Morgunblaðið - 22.01.2006, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 22.01.2006, Qupperneq 46
46 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Erum með í sölu mjög gott 630 fm atvinnuhúsnæði á jarðhæð sem skiptist í skrifstofuaðstöðu og lag- erpláss með tveimur góðum inn- keyrsludyrum. Nánari uppl. á skrif- stofu FM í síma 550 3000. Verð 70 millj. 90710 Dugguvogur - Atvinnuhúsnæði Erum með í sölu 173 fm atvinnu- húsnæði á góðum stað við Eið- istorg. Húsnæðið er að mestu einn salur. Húsnæðið býður upp á ýmsa möguleika. Nánari uppl. á skrifstofu FM í síma 550 3000. Einnig fmeignir.is og mbl.is. Verð 25 millj. 90709 Eiðistorg - Seltjarnarnesi Erum með í sölu 53 fm tveggja herb. íbúð á efstu hæð ofarlega við Grettisgötu. Kjörin eign sem fyrsta eign. Nánari uppl. á skrifst. FM í síma 550 3000. Verð 12,5 millj. 10850 Grettisgata SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-16 VESTURÁS 64 - EINBÝLI Vorum að fá í sölu þetta reisulega 260 fm einbýlis- hús á einstökum útsýnis- stað rétt fyrir ofan Elliðaár- dalinn með útsýni yfir borgina, Snæfellsjökul, Esjuna og víðar. Húsið er allt hið glæsilegasta og er sérlega vel skipulagt. M.a. 5 rúmgóð herbergi, góðar stofur og rúmgott eldhús með hurð út á sólpall. Suðvestursvalir og austur- svalir út úr 3 herbergjum. Mjög fjölskylduvænt hús á frábærum stað. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. Verð 56,7 millj. Húsið verður til sýnis í dag á milli kl. 14 og 16 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Í einkasölu glæsilegt um 166,9 fm endaraðhús á tveimur hæðum auk ca.40 fm rislofts, samtals um 210 fm. Innb. bílskúr. Húsið er vel stað- sett í afar góðu og barnvænu hverfi við Bæjargil í Garðabæ. Eignin skiptist í forst., hol, eldhús, stofu, borðst., gestasn., þvottah., sól- stofu, 4-5 herb, baðherb. og bíl- skúr. Fallegar innr. og gólfefni eru parket og flísar. Falleg lóð með glæsil. sólpalli, hellul. plani, útigeymslu og tilheyrandi. Stutt er í leikskóla, grunn- skóla og framhaldskóla. Myndir af eigninni eru á mbl.is. Upplýsingar veittir Þor- björn Helgi. 8960058. Bæjargil - Hf. Raðh. Mjög fallegt 169,2 fm tveggja íbúða hús ásamt 45 fm bílskúr, samtals um 214,2 fm. Húsið er byggt árið 1947 og stendur á glæsi- legri 1390 fm lóð. Forstofa, hol, eldhús, búr, stofa, baðherbergi, barnaherbergi og hjónaherbergi. Í risi er eitt herbergi undir súð, hol og geymslur. Eigninni fylgir stúdeóíbúð með sérinngangi. Bílskúr er byggður 1977. Frábær staðsetning. Uppl. veitir Þorbjörn Helgi í s. 896 0058. Skólagerði - Kóp. einb. Hraunhamar fasteignasala kynnir nýtt í einkasölu mjög fallega og vel skipulagða 100,1 fm, 4ra herb. íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli, vel staðsett á Holtinu í Hafnarfirði. Eignin skipt- ist í forstofu, hol, eldhús, stofu, borðstofu, sjónvarpshol, tvö barna- herbergi, hjónaherbergi, baðher- bergi, þvottahús og geymslu. Fallegar innréttingar og gólfefni eru parket og flísar. Ný standsettur 4ra íbúða stigagangur. Glæsileg eign, verð 19,9 millj. Myndir af eigninni á mbl.is. Suðurbraut - Hf. 4ra herb. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu mjög glæsilega 134,3 fm neðri hæð í tvíbýli með sérinngangi. Stæði í bílageymslu. Íbúðin er vel staðsett á frábærum útsýnisstað í austurhlíðum Vatnsendahvarfs. Hæðin stendur hátt og er fagurt útsýni yfir Elliðavatn og Heiðmörk og allt að Hengilssvæðinu, Vífilsfelli og Bláfjöllum. Hæðin skiptist í anddyri, gang, gestasnyrtingu, hol, eldhús, stofu, borðstofu, hjónaherbergi, tvö barnaherbergi, baðherbergi, geymslu og þvottahús. Glæsilegar innréttingar frá HTH, tæki frá AEG og gólfefni hlynparket og mustangflísar. Eign í algjörum sérflokki. Verð 34,9 millj. Til afhendingar strax. Myndir af eigninni á mbl.is Asparhvarf 19D - Sérh. - Kóp. OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 15:30 TIL 16:30 LESTAKERFI á Íslandi er fýsilegur kostur ef menn kasta af sér hlekkjum vanans og dirfast að hugsa út fyrir ramm- ann. Víða um heim hafa lestir gengið í endurnýjun lífdaga, einkum þar sem kraf- ist er orkusparnaðar og lækkunar launa- kostnaðar. Reykvík- ingar gætu hætt að rífast um Reykjavík- urflugvöll og skatt- borgarar sparað sér háar fjárhæðir sem annars færu í tvöföld- un Hvalfjarðarganga og annarra vegabóta. Umskipunarhöfn fyrir gáma á leið frá Asíu til Evrópu og austur- strandar Ameríku er fýsilegur kostur á Austurlandi ef Íslend- ingar byggja upp öflugt lestakerfi í landinu. Úr hlekkjum vanans Miklar breytingar hafa átt sér stað í samgöngumálum í nágrenni höfuðborgarinnar. Opnun Hval- fjarðarganga markaði tímamót og afnám strandsiglinga sömuleiðis. Um leið jókst álag flutninga á veikburða vegi landsins sem vissu- lega hafa sumstaðar verið lag- færðir. Borgaryfirvöld vilja fá landsvæði Reykjavíkurflugvallar og nota undir byggingar en lands- byggðarfólk kvartar undan því að 45 mínútna aksturstími til Kefla- víkur sé of langur, eigi sá flug- völlur að koma í staðinn. Lausn þessara vandamála er að byggja upp háhraða lestakerfi um land allt. Lestir ferðast auðveldlega tvöfalt (vöruflutningar) til þrefalt (farþegaflutningar) hraðar en öku- tæki ef miðað er við löglegan há- markshraða. Helmingi fljótari til Akureyrar Flutningsgeta járnbrauta er margfalt meiri en vörubíla og þess vegna er rökrétt að byggja upp nýtt lesta- kerfi í stað þess að lappa sífellt upp á vegina. Járnbrautir geta legið frá Reykjavík til Reykjaness, yfir Sprengisand til Ak- ureyrar og þaðan austur að Mývatni, um Vesturland bæði til Vestfjarða og um Norðurland til Ak- ureyrar, og svo suður meðfram ströndinni til Víkur eða Hafnar. Einnig er hringur um Austfirði hugsanlegur sem tengdist Norður- landi og e.t.v. Suðurlandi líka. Lestakerfi gæti þjónað bæði fólks- og vöruflutningum og nýtt ís- lenska orku, s.s. rafmagn og vetni, og þar af leiðandi orðið afar hag- stæð fyrir þjóðarbúið, ekki síst með hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu í huga. Hugmyndin um hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur hefur skotið upp kollinum af og til, eink- um á síðum Morgunblaðsins. Sama má segja um hugmyndina um sporvagna- eða léttlestakerfi fyrir höfuðborgarsvæðið. Mest skilvirkni fæst ef bæði þessi kerfi eru notuð saman, og eftir því sem fleiri áfangastöðum er þjónað. Ferðahraði lesta miðað við hefð- bundnar vegasamgöngur leiðir til augljóss tímasparnaðar. Lest sem ferðast á 300 kílómetra hraða væri til dæmis helmingi fljótari til Ak- ureyrar en einkabíll þrátt fyrir nokkra viðkomustaði á leiðinni. Í Ölpunum eru bílar og rútur flutt með lestum á veturna, m.a. vegna þess að lestarsamgöngur eru óháðari veðri en vega- samgöngur eða flugsamgöngur, gagnstætt því sem margir halda. Til er það sem heitir hraðbraut á hjólum þar sem fjöldi stórra vöru- flutningabíla er færður gegnum heil lönd. Járnbraut yfir Sprengi- sand sem tengir Norður- og Suð- urland getur þjónað sama hlut- verki. Slíkt samgöngumannvirki getur bæði nýst til vöru- og fólks- flutninga. Erlendir ferðamenn fengju tækifæri til að sjá miðhá- lendi Íslands á þægilegan og fljótlegan hátt og þessi ferðamáti fyrirbyggði utanvegaakstur að einhverju leyti. Á sama hátt myndi járnbraut kringum landið, með tengingu til Ísafjarðar, skapa áður óþekkta möguleika í ferða- þjónustu. Aðalhöfn landsins á Austfjörðum Verði járnbraut lögð hringinn í kringum landið skapar það ýmiss konar viðskiptatækifæri fyrir fyr- irtæki á landsbyggðinni og stækkar atvinnusvæði höfuðborg- arinnar verulega. Og um leið létt- ir á lóðaskorti innan höfuðborg- arinnar. Án tilkomu járnbrautar verður brátt nauðsynlegt að tvö- falda Hvalfjarðargöngin, einkum ef sjóflutningar flytjast að nokkru eða öllu leyti úr Sundahöfn norð- ur fyrir Hvalfjörð. Sjóleiðin norður fyrir Rússland verður brátt fær samkvæmt rann- sóknarniðurstöðum vísindamanna. Þá opnast fyrir siglingar frá Asíu til Evrópu og austurstrandar Am- eríku og stóra gámaumskip- unarhöfn kemur til með að vanta á leiðinni, t.d. á Austfjörðum. Í augsýn er stórkostlegt við- skiptatækifæri fyrir Íslendinga haldi þeir rétt á spilunum. Maltverjar færðu sér legu eyj- arinnar í Miðjarðarhafi í nyt og sjá um umskipun gáma sem koma um Súesskurð á leið til Miðjarð- arhafshafna. Slík höfn á Aust- fjörðum getur orðið aðalhöfn landsins ef öflugar járnbraut- arsamgöngur eru til staðar. Ís- lendingar þurfa að kasta af sér hlekkjum vanans og nýta sér kosti járnbrauta fyrir vöru- og fólksflutninga. Járnbraut – það er málið Jens Ruminy fjallar um samgöngur ’Sjóleiðin norður fyrirRússland verður brátt fær samkvæmt rann- sóknarniðurstöðum vísindamanna.‘ Jens Ruminy Höfundur er stjórnmálafræðingur. smáauglýsingar mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.