Morgunblaðið - 22.01.2006, Side 70

Morgunblaðið - 22.01.2006, Side 70
70 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Vinsældir eru sjaldnastkeppikefli hljómsveita, þóþær séu vitanlega mik-ilvægar að einhverju marki ef menn ætla að lifa af tónlist. Miklar vinsældir geta verið mikill kostur og þær geta líka verið bölvun eins og sannaðist á bandaríska tríóinu Nada Surf sem sló í gegn með laginu „Popular“ fyrir níu árum eða þar um bil. Í kjölfarið lenti sveitin í glímu við plötufyrirtæki sitt sem vildi meira af því sama og fjöldi tónlistaráhugamanna sneri baki við sveitinni fyrir það helst að hafa sleg- ið í gegn. Árunum sem liðin eru síð- an hefur sveitin svo eytt í að byggja sig upp aftur, sanna sig ef svo má segja, og tók reyndar stórt skref í þá átt á síðasta ári með ágætis plötu, The Weight is a Gift. Þeir félagarnir Matthew Caws, sem leikur á gítar og syngur, og Daniel Lorca, sem leikur á bassa, kynntust í miðskóla í New York, báðir miklir tónlistaráhugamenn og snemma farnir að spila saman, ým- ist bara tveir eða með öðrum. Þeir stofnuðu tríóið Because Because Because og síðar fékk nafnið Nada Surf. Undir því nafni sendi sveitin frá sér smáskífu 1993 og komst á samning. Um líkt leyti gekk til liðs við hana trymbillinn Ira Elliot, sem var í þeirri rómuðu sveit Fuzztones. Áður en þeir þremenningar náðu að ljúka við breiðskífuna gaf útgáfan sem samdi við þá upp öndina og þeir stóðu uppi samningslausir. Ric Ocasek, sem frægur er fyrir spila- mennsku í Cars og upptökustjórn á svo ólíkum sveitum sem Bad Relig- ion, Guided By Voices, Hole, Jon- athan Richman og Weezer, heyrði upptökurnar og tók sveitina að sér. Elektra gaf síðan út fyrstu breið- skífuna sem Ocasek vélaði um, og sú, High/Low, sló rækilega í gegn. Í kjölfarið fylgdu dagar víns og rósa, spilamennska og stjörnustæl- ar, en síðan var haldið í hljóðver að taka upp nýja plötu. Þegar þar var komið sögu var áhugi aftur á móti með minna móti innan Elektra; menn þar á bæ þóttust sjá teikn á lofti um að tónlist á við þá sem Nada Surf léki væri búin að syngja sitt síðasta. Þeir tregðuðust því við að gefa plötuna út í þeirri mynd sem sveitin skilaði henni og lögðu hart að þeim félögum að poppa hana upp og helst kasta dótinu og taka upp nýja grípandi létta skífu. Nada Surf- menn þráuðust við og fyrir vikið sátu upptökurnar fastar ofaní skúffu hjá Elektra um hríð, en komu svo út á plötunni The Proximty Effect. Sú þótti ekki vel heppnuð og hefur ekki elst vel. Plötunni var að vonum ekki vel tekið og flestir gerðu því skóna að Nada Surf væri búin að vera. Annað kom á daginn. Evrópa bjargar málunum Þeir Nada Surf félagar höfðu ver- ið venju fremur iðnir við tónleika- hald í ýmsum Evrópulöndum og náðu að byggja þar upp traustan áheyrendahóp sem brást þeim ekki. Þannig gat sveitin ferðast um álfuna og spilað eins og hana lysti og plötur hennar seldust alla jafna betur þar en á heimaslóðum. Þetta gaf þeim Nada Surf-þremenningum nennu til að halda áfram og fjórum árum síð- ar, 2003, kom út platan Let Go sem var, öllum að óvörum, hreinasta af- bragð. Getur nærri að Let Go hafi stapp- að stálinu í aðdáendur sveitarinnar víða í Evrópu og meira að segja tóku ýmsir Ameríkanar að sperra eyrun. Seint á síðasta ári kom svo út fjórða