Morgunblaðið - 22.01.2006, Síða 39

Morgunblaðið - 22.01.2006, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 39 um að karlar fengju betri tækifæri til að sinna heimili og börnum. Það sást vel á þessari ráð- stefnu að karlar eru byrjaðir að hugsa og tala um jafnréttismál, ekki aðeins út frá kröfum kvenna, heldur út frá sínum eigin kröfum um breytingar. Duncan Fisher lýsir mikilli aðdáun á því kerfi fæðingarorlofs, sem komið hefur verið á hér á landi; segir raunar að miðað við brezkan raun- veruleika sé það „frá öðru sólkerfi“. Hann segir að Bretar eigi afar langt í land með að tryggja körlum tækifæri til að sinna börnunum sínum. Þar í landi eiga feður ekki kost á neinu greiddu fæðingaror- lofi. Fisher segir öflugt bandalag standa í vegi fyr- ir öllum breytingum í málinu; bandalag atvinnu- rekenda, sem ekki vilji að karlar breytist og fari að sinna börnunum sínum meira en þeir gerðu, og kvenréttindakvenna, sem hafi enga trú á að karlar geti breytzt; vantreysti þeim einfaldlega til að sjá um umönnun barna og vilji opinber dagvistarúr- ræði fremur en að trúa feðrum fyrir barnauppeldi. „Hvers vegna eru svona margar kvenréttindakon- ur tregar til [að samþykkja fæðingarorlof feðra], þegar kvennabaráttan á svona mikið undir því að karlar axli aukna ábyrgð sem feður?“ sagði Fisher. Hann vísaði meðal annars til skrifa Polly Toynbee, hins þekkta dálkahöfundar í The Guardian, sem skrifaði eitt sinn að í Svíþjóð tækju feður ýmist ekki fæðingarorlofið sitt eða notuðu það til að skjóta elgi. Karlar, völd og ofbeldi Þriðji aðalfyrirlesar- inn á ráðstefnunni var Kanadamaðurinn Michael Kaufman, stofnandi hinnar alþjóðlegu hreyfingar hvíta borð- ans (White Ribbon) gegn kynbundnu ofbeldi – og reyndar ofbeldi yfirleitt. Hann fjallaði ekki sízt um þátt valds og yfirráða í hinni hefðbundnu karl- mennskuímynd. Samkvæmt þessari ímynd eiga karlar ekki aðeins að ráða yfir konum, heldur eiga líka sumir karlar að ráða yfir öðrum og ofbeldi er oft aðferðin til að tryggja þau yfirráð. Ofbeldi er jafnvel viðurkennt sem samskiptaaðferð meðal karlmanna og hafið til skýjanna í íþróttum, bíó- myndum, bókmenntum og hernaði. Karlmenn hafa í rauninni haft leyfi samfélagsins til að leysa mál með ofbeldi og það er ástæðan fyrir því að kynbundið ofbeldi er stundum kallað „heimilis- ófriður“ og talið einkamál viðkomandi fjölskyldu. Kaufman fjallaði um það, sem hann kallaði þversögn valds karlsins og hann lýsir með eftirfar- andi hætti: Í menningu karla er lögð gríðarleg áherzla á að karlinn ráði; í samfélaginu, í vinnunni, á heimilinu. Karlar koma sér upp brynju gagnvart tilfinningum til að tryggja yfirráð sín, eru upp- teknir af alls konar ytri táknum valdsins; titlum, peningum o.s.frv. Ef karlinn á að vera alvöru karl- maður má hann heldur ekki sýna á sér veikar hlið- ar eins og þær að hann kunni að sjá um smábörn. En þessi áherzla á hinn sterka, valdamikla karl- mann er jafnframt undirrót ótta og óöryggis, ein- angrunar, sjálfshaturs og árásargirni. Margir karlmenn geta nefnilega aldrei orðið sterkir og valdamiklir. Það hefur út af fyrir sig alltaf verið þannig, segir Kaufman, en vandamálið verður ennþá flóknara í samfélögum Vesturlanda, þar sem hin hefðbundnu landamæri á milli kynhlut- verka eru byrjuð að færast til. Margir karlar geta t.d. ekki með nokkru móti tekizt á við þá staðreynd að maki þeirra hafi hærri laun en þeir sjálfir eða beri flottari titil. Og niðurstaðan, segir Kaufman, er því miður oft að karlar reyna að bæta sér upp raunverulegan eða ímyndaðan missi valda og áhrifa með því að beita aðra ofbeldi. Það getur beinzt að börnum, konum, minnihlutahópum eða einhverjum öðrum, sem virðist liggja vel við höggi. Kaufman bendir ennfremur á þau vandamál, sem liggi í hinni hefðbundnu skilgreiningu á karl- mennsku sem andstæðu hins kvenlega. Hæfileikar til að annast um aðra, lesa í tilfinningar og sýna umhyggju, eru tengdir konum og þar af leiðandi eitthvað, sem „alvöru karlmenn“ þurfa ekki á að halda. Þetta leiðir af sér að sumir karlar eiga erfitt með að setja sig í spor annarra og tengja við til- finningar þeirra. Þetta eykur líka á hættuna á að karlar beiti aðra ofbeldi, ekki sízt kynferðislegu of- beldi, segir Kaufman. Áleitnar spurningar Það ber að sjálfsögðu að varast að alhæfa út frá umræðum af þessu tagi. Það kom skýrt fram á ráðstefnunni í Tallinn að í mismunandi þjóðfélagshópum er hin hefðbundna karl- mennskuímynd mismunandi sterk. Líklega er hún lífseigust í efsta og neðsta lagi þjóðfélagsins; hjá þeim, sem hafa mikil völd, peninga og áhrif og hjá þeim sem eiga lítið af þessu öllu. Jafnframt er það mjög mismunandi á milli landa hvað karlar teljast mega gera og hvað ekki. Í Dag- legu lífi hér í Morgunblaðinu var fyrir réttri viku rætt við Ingólf V. Gíslason, sviðsstjóra á Jafnrétt- isstofu, um nýútkomna bók með reynslusögum af fæðingarorlofi feðra í fjórum löndum. „Þeir lýsa þessu sem jákvæðri reynslu og mjög gefandi tíma- bili. Þeir uppgötvuðu nýjar hliðar á sjálfum sér og áttuðu sig betur á því hvað heimilis- og umönn- unarstörf eru gríðarlega tímafrek. Íslensku og dönsku feðurnir upplifðu jákvæð viðbrögð sam- félagsins við því að þeir fóru í feðraorlof en á Möltu og í Litháen þá þurftu menn bæði að takast á við mjög neikvæð viðbrögð atvinnulífsins og taka við þeim skilaboðum í kringum sig að þeir væru nú ekki merkilegir karlar að vera heima og skipta um bleiur,“ segir Ingólfur. En þótt ekki beri að alhæfa, felast ýmsar áleitn- ar spurningar í þeim umræðum, sem fram fóru á ráðstefnunni í Tallinn. Það er t.d. engin ástæða til þess fyrir karlkynið sem heild að axla einhvers konar sameiginlega sekt á kynbundnu ofbeldi. En getur verið að í hinni hefðbundnu karlmennsku- ímynd felist viðurkenning á ofbeldi sem sam- skiptaleið, sem ýtir undir slík afbrot og veitir þeim jafnvel ákveðna réttlætingu? Er ekki löngu kom- inn tími til að karlmenn taki sig saman og hafni of- beldi sem leið í mannlegum samskiptum, með skýrum og afdráttarlausum hætti? Má ekki ætla að efling föðurhlutverksins og umönnunarþáttarins í ímynd karlmennskunnar stuðli ekki aðeins að betri tengslum feðra og barna, meira jafnvægi á vinnumarkaðnum og á heimilunum, heldur líka friðsamlegri samskiptum og minna ofbeldi gagnvart konum og börnum? Menn, sem hafa orðið að axla ábyrgð á umönnun kornabarns, uppgötva gjarnan á sér nýja og til- finninganæmari hlið. Eru þeir líklegir til að kyssa börnin sín og leggja þau í vögguna og fara svo að berja mömmu þeirra? Rétt eins og samfélagið hefur auðgazt á því að konur skáru upp herör gegn hefðbundnu kynhlut- verki fyrir hundrað árum og hófu sókn inn á svið, sem karlar höfðu áður átt einir, munum við græða á því að karlar brjótist út úr gömlum staðalmynd- um og kanni nýjar veiðilendur. Og það er raunar ein meginforsenda þess að sú vegferð, sem konur hófu fyrir rúmri öld, nái takmarki sínu, eins og Morgunblaðið hefur margoft fjallað um; að karlar og konur séu raunverulega þátttakendur í sam- félaginu á jafnréttisgrundvelli. Konur ná ekki að standa jafnfætis körlum hvað laun, völd, forrétt- indi og áhrif varðar nema karlar fórni einhverjum af þessum hefðbundnu mælikvörðum karlmennsk- unnar fyrir innihaldsríkari samskipti við fjöl- skyldu sína, fjölbreyttara tilfinningalíf og þau for- réttindi að fá að vera heima og sinna búi og börnum. Það er auðvitað frumskilyrði að karlar vilji þetta sjálfir – og æ fleiri vilja það. Það hlýtur að segja sína sögu að á undanförnum sex árum hafa um 18.000 feður nýtt sér nýfenginn rétt sinn til fæð- ingarorlofs. Tekið sér hlutverk, sem feður þeirra litu líklega aldrei á sem sitt. Breytt lífi sínu að ein- hverju leyti. Og það er líka skilyrði, eigi árangur að nást, að konur treysti körlum til að taka við verkefnum, sem þær hafa sinnt að mestu leyti einar, rétt eins og karlar þurfa að treysta konum fyrir störfum, sem þeir unnu áður einir. Karlar eiga, ekkert síður en konur, að vera óhræddir við að gera hluti, sem þeir máttu áður ekki gera. Að fara inn á svið, sem konur áttu einar. Að þessu leyti má segja sem svo að það séu miklu meira spennandi tímar framundan hjá körlum en hjá konum, sem hafa nú þegar breytt svo miklu. Morgunblaðið/Ásdís Hafa karlar breytzt? Þetta var sjaldséð sjón fyrir áratug, en hún er algeng í dag. Á hundrað árum hefur hlutverk kvenna í samfélag- inu breytzt gíf- urlega. Og konur hafa breytzt; ungar konur hafa allt aðr- ar hugmyndir um stöðu sína og hlut- verk en ömmur þeirra eða lang- ömmur. Konur hafa sótt inn á hér um bil öll svið, sem áður voru frátekin fyrir karla, þótt þær standi þeim hreint ekki alls staðar jafn- fætis. En hvað með karl- ana? Hafa þeir breytzt? Hefur hlut- verk karlmannsins, eða hugmyndir okk- ar um það, tekið breytingum? Hafa karlar sótt inn á svið, sem áður voru frátekin fyrir kon- ur? Þurfa þeir þess yfirleitt? Vilja þeir það? Það verður að segjast eins og er, að þessum spurn- ingum hefur verið miklu minni gaumur gefinn. Karlar hafa sjálfir ekki spurt þeirra að ráði í op- inberum umræðum, nema þá alveg ný- lega. Laugardagur 21. janúar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.