Morgunblaðið - 22.01.2006, Page 46

Morgunblaðið - 22.01.2006, Page 46
46 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Erum með í sölu mjög gott 630 fm atvinnuhúsnæði á jarðhæð sem skiptist í skrifstofuaðstöðu og lag- erpláss með tveimur góðum inn- keyrsludyrum. Nánari uppl. á skrif- stofu FM í síma 550 3000. Verð 70 millj. 90710 Dugguvogur - Atvinnuhúsnæði Erum með í sölu 173 fm atvinnu- húsnæði á góðum stað við Eið- istorg. Húsnæðið er að mestu einn salur. Húsnæðið býður upp á ýmsa möguleika. Nánari uppl. á skrifstofu FM í síma 550 3000. Einnig fmeignir.is og mbl.is. Verð 25 millj. 90709 Eiðistorg - Seltjarnarnesi Erum með í sölu 53 fm tveggja herb. íbúð á efstu hæð ofarlega við Grettisgötu. Kjörin eign sem fyrsta eign. Nánari uppl. á skrifst. FM í síma 550 3000. Verð 12,5 millj. 10850 Grettisgata SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-16 VESTURÁS 64 - EINBÝLI Vorum að fá í sölu þetta reisulega 260 fm einbýlis- hús á einstökum útsýnis- stað rétt fyrir ofan Elliðaár- dalinn með útsýni yfir borgina, Snæfellsjökul, Esjuna og víðar. Húsið er allt hið glæsilegasta og er sérlega vel skipulagt. M.a. 5 rúmgóð herbergi, góðar stofur og rúmgott eldhús með hurð út á sólpall. Suðvestursvalir og austur- svalir út úr 3 herbergjum. Mjög fjölskylduvænt hús á frábærum stað. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. Verð 56,7 millj. Húsið verður til sýnis í dag á milli kl. 14 og 16 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Í einkasölu glæsilegt um 166,9 fm endaraðhús á tveimur hæðum auk ca.40 fm rislofts, samtals um 210 fm. Innb. bílskúr. Húsið er vel stað- sett í afar góðu og barnvænu hverfi við Bæjargil í Garðabæ. Eignin skiptist í forst., hol, eldhús, stofu, borðst., gestasn., þvottah., sól- stofu, 4-5 herb, baðherb. og bíl- skúr. Fallegar innr. og gólfefni eru parket og flísar. Falleg lóð með glæsil. sólpalli, hellul. plani, útigeymslu og tilheyrandi. Stutt er í leikskóla, grunn- skóla og framhaldskóla. Myndir af eigninni eru á mbl.is. Upplýsingar veittir Þor- björn Helgi. 8960058. Bæjargil - Hf. Raðh. Mjög fallegt 169,2 fm tveggja íbúða hús ásamt 45 fm bílskúr, samtals um 214,2 fm. Húsið er byggt árið 1947 og stendur á glæsi- legri 1390 fm lóð. Forstofa, hol, eldhús, búr, stofa, baðherbergi, barnaherbergi og hjónaherbergi. Í risi er eitt herbergi undir súð, hol og geymslur. Eigninni fylgir stúdeóíbúð með sérinngangi. Bílskúr er byggður 1977. Frábær staðsetning. Uppl. veitir Þorbjörn Helgi í s. 896 0058. Skólagerði - Kóp. einb. Hraunhamar fasteignasala kynnir nýtt í einkasölu mjög fallega og vel skipulagða 100,1 fm, 4ra herb. íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli, vel staðsett á Holtinu í Hafnarfirði. Eignin skipt- ist í forstofu, hol, eldhús, stofu, borðstofu, sjónvarpshol, tvö barna- herbergi, hjónaherbergi, baðher- bergi, þvottahús og geymslu. Fallegar innréttingar og gólfefni eru parket og flísar. Ný standsettur 4ra íbúða stigagangur. Glæsileg eign, verð 19,9 millj. Myndir af eigninni á mbl.is. Suðurbraut - Hf. 4ra herb. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu mjög glæsilega 134,3 fm neðri hæð í tvíbýli með sérinngangi. Stæði í bílageymslu. Íbúðin er vel staðsett á frábærum útsýnisstað í austurhlíðum Vatnsendahvarfs. Hæðin stendur hátt og er fagurt útsýni yfir Elliðavatn og Heiðmörk og allt að Hengilssvæðinu, Vífilsfelli og Bláfjöllum. Hæðin skiptist í anddyri, gang, gestasnyrtingu, hol, eldhús, stofu, borðstofu, hjónaherbergi, tvö barnaherbergi, baðherbergi, geymslu og þvottahús. Glæsilegar innréttingar frá HTH, tæki frá AEG og gólfefni hlynparket og mustangflísar. Eign í algjörum sérflokki. Verð 34,9 millj. Til afhendingar strax. Myndir af eigninni á mbl.is Asparhvarf 19D - Sérh. - Kóp. OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 15:30 TIL 16:30 LESTAKERFI á Íslandi er fýsilegur kostur ef menn kasta af sér hlekkjum vanans og dirfast að hugsa út fyrir ramm- ann. Víða um heim hafa lestir gengið í endurnýjun lífdaga, einkum þar sem kraf- ist er orkusparnaðar og lækkunar launa- kostnaðar. Reykvík- ingar gætu hætt að rífast um Reykjavík- urflugvöll og skatt- borgarar sparað sér háar fjárhæðir sem annars færu í tvöföld- un Hvalfjarðarganga og annarra vegabóta. Umskipunarhöfn fyrir gáma á leið frá Asíu til Evrópu og austur- strandar