Morgunblaðið - 22.01.2006, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 59
Verkfæri
Milwaukee V28 volt. Meiri orka
- Lengri keyrslutími. Iðnaðar-
mannapakkar við allra hæfi.
Verkfærasalan ehf., Síðumúla 11,
sími 568 6899, fax 568 6893, net-
fang vfs@vfs.is.
Bátar
STK-tæki. Erum kaupendur að
notuðum STK-tækjum. Vinsam-
lega hafið samband í síma 565
2680. Bátaland ehf. www.bata-
land.is, Óseyrarbraut 2, Hafnar-
firði.
Bílar
Toyota Yaris árg. '02. Til sölu
Yaris. Silfurgrár, álfelgur, cd
player, samlitir stuðarar o.fl. Ek-
inn 61 þ. km. Einstaklega spar-
neytinn risa smábíll. Verð 890
þús. Uppl. Pétur s. 893 2523.
Til sölu Explorer XLT árg. 1991.
Leður, topplúga, á nýlegum 35",
breyttur f. 38", ekinn 96.000 mílur,
aukatankur, CB, loftdæla, lækkað
drif, loftsplittanir o.fl. Upplýsingar
í síma 824 2050.
Land Cruiser 90 VX bensín,
breyttur 35. Árg. '03. Ek. 65 þ. km.
250hp, loftdæla, 2 bensínt., sum-
ar- og vetrard. á felgum, dráttar-
beisli framan og aftan+rafm. Verð
4.900.000. Bein sala, engin skipti.
Sími 863 7499.
Frábær fjallabíll. Toyota LC90GX,
alger gullmoli, mikið breyttur og
mikið bættur. Árg. 1997, ek. 220
þ. en 100 þ. á vél. Verð 2,4 m.
Nánari uppl. í síma 895 9990.
Jeppar
Ford Escape Ltd. árg. 2005. Silf-
urgrár, ek. 23 þús. km. Sumar- og
vetrardekk. Viðbót við staðalbún-
að er lúxuspakki, dráttarbeisli,
glertopplúga og bakkskynjari.
Verð 2.950.000.
Upplýsingar í síma 896 2362.
Bílaþjónusta
Kringlubón, Kringlan 8 (beygt
inn hjá stóra og litla turni). Tökum
að okkur þvott, bón, alþrif, möss-
un og djúphreinsun.
Bónaðu bílinn meðan þú
verslar í Kringlunni.
Tímapantanir, s. 534 2455.
Ökukennsla
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla akstursmat.
Gylfi K. Sigurðsson
Suzuki Grand Vitara,
892 0002/568 9898.
Snorri Bjarnason
BMW 116i, nýr,
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat, '05
892 4449/557 2940.
Vagn Gunnarsson
Mersedes Benz,
894 5200/565 2877.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza,
696 0042/566 6442.
Fellihýsi
Óska eftir notuðu fellihýsi. Óska
eftir notuðu fellýsi, helst 8 feta,
vel með förnu, ekki eldra en '97.
Uppl. sendar með síma og mynd,
helst á habrekka@hotmail.com
og í síma 899 2407.
Mótorhjól
Frábær léttfjórhjól á léttverði.
150 þ. + vsk. Hjólin eru ný 150cc
9 hp (7kw) 5 gíra og einnig til
sjálfskipt. Viðgerðarþjónusta. Sjá
Haninn.is, Búvélaverkstæðið
Holti, sími 435 6662.
Varahlutir
JEPPAPARTAR EHF.,
Tangarhöfða 2, sími 587 5058
Nýlega rifnir Patrol '91-95, Terr-
ano II '99, Subaru Legacy '90-'04,
Impreza '97-04, Kia Sportage '03
og fleiri japanskir jeppar.