stóra plata Nada Surf, The Weight Is a Gift. Þeirri plötu hefur ekki verið síður tekið en Let Go og á það svo sem skilið því hún er betri um margt. Einn af lyklunum að því er sjálfsagt að hún var hljóðrituð í hljóðveri John Vanderslice, sem er með hæfileikamestu mönnum sem plötur hans sanna (heyr til að mynda Pixel Revolt frá síðasta ári). Annar sem lagði hönd á plóginn er Christopher Walla úr þeirri mætu sveit Death Cab for Cutie, sem skýrir væntanlega samhljóminn með sveitunum í sumum laganna. The Weight is a Gift er einskonar framhald Let Go, en tónlistin öllu meitlaðri en forðum, útsetningar tærari og minna um tildur. Það skrifa þeir félagar á það að þeir hljóðrituðu megið af plötunni vestur í San Francisco, en sjálfir eru þeir búsettir austur í New York. Fyrir vikið gátu þeir einbeitt sér að tón- listinni, en þeir tóku sér líka hálfs ár frí frá plötunni er upptökum var lokið áður en haldið var aftur vestur til að hljóðblanda og gera frum- eintak. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Nada Surf snýr aftur Nada Surf skaut upp á stjörnuhimininn fyrir ára- tug og hvarf síðan sjónum manna um hríð. Sveitin hélt þó velli og sendi fyrir skemmstu frá sér fram- úrskarandi skífu. Seint á síðasta ári kom svo út fjórða stóra plata Nada Surf, The Weight Is a Gift. Þeirri plötu hefur ekki verið síður tekið en Let Go og á það svo sem skilið því hún er betri um margt. VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM**** THE FOG Stranglega bönnuð innan 16 ára eeee Ó.Ö.H. / DV A.G. / BLAÐIÐ eee D.Ö.J. / Kvikmyndir.com eeee “…mikið og skem- mtilegt sjónarspil...” H.J. / MBL FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Þegar þokan skellur á…er enginn óhultur! Mögnuð hrollvekja sem fær hárin til að rísa! 4Golden Globe verðlaun m.a. besta mynd, besti leikstjóri og besta handrit eeee MMJ Kvikmyndir.com „... ástarsaga eins og þær gerast bestar - hreinskilin, margbrotin og tilfinningarík...“ eeeee L.I.B. - Topp5.is „…langbesta mynd Ang Lee til þessa og sennilega besta mynd sem gerð var á síðasta ári.“ eeeee S.K. - DV „Mannbætandi Gullmoli“ „…Mynd sem þú verður að sjá [...] Magnþrungið listaverk sem mun fylgja áhorfandanum um ókomin ár“ eeeee S.V. MBL Sími - 564 0000Sími - 462 3500 STÓRKOSTLEG SAGA UM ÁSTIR OG ÁTÖK BYGGÐ Á HINNI ÓGLEYMANLEGU METSÖLUBÓK EFTIR ARTHUR GOLDEN 2GOLDEN GLOBE TILNEFNINGARBESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI: ZIYI ZHANGBESTA KVIKMYNDATÓNLIST: JOHN WILLIAMS FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNA- LEIKSTJÓRA "CHICAGO" BESTA TÓNLISTIN, JOHN WILLIAMS GOLDEN GLOBE VERÐLAUN N ý t t í b í ó THE FOG kl. 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN kl. 2, 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN Í LÚXUS kl. 2, 5, 8 og 10.45 MEMOIRS OF A GEISHA kl. 5 og 10 CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 2, 4, og 6 HOSTEL kl. 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6, og 8 B.I. 14 ÁRA DRAUMALANDIÐ kl. 2 og 4 BROTHERS GRIMM kl. 2 B.I. 12 ÁRA THE FOG kl. 8 B.I. 16 ÁRA HOSTEL kl. 10 B.I. 16 ÁRA CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 2, 4, 6 og 8 JUST FRIENDS kl. 4 DRAUMALANDIÐ kl. 2 ÍSL. TAL Epískt meist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.