstu embættis-mönnum þjóðarinnar,okkur öllum þann
boðskap að ef samkynhneigðir
gætu gengið í heilagt hjónaband
í guðs nafni, jafngilti það því að
henda hjónabandi okkar hinna á
haugana. Þegar fólk brást
ókvæða við, kallaði hann við-
brögðin moldviðri.
Jamm. Hann má sem sagt
bendla ástamál hluta þjóðarinnar
við ruslahauga, en andmælendur
eiga að skammast sín fyrir að
halda ekki kjafti. Eins og segir í
hinni góðu bók: „Guð, ég þakka
þér, að ég er ekki eins og aðrir
menn …“
(Lk.18.11)
Af því að ég
ber virðingu
fyrir bisk-
upnum, hef ég
að undanförnu
verið að velta
því mikið fyrir mér hvernig
kirkjuleg hjónavígsla samkyn-
hneigðs pars muni eyðileggja
mitt hjónaband. Hvernig gerist
það? Koma hommar og lesbíur
þá upp á milli okkar hjóna? Kem-
ur haugalykt af rúmfötunum okk-
ar? Ég hef satt að segja ekki náð
að átta mig á þessu. En í heila-
brotum mínum um þennan að-
steðjandi voða, hef ég staðnæmst
við eitt. Ef hjónabandi mínu
stendur ógn af samkynhneigðum
í hjónabandi, hvað þá með ferm-
inguna mína og alla þá homma
og þær lesbíur sem prestar
landsins hafa fermt í gegnum ár-
in?
Það er löngu ljóst að fjöldinn
allur af þessum bólugröfnu
englabörnum sem staðfest hafa
skírnarheitið frammi fyrir guði
almáttugum í kirkjum landsins á
liðnum árum, eru samkyn-
hneigðir einstaklingar. Er ekki
alveg borðleggjandi að fermingin
er fyrir löngu orðin haugamatur?
Eða, hver er munurinn? Er
hann kannski sá að við fermingu
er samkynhneigð viðkomandi
sjaldnast opinber? Er allt í lagi
að ferma homma og lesbíur af
því að presturinn veit ekki að
þau eru hommar og lesbíur? Ætti
kirkjan ekki að afturkalla ferm-
ingu þeirra sem koma út úr
skápnum, eftir að hafa verið bætt
í raðir liðsmanna Jesú frá Nas-
aret, sem reyndar var ógiftur og
barnlaus samkvæmt frásögn bibl-
íunnar og aldrei við kvenmann
kenndur samkvæmt sömu heim-
ild?
Ég verð að játa að ég finn
reyndar ekki fyrir því að það
beri skugga á þá
staðreynd að ég er fermdur, þó
út um allt land sé fullt af sam-
kynhneigðu fólki sem einnig er
fermt. Ég er jafnfermdur samt.
Eins sýnist mér, að ég verði jafn-
ágætlega kvæntur, þótt samkyn-
hneigt par gifti sig líka. Ef ein-
hver getur skemmt mitt
hjónaband er það ég sjálfur.
Það er í sjálfu sér ekkert óeðli-
legt, hvað þá óvænt, að kirkjan
sé ekki í takt við tímann. Hún
hefur ekki verið það síðan hún
missti ægivald sitt yfir lýðnum
og þar með möguleikann til að
láta hann þramma í takt við sig.
Þess vegna er staðan sú að
auðvitað mega hommar og lesb-
íur gifta sig í íslenskum guðs-
húsum. Þau mega bara ekki gift-
ast þeim sem þau elska. Og
þannig á það að vera að mati
biskups. Þannig hljóðar hin heila
forpokun.
Ég held að því sé þannig varið
með marga nútímamenn að þeim
finnist yfirleitt ekkert mikið um
kirkjuna, hvorki gott né slæmt,
en líti alls ekki á sig sem and-
stæðinga hennar eða óvini.
En nú hefur kirkjan, gegnum
yfirmann sinn, sjálfan besta vin
aðal, lagt sitt af mörkum til að
eignast fjölda beinna andstæð-
inga með því að tengja ástir sam-
kynhneigðra guðs barna við úr-
gang og eyðileggingu.
Ég segi bara: Sá sem á slíka
vini, hefur ekkert að gera við
óvini.
Hin heilaga
forpokun
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Svein-
björn I. Bald-
vinsson