Ameríku er fýsilegur kostur á Austurlandi ef Íslend- ingar byggja upp öflugt lestakerfi í landinu. Úr hlekkjum vanans Miklar breytingar hafa átt sér stað í samgöngumálum í nágrenni höfuðborgarinnar. Opnun Hval- fjarðarganga markaði tímamót og afnám strandsiglinga sömuleiðis. Um leið jókst álag flutninga á veikburða vegi landsins sem vissu- lega hafa sumstaðar verið lag- færðir. Borgaryfirvöld vilja fá landsvæði Reykjavíkurflugvallar og nota undir byggingar en lands- byggðarfólk kvartar undan því að 45 mínútna aksturstími til Kefla- víkur sé of langur, eigi sá flug- völlur að koma í staðinn. Lausn þessara vandamála er að byggja upp háhraða lestakerfi um land allt. Lestir ferðast auðveldlega tvöfalt (vöruflutningar) til þrefalt (farþegaflutningar) hraðar en öku- tæki ef miðað er við löglegan há- markshraða. Helmingi fljótari til Akureyrar Flutningsgeta járnbrauta er margfalt meiri en vörubíla og þess vegna er rökrétt að byggja upp nýtt lesta- kerfi í stað þess að lappa sífellt upp á vegina. Járnbrautir geta legið frá Reykjavík til Reykjaness, yfir Sprengisand til Ak- ureyrar og þaðan austur að Mývatni, um Vesturland bæði til Vestfjarða og um Norðurland til Ak- ureyrar, og svo suður meðfram ströndinni til Víkur eða Hafnar. Einnig er hringur um Austfirði hugsanlegur sem tengdist Norður- landi og e.t.v. Suðurlandi líka. Lestakerfi gæti þjónað bæði fólks- og vöruflutningum og nýtt ís- lenska orku, s.s. rafmagn og vetni, og þar af leiðandi orðið afar hag- stæð fyrir þjóðarbúið, ekki síst með hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu í huga. Hugmyndin um hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur hefur skotið upp kollinum af og til, eink- um á síðum Morgunblaðsins. Sama má segja um hugmyndina um sporvagna- eða léttlestakerfi fyrir höfuðborgarsvæðið. Mest skilvirkni fæst ef bæði þessi kerfi eru notuð saman, og eftir því sem fleiri áfangastöðum er þjónað. Ferðahraði lesta miðað við hefð- bundnar vegasamgöngur leiðir til augljóss tímasparnaðar. Lest sem ferðast á 300 kílómetra hraða væri til dæmis helmingi fljótari til Ak- ureyrar en einkabíll þrátt fyrir nokkra viðkomustaði á leiðinni. Í Ölpunum eru bílar og rútur flutt með lestum á veturna, m.a. vegna þess að lestarsamgöngur eru óháðari veðri en vega- samgöngur eða flugsamgöngur, gagnstætt því sem margir halda. Til er það sem heitir hraðbraut á hjólum þar sem fjöldi stórra vöru- flutningabíla er færður gegnum heil lönd. Járnbraut yfir Sprengi- sand sem tengir Norður- og Suð- urland getur þjónað sama hlut- verki. Slíkt samgöngumannvirki getur bæði nýst til vöru- og fólks- flutninga. Erlendir ferðamenn fengju tækifæri til að sjá miðhá- lendi Íslands á þægilegan og fljótlegan hátt og þessi ferðamáti fyrirbyggði utanvegaakstur að einhverju leyti. Á sama hátt myndi járnbraut kringum landið, með tengingu til Ísafjarðar, skapa áður óþekkta möguleika í ferða- þjónustu. Aðalhöfn landsins á Austfjörðum Verði járnbraut lögð hringinn í kringum landið skapar það ýmiss konar viðskiptatækifæri fyrir fyr- irtæki á landsbyggðinni og stækkar atvinnusvæði höfuðborg- arinnar verulega. Og um leið létt- ir á lóðaskorti innan höfuðborg- arinnar. Án tilkomu járnbrautar verður brátt nauðsynlegt að tvö- falda Hvalfjarðargöngin, einkum ef sjóflutningar flytjast að nokkru eða öllu leyti úr Sundahöfn norð- ur fyrir Hvalfjörð. Sjóleiðin norður fyrir Rússland verður brátt fær samkvæmt rann- sóknarniðurstöðum vísindamanna. Þá opnast fyrir siglingar frá Asíu til Evrópu og austurstrandar Am- eríku og stóra gámaumskip- unarhöfn kemur til með að vanta á leiðinni, t.d. á Austfjörðum. Í augsýn er stórkostlegt við- skiptatækifæri fyrir Íslendinga haldi þeir rétt á spilunum. Maltverjar færðu sér legu eyj- arinnar í Miðjarðarhafi í nyt og sjá um umskipun gáma sem koma um Súesskurð á leið til Miðjarð- arhafshafna. Slík höfn á Aust- fjörðum getur orðið aðalhöfn landsins ef öflugar járnbraut- arsamgöngur eru til staðar. Ís- lendingar þurfa að kasta af sér hlekkjum vanans og nýta sér kosti járnbrauta fyrir vöru- og fólksflutninga. Járnbraut – það er málið Jens Ruminy fjallar um samgöngur ’Sjóleiðin norður fyrirRússland verður brátt fær samkvæmt rann- sóknarniðurstöðum vísindamanna.‘ Jens Ruminy Höfundur er stjórnmálafræðingur. smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.