Þjónustuauglýsingar 5691100
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Smáauglýsingar
sími 569 1100
FRÉTTIR
EFTIRFARANDI yfirlýsing sam-
vinnuhóps margra kristinna trúar-
samfélaga vegna stjórnarfrum-
varps um málefni samkynhneigðra
verður send Alþingi, segir í frétta-
tilkynningu sem borist hefur
blaðinu. Yfirlýsingin fer hér á eftir:
Við undirrituð lýsum eindregn-
um stuðningi við biskup Íslands,
þegar hann segir að hjónaband sé
sáttmáli milli eins karls og einnar
konu, og teljum að nú beri að
standa vörð um hina upprunalegu
fjölskyldumynd og velferð fjöl-
skyldna og barna í íslensku sam-
félagi. Um leið hörmum við það
fráhvarf frá kristnum siðferðisgild-
um sem ríkisstjórn Íslands sýnir
með frumvarpi til laga um rétt-
arstöðu samkynhneigðra. Frá því
að þjóðin gerðist kristin, hefur hún
haft fyrrnefnd siðferðisgildi sem
grundvallarviðmiðun í löggjöf
landsins. Að lögleiða aðra skipan
er fráhvarf frá skýru og kláru boði
Heilagrar ritningar og í andstöðu
við siðfræði kristinnar kirkju í
heild sinni.
Með tilvísun til þeirra greina
frumvarpsins sem fjalla um ætt-
leiðingar barna til para í staðfestri
samvist og tæknifrjóvgun hjá kon-
um í staðfestri samvist, þá teljum
við í ljósi kristinnar grundvallaraf-
stöðu okkar hvort tveggja vera frá-
leitt. Við teljum að réttur barna sé
skertur með nefndu frumvarpi og
samband barns við föður og móður
ekki virt. Við minnum á að sam-
kvæmt upphafsgrein Barnalag-
anna, nr. 76/2003, á barn rétt á að
þekkja báða foreldra sína.
Breytingartillögu við frumvarp-
ið, sem felur í sér heimild forstöðu-
manna trúfélaga til hjúskapar-
vígslu tveggja einstaklinga af sama
kyni, teljum við fráleita og höfnum
henni alfarið. Rök okkar eru þau
sömu og áður: Hin boðaða löggjöf
fer þvert gegn kristinni kenningu
um hjónabandið og samband for-
eldra og barns.
Þau trúfélög og trúarhópar sem
standa að þessu (og gera það í
heild) eru: Hvítasunnukirkjan Fíla-
delfía, Reykjavík, Hvítasunnukirkj-
an í Keflavík, Hvítasunnukirkjan á
Akureyri, Hvítasunnukirkjan Bet-
el, Vestmannaeyjum, Hvítasunnu-
kirkjan Salem, Ísafirði, Hvíta-
sunnukirkjan Selfossi, Hvítasunnu-
kirkjan Kirkjulækjarkoti, Íslenska
Kristskirkjan, Grafarvogi, Frí-
kirkjan Kefas, Krossinn í Kópa-
vogi, Fríkirkjan Vegurinn, Bet-
anía, kristið samfélag, Hjálpræðis-
herinn á Íslandi, Sjónarhæðar-
söfnuður, Akureyri, Akurinn,
kristið samfélag, Kópavogi, Sam-
félag trúaðra, Reykjavík, Sam-
félagið Hörgshlíð 12, Vinyard,
kristið samfélag, Reykjavík, Að-
ventkirkjan á Íslandi, Rússneska
rétttrúnaðarkirkjan: Söfnuður
Moskvu-Patríarkatsins í Reykjavík
(Ísland – prestur Timur Zolot-
uskiy).
Og þar að auki einstaklingar í
(öðrum) trúfélögum: Anton Ingi-
marsson verslunarstjóri, dr. Arn-
grímur Jónsson fyrrv. sóknar-
prestur, Eva S. Einarsdóttir
ljósmóðir í Kópavogi, Flóki Krist-
insson sóknarprestur á Hvanneyri,
Guðlaugur L. Aðalsteinsson og k.h.
