Morgunblaðið - 22.01.2006, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 22.01.2006, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 43 Nú bjóðum við til janúarveislu á Kanarí á frábærum kjörum. Við bjóðum stökktu tilboð á ótrúlegu verði. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 24. eða 31. janúar frá kr. 29.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin Verð kr.29.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku, stökktu tilboð 24. og 31. janúar. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000 á mann. Verð kr.39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/stúdíó í viku, stökktu tilboð 24. og 31. janúar. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000 á mann. Þetta var í miðri ólgu stöðugraleynisamninga við önnur ríki og pólitískra æsinga innanlands í Englandi. Málalok urðu stöðugt tvísýnni og uggvænlegri, segir í ævisögu Viktoríu eftir Lytton Strachey. Þegar hinir löngu og hættulegu samn- ingar voru komnir á úrslitastig kom sú fregn að Palm- erston lávarður utanríkisráðherra væri farinn frá. Hann var mjög vinsæll með þjóð sinni og því gaf fólk reiði sinni lausan tauminn enda þol þjóðarinnar að bresta vegna ógna sem að steðjuðu úr öll- um áttum, segir í ævisögunni enn- fremur. Hugir manna í Englandi þá voru æstir og reiðir og þá grunaði sam- særi og jafnvel landráð. Þessir ór- ar um handtöku Alberts og Viktor- íu stöfuðu af þeim æsingum sem í lofti lágu að mati Strachey. Rann- sóknir hans og annarra síðar sýndu ekki að Albert hefði á nokkurn hátt verið viðriðinn landráð, – en búið var að hrakyrða hann verulega í umræðum og blöðum um nokkra hríð þegar orðrómurinn komst af stað. Svo kom að því að óvissan sem fólkið skynjaði varð að vissu, Krím- stríðið skall á. En þá reyndist Al- bert trúr Englandi og fékk upp- reisn æru. Því get ég þessa hér að mér hef- ur fundist loftið hér á Íslandi hafa að undanförnu verið ærið lævi blandið. Svo æstar hafa umræður manna verið að halda mætti að ein- hver ógn ægilegri en DV steðjaði að þjóð vorri. Hver gæti sú ógn verið? Helst dettur manni í hug hið undarlega ástand á kauphallar- markaðinum og víðar í viðskiptalíf- inu. Það er undarleg spenna á þeim vettvangi sem gæti bent til þess að eitthvað háskalegt væri í aðsigi. Hugurinn reikar næstum eins og ósjálfrátt til hins mikla verðfalls á hlutabréfum sem var undanfari kreppuáranna illræmdu. Fólk hefur þá hæfileika, rétt eins og dýr, að skynja hættu í um- hverfi sínu. Það er eins og fólk núna óri fyrir hættu, það eitt finnst mér geta skýrt nógsamlega hina miklu múgæsingu sem ríkt hefur en er að því er virðist í rénum í bili. Margt líkar almenningi ekki, svo sem hinir himinháu starfsloka- samningar sem sumir fá, ofsagróði banka og annarra fjármálafyrir- tækja og óeining þeirra sem mest hafa völdin í krafti peninga í þessu samfélagi. Kannski er það þessi grunur um að eitthvað háskalegt sé í aðsigi sem meðfram veldur æs- ingi fólks, einhvers staðar þarf innri óróinn að fá útrás. Með þessu er þó ekki verið að gera lítið úr þeim tilefnum sem gefin hafa verið fyrir æsingnum, víst hefur mörgum mislíkað – en fyrr má nú fyrr vera. Það er stundum fjarskalega óþægi- legt að vera staddur mitt í ólgu hins lifandi lífs, miklu þægilegra er að lesa um ólgu fyrri tíma, hana er hægt að kortleggja og skoða fyrir tilstilli þeirrar framvindu sem mál- in fengu og heimildir eru um. Það bíður því betri tíma og líklega seinni tíma manna að kortleggja það sem nú er að gerast í íslensku þjóðfélagi. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Hvað er að gerast? Ólga fyrr og nú eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Í janúar 1854 ríkti mikil múgæsing í London. Orðrómur var um að Albert prins, eiginmaður Viktoríu drottn- ingar, hefði verið tekinn fastur fyrir landráð og ætti að flytja hann í Tower. Sumir sögðu að drottningin hefði líka verið handtekin. Í allar lúgur á höfuðborgarsvæðinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.