Morgunblaðið - 12.02.2006, Page 2

Morgunblaðið - 12.02.2006, Page 2
2 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Varað við refsiaðgerðum Forseti Írans, Mahmoud Ahmad- inejad, varaði í gær við því að ef ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti refsiaðgerðir gegn Írönum vegna meintra tilrauna þeirra til að smíða kjarnorkuvopn, myndu við- brögðin verða hörð. Gaf hann í skyn að Íranar myndu ef til vill segja sig frá alþjóðlegum samningi um bann við útbreiðslu kjarnavopna. Fuglaflensa á Ítalíu Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu sögðu í gær að dauðir svanir, sem fundust á Sikiley, hefðu verið með hættulega afbrigðið af fuglaflensu, H5N1 en hún getur banað mönnum. Afbrigðið hefur ekki greinst áður í aðildarríki Evrópusambandsins. Gorbatsjov kemur í haust Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi aðalritari sovéska Kommúnista- flokksins og leiðtogi Sovétríkjanna, er væntanlegur til Íslands í haust. Er tilgangur ferðar hans að minnast þess að 11. október nk. eru 20 ár síð- an leiðtogafundur hans og Ronalds heitins Reagans Bandaríkjaforseta var haldin í Höfða. Mun Gorbatsjov af því tilefni flytja hátíðarfyrirlestur hér á landi. Tuga milljóna króna tjón Ljóst er að skemmdirnar á Flat- eyri í kjölfar aftakaveðursins sem þar gerði sl. föstudagskvöld eru mun meiri en menn gerðu sér grein fyrir í næturhúminu. Er tjónið talið skipta tugum milljóna króna. Formaður björgunarsveitarinnar á staðnum var þess fullviss að takast myndi að ljúka hreinsunarstarfi í gær, en brak trésmíðaverkstæðisins var á víð og dreif um eyrina á mun stærra svæði en talið var í fyrstu. Þungaumferð og vegakerfið Þungaumferð á Íslandi eykst stöð- ugt og í fyrra óku þungir bílar 167 milljónir km eftir íslenska vegakerf- inu. Þungaumferð hefur slæm áhrif á vegi, sérlega undirbygginguna og minnkar burðarþol þeirra. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 64/68 Fréttaskýring 8 Myndasögur 70 Sjónspegill 44 Dagbók 70/73 Hugsað upphátt 27 Víkverji 70 Forystugrein 32 Staður og stund 73 Reykjavíkurbréf 32 Leikhús 74 Menning48/49, 74/81 Velvakandi 71 Umræðan 50/61 Bíó 78/81 Bréf 61 Sjónvarp 82 Auðlesið 63 Staksteinar 83 Hugvekja 64 Veður 83 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir bæklingur frá Ferðafélagi Ís- lands, til áskrifenda. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SEX tilboð bárust í endurbætur á Grímseyjarferjunni en tilboðin voru opnuð í byrjun mánaðarins. Tvö til- boð bárust frá innlendum fyrirtækj- um og áttu þau næstlægsta og hæsta tilboðið. Litháska skipaviðgerðastöðin JSC Western Shiprepair átti lægsta til- boðið, 1,27 milljónir evra eða um 96,5 milljónir íslenskra króna. Vélsmiðja Orms og Víglundar í Hafnarfirði bauð 1,3 milljónir evra eða rétt rúm- lega 99,5 milljónir króna og átti næstlægsta tilboðið. Nokkur munur var á næstlægsta tilboði og þeim sem á eftir koma en næst kom Skipa- smiðja Þórshafnar frá Færeyjum með tilboð upp á tæplega eina og hálfa milljón evra eða um 110 millj- ónir króna. Skipasmíðastöðvar í Pól- landi áttu næstu tvö tilboð en Slipp- urinn á Akureyri rak lestina, átti hæsta tilboðið sem hljóðaði upp á 1,65 milljónir evra eða 125 milljónir króna. Að sögn Þórhalls Hákonarsonar, verkefnisstjóra hjá Ríkiskaupum sem fer með útboðið, verður farið yf- ir tilboðin í næstu viku og í kjölfarið boðað til viðræðna við þann aðila sem stendur best að vígi. Þórhallur vildi lítið tjá sig um tilboðin efnis- lega, sagði að eftir væri að fara vel yfir alla kostnaðarliði en útilokaði ekki að verkefnið færi í Hafnarfjörð. Örn Friðriksson, formaður Félags aðarliði sem koma til viðbótar við að senda skipið til Litháen eru það á milli níu og tíu milljónir króna, laust reiknað,“ segir Örn og reiknar með að tíminn sem taki að sigla skipinu til Litháen sé átta dagar til viðbótar við að það komi til Íslands – en skipið er staðsett í Írlandi eins og sakir standa. Verulegur launakostnaður Örn bendir á að aukinn launa- kostnaður sé allverulegur, ásamt kostnaði við olíu, smurolíu, síur og þess háttar. Jafnframt sé mikill kostnaður við að fá eftirlitsmenn frá Íslandi til að fylgjast með verkinu í Litháen. „Þegar allt er reiknað inn í dæmið þá er tilboð Vélsmiðju Orms og Víg- lundar hagstæðast peningalega séð, fyrir utan þær tekjur sem renna til ríkis og sveitarfélaga ef verkið er unnið innanlands,“ segir Örn en bæt- ir við að það sem mestu máli skipti sé hins vegar að viðhalda þekkingu, sem hefur verið að hverfa, á sviði skipaiðnaðar hér á landi. Mikilvægt sé að viðhalda þekkingunni og skapa um leið möguleika á fleiri verkum hjá íslenskum fyrirtækjum. járniðnaðarmanna, segir alveg ljóst að þar sem ekki muni nema um þremur milljónum á tilboðum Vél- smiðju Orms og Víglundar og Lit- háska fyrirtækisins sé hagstæðast að verkefnið fari til vélsmiðjunnar. „Ég trúi ekki öðru en að því tilboði verði tekið því ef litið er á þá kostn- Sex tilboð sem opnuð voru nú í febrúar bárust í endurbætur á Grímseyjarferju Lítill munur reyndist vera á innlendu og erlendu tilboði Eftir Andra Karl andri@mbl.is Sex tilboð bárust í endurbætur á nýrri Grímseyjarferju og verður farið yfir tilboðin í næstu viku. Lithásk skipaviðgerðastöð átti lægsta tilboðið. OPIÐ prófkjör Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjavík fór vel af stað í gærmorgun og var stöðugur straumur á alla kjörstaði að sögn Heiðu Bjargar Pálmadóttur, for- manns kjörstjórnar. Um 300 manns höfðu kosið fyrir hádegið en 740 manns kusu utan kjörfundar. Alls gefa 16 frambjóðendur kost á sér í prófkjörinu, sjö konur og níu karlar. Þrír sækjast eftir efsta sæti listans. Kosning hófst í gær, laug- ardag, og eru kjörstaðir einnig opnir í dag, sunnudag, milli kl. 10 og 18. Áætlað er að fyrstu tölur verði birt- ar um kl. 18.30. Kosið er rafrænni kosningu á fimm kjörstöðum. Aðalkjörstaður er félagsheimili Þróttar í Laugardal en einnig er hægt að kjósa á skrifstofu Samfylkingarfélagsins í Reykjavík á Hallveigarstíg 1, félagsheimili Fylk- is í Árbæ, Visahúsinu í Mjódd og Gylfaflöt 9 í Grafarvogi. Morgunblaðið/Ómar Kosning fór vel af stað SKJÁLFTAVIRKNI jókst verulega um 40 km NNV af Grímsey upp úr kl. fjögur í fyrrinótt eða á sama stað og jarðskjálfti af stærðinni 3,7 á Richter mældist um klukkan 18 á föstudag. Töluverð skjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarna daga en í fyrrinótt mældist á þriðja tug skjálfta um og yfir þrír á Richt- er, stærstu skjálftarnir um 3,5 á Richter, en minni skjálftar voru á fjórða hundraðið. Verulega dró úr skjálftavirkni um klukkan sjö í gær- morgun en hún jókst að nýju um tveimur klukkustundum síðar og var stærsti skjálftinn 3,7 á Richter. Ekkert lát virtist vera á hrinunni og hélt jörð í Grímsey áfram að skjálfa fram eftir degi. Að sögn íbúa í eynni fannst skjálftinn á föstudag nokkuð vel en lítið sem ekkert ónæði varð af skjálftahrinunni í fyrrinótt. Fólki er hins vegar nokkuð órótt vegna fjölda skjálfta og virðast jarðhrær- ingar engan enda ætla að taka. Hall- dór Geirsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir engar vís- bendingar um að stór skjálfti sé í vændum en áfram verður fylgst ná- ið með virkninni við Grímsey. Stanslaus hrina jarð- skjálfta                                    

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.