Kolbrún B. Jónsdóttir, Guðmundur
Óli Ólafsson fyrrv. prófastur í
Skálholti, Guðmundur Pálsson sér-
fræðingur í heimilislækningum,
Gústaf Níelsson sagnfræðingur í
Reykjavík, og k.h. Bergþóra Sig-
urbjörnsdóttir forstjóri, Halldór S.
Gröndal fyrrv. sóknarprestur, Jak-
ob Rolland kanslari kaþólsku kirkj-
unnar, Jón Oddgeir Guðmundsson,
Akureyri, Jón Valur Jensson guð-
fræðingur í Reykjavík, Jón Rafn
Jóhannsson OCDS, Laufey Jens-
dóttir húsmóðir, Lilja Kristjáns-
dóttir húsmóðir, fyrrv. kennari, dr.
Loftur R. Gissurarson, gæðastjóri
OR, Mosfellsbæ, Patrick Breen
sóknarprestur kaþólskra á Akur-
eyri.
Yfirlýsing til
stuðnings biskupi
RAFIÐNAÐARSAMBAND Íslands
(RSÍ), Samiðn og Starfsgreinasam-
band Íslands (SGS) hafa gert með
sér samkomulag um samstarf í þeim
tilgangi að styðja við uppbyggingu
verkalýðshreyfingarinnar í Eystra-
saltslöndunum og er þetta liður í
stuðningi Norrænu verkalýðshreyf-
ingarinnar við uppbygginguna þar.
Þetta kom fram á blaðamannafundi
sem félögin efndu til.
Fram kom að íslenska verkalýðs-
hreyfingin hefur skuldbundið sig til
að leggja sitt af mörkum, einkum í
matvæla-, bygginga-, efna-, málm-
og almennum iðnaði, en áætlað er að
hátt í fjögur þúsund íbúar Eystra-
saltslandanna vinni hjá íslenskum
fyrirtækjum í fyrrgreindum iðnaði.
Kynna kjarasamninga
og norrænt vinnuumhverfi
Í máli Skúla Thoroddsen, fram-
kvæmdastjóra SGS, sem ásamt Guð-
mundi Gunnarssyni, formanni RSÍ,
og Þorbirni Guðmundssyni, fram-
kvæmdastjóra Samiðnar, skipar
samráðshópinn sem hefur yfirum-
sjón með verkefninu, kom fram að í
samkomulaginu felst að fulltrúar ís-
lensku verkalýðsfélaganna munu
m.a. heimsækja og halda fundi um
verkefnið með forráðamönnum
þeirra íslensku fyrirtækja sem hasl-
að hafa sér völl í Eystrasaltslöndun-
um. Einnig verður fundað með
starfsmönnum íslensku fyrirtækj-
anna sem starfrækt eru í Eystra-
saltslöndunum og þeim kynnt grund-
vallaratriði kjarasamninga og
vinnuumhverfis á jafnt Íslandi sem
og hinum Norðurlöndunum. Ís-
lensku félögin munu beita sér fyrir
því að gerðir verði kjarasamningar
við starfsmenn viðkomandi fyrir-
tækja og að verkalýðsfélög verði við-
urkennd sem samningsaðilar fyrir
starfsfólk fyrirtækjanna sem og að
starfsmenn verði félagar verkalýðs-
félaga. Jafnframt verður lögð
áhersla á að styrkja færnisþróun, sí-
menntun og tengslanet.
Mikilvægt að endurheimta
traust almennings
„Með þessu erum við að leggja
okkar sameiginlega lóð á vogarskál-
ar hinnar norrænu hreyfingar og
ætlum að stuðla að þeirri jákvæðu
þróun þar sem komið verður á þetta
mikilvæga samspil sem við köllum
hornsteina hér á íslenskum vinnu-
markaði, þar sem takast á annars
vegar sterk launþegahreyfing og
hins vegar sterk hreyfingu atvinnu-
rekenda með aðkomu ríkisvaldsins
með það að markmiði að þróa vel-
ferðarsamfélagið. Þannig að þetta
fjallar í raun um þróun Evrópu á
næstu árum og áratugum,“ sagði
Skúli.
Benti hann á að eftir fall Sovétríkj-
anna hefði verkalýðshreyfingin í
mörgum fyrrum Austur-Evrópuríkj-
um nánast verið í lamasessi og í
Eystrasaltsríkjunum væri aðeins um
7–15% almenn þátttaka verkalýðs-
hreyfingunni. Sagði hann mikilvægt
að endurheimta traust almennings á
verkalýðshreyfingunni sem þyrfti að
taka að sér æ mikilvægara hlutverk í
því að standa vörð um réttindi fólks á
vinnumarkaði.
„Sökum þessa er gífurlega mikil-
vægt að við komum okkar þekkingu
á framfæri til launþega í þessum
löndum á nákvæmlega sama hátt og
fyrirtækin eru að koma sinni þekk-
ingu um markaðssetningu og rekst-
ur fyrirtækja inn í þessi lönd. Þannig
að útrás fyrirtækjanna fylgi okkar
útrás í leiðinni,“ sagði Skúli og tók
fram að íslenska verkalýðshreyfing-
in hefði þegar átt góðar viðræður við
íslenska atvinnurekendur um að
þróa íslenska velferðarkerfið. „Og af
hverju skyldum við ekki líka geta
gert það í þessum löndum, þar sem
félagslega velferðarkerfið er í mol-
um sem stendur.“
Þorbjörn Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Samiðnar, tók undir
þessi orð Skúla og bætti við: „Við
teljum mikilvægt að þau íslensku
fyrirtæki sem hasla sér völl í Eystra-
saltslöndunum geri það á jákvæðum
forsendum, þ.e. ætli sér að vera
þarna áfram í þessari uppbyggingu
en ekki bara að koma inn á löndin
með starfsemi sína meðan launin eru
svona lág eins og raun ber vitni.“
„Snýst um þróun
Evrópu til frambúðar“
Samkomulag um stuðning við uppbyggingu verkalýðs-
hreyfingar í Eystrasaltslöndunum
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
SÍÐASTLIÐNA helgi var opnuð í
Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi
sýning Gabríelu Friðriksdóttur,
Versations / Tetralógía, að við-
stöddu miklu fjölmenni. Í dag, sunnu-
daginn 22. janúar, kl. 15 mun Gabr-
íela fara um sýningu sína og segja
gestum frá verkinu og ferli sínum.
Verkið sýndi Gabríela fyrst í ís-
lenska skálanum sem fulltrúi Íslands
á Feneyjatvíæringnum síðastliðið
sumar. Sýningin stendur til 26. febr-
úar.
Listamanns-
spjall
Gabríelu
Morgunblaðið/Ómar
Úr Feneyjaverki Gabríelu.
KVENRÉTTINDAFÉLAG Íslands,
KRFÍ, heldur sína árlegu jan-
úarráðstefnu, föstudaginn 27. jan-
úar, í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja-
víkur. Ráðstefnan hefst kl. 14 og
stendur til 16 og er öllum opin. Boð-
ið er upp á veitingar fyrir ráð-
stefnugesti.
Á ráðstefnunni verður fjallað um
goðsagnir tengdar kvenhlutverk-
inu og birtingarmyndir þeirra mið-
að við mismunandi stöðu konunnar
í þjóðlífinu.
M.a. verður fjallað um goðsögn
konunnar í viðskiptalífinu, fjallað
um kynlífsgervingu á konum og
hvernig það hafi áhrif á ofbeldi
gagnvart konum. Þá verður fjallað
um ímynd jafnréttisins og vinnu-
markaðinn út frá staðalímyndum.
Ráðstefna KRFÍ um jafnréttismál