Morgunblaðið - 22.01.2006, Síða 41

Morgunblaðið - 22.01.2006, Síða 41
en það gerði félagi hans og skipti ég um bíl. Ranghalarnir þó viðlíka margir ásamt óvæntum sjónarhorn- um, en skáldið safnaði munum frá öllum heimshornum. Draumahúsið í Isla Negra tekur hinum tveim mikið fram og er sem heilt safn fágætra muna, einkum tengdra hafinu, einnig útskornar grímur og hvers konar tréskúlptúr- ar víða að. Sjálf staðsetningin stór- brotin og myndræn, klettótt bað- strönd fyrir neðan, hvítfyssandi öldur úthafsins leika um sanda og freyða um sker. Vinir Neruda nefndu hann sjáandann, Gabriel Garcia Marques, mesta skáld tutt- ugustu aldarinnar, þá var hann kommúnisti og and-„intellektúal“. Hann var nemandi Gabrielu Mistral sem hjálpaði honum að fá styrk til að nema frönsku við háskólann í Sant- iago. Neruda var tilnefndur erind- reki utanríkisþjónustunnar og sem slíkur konsúll víða í Austurlöndum fjær og ferðaðist vítt og breitt um þau. Kom til greina sem forsetaefni í Chile en mælti með vini sínum Salva- dor Allende sem náði naumlega kjöri og útnefndi skáldið sendiherra í Par- ís. Sneri heim eftir að hafa frétt af valdatöku herforingjanna en lést 12 dögum eftir morðið á Allende. Hér í þessu fjarlæga landikemst maður betur að þvíen víða annars staðar hvemikillar virðingar Nóbels- verðlaunin njóta sem eitthvað alveg sérstakt og hámark þess sem mögu- legt er að afreka í bókmenntum. Norðurlöndin verða að vera sér bet- ur vitandi um sérstöðu sína í heim- inum, og að stórum auðveldara er að glata henni en viðhalda. Þessu þurfa stjórnmálamenn að gera sér betri grein fyrir og að samviskunni og þjóðarstoltinu megi ekki drekkja í múgmennsku né gera að söluvöru á heimsmarkaði. Minningu Gabrielu Mistral ekki síður sómi sýndur, til að mynda er minnisvarði um skáldkonuna og verk hennar á Sánkti Luciuhæð í Santiago. Mistral var barnakennari að mennt og afburða bráðger sem skáld og hóf feril sinn aðeins fimm- tán ára. Sautján ára kynntist hún tuttugu og þriggja ára gömlum járn- brautarstarfsmanni sem var fyrsta stóra ástin í lífi hennar. Þremur ár- um seinna framdi hann sjálfsmorð sem tók mjög á hana og hún orti sig frá með mögnuðum ljóðum. Viðföng hennar voru þunglyndisleg og harm- ræns eðlis þar sem vitundin um dauðann var jafnaðarlega innan seil- ingar, sem er raunar kennimark suð- ur-amerískrar listar í það heila. En er lífið ekki í eðli sínu harmræns eðl- is og vitundin um tómið sem bíður allra á stundum áleitin? Dauðinn við næsta horn og menn fjarlægjast hann ekki með því að setja upp sól- gleraugu. Athafnir Gabríelu Mistral á vettvangi barnafræðslu í heima- landi sínu, allt frá Antofagasta í norðri til Punta Arenas í suðri, sem og í Mexíkó, sýndu allt aðra hlið á persónunni, þrungna eldmóði og bjartsýni. Formið sem hún valdi ljóðum sínum var þannig öðru frem- ur listræns eðlis, sprottið upp af rót- um hefða og alþýðumenningar. Straumhvörf urðu á lífi skáldkon- unnar eftir Nóbelsverðlaunin sem nú gegndi ýmsum störfum á vegum utanríkisþjónustunnar, var konsúll á Spáni, Portúgal og Brasilíu. Ferðað- ist mikið, skrifaði, flutti fyrirlestra og vann að málefnum barna, og þeg- ar hún lést í Hempstead, New York 1957 var hún löngu virtasti fulltrúi Suður-Ameríku í heiminum. Við hæfi að auka hér við, að konur virðast sækja stíft fram í Chile um þessar mundir, kemur ekki einungis fram varðandi fyrsta kvenforseta landsins Michelle Bachelet, heldur einnig hvað snertir sjónvarpsþulurn- ar, sem stjórnuðu flestum kappræð- um fyrir kosningar. Þær virtust að best varð séð standa sig frábærlega, kunna sitt fag til hlítar. Skaðar trauðla að dömurnar voru til viðbót- ar fjallmyndarlegar, látlaust og vel til hafðar. Þróun sem hefði glatt Gabrielu Mistral og Pablo Neruda um leið. bragi@internet.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 41 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 Rannsóknarnámssjóður Umsóknarfrestur til 1. mars 2006 Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Stjórn Rannsóknarnámssjóðs auglýsir almenna styrki úr sjóðnum 2006 Umsóknarfrestur er til 1. mars 2006 Hlutverk Rannsóknarnámssjóðs er að styrkja rannsóknatengt framhaldsnám að loknu grunn- námi við háskóla. Veittir eru styrkir til framfærslu nemenda í rannsóknatengdu framhaldsnámi, sem stundað er við háskóla eða á ábyrgð hans í samvinnu við rannsóknastofnanir eða fyrirtæki. Styrkurinn til framfærslu miðast einungis við þann tíma sem nemendur vinna að meistara- eða doktorsverk- efni sínu. Rannsóknaverkefni skal nema að minnsta kosti 30 einingum af náminu (60 ECTS ein- ingum) og tengjast rannsóknasviði leiðbeinanda. Sé námið stundað við háskóla erlendis skal rannsóknaverkefnið lúta að íslensku viðfangsefni og vísindamaður með starfsaðstöðu á Íslandi taka virkan þátt í leiðbeiningu nemandans. Framlag leiðbeinanda hér á landi þarf að vera veru- legt og vel skilgreint. Tilhögun námsins fer eftir reglum einstakra deilda og eftir almennum reglum háskóla. Umsókn- ir þurfa að áritast af aðalleiðbeinanda og forstöðumanni deildar/stofnunar. Stjórn Rannsóknar- námssjóðs leitar faglegrar umsagnar um vísindalegt gildi verkefna, framkvæmda- og fjárhags- áætlun og vísindalega hæfni leiðbeinenda hjá óháðum aðilum með aðstoð vísindanefnda við- komandi háskóla eða samsvarandi aðila, áður er stjórnin úthlutar styrkjum. Umsækjendur, leið- beinendur jafnt sem nemendur, eru hvattir til að kynna sér vandlega reglur sjóðsins og þær kröfur sem gerðar eru til umsækjenda. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar fyrir umsækjendur fást á heimasíðu Rannís: www.rann- is.is eða á skrifstofu Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar veitir Ingi- björg Björnsdóttir, sími 515 5819, netfang ingibjorg@rannis.is. Umsóknir skal senda í þríriti til Rannís merktar „Rannsóknarnámssjóður“. Auk almennra styrkja veitir Rannsóknarnámssjóður FS-styrki í samvinnu við fyrirtæki og stofn- anir. Sjá nánari upplýsingar um FS-styrki á heimasíðu Rannís